Alþýðublaðið - 24.12.1941, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.12.1941, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐSINS 7 margir frændur hans hafa látizt um 1403, líklega í svarta dauða. Loftur mun lengstum hafa setið á Möðru- völlum, en líklega eitthvað á Skarði. Hann hefir verið friðsamur og óhlutdeilinn og ekki auðgazt á yfirgangi eins og þá var títt, en engum hefir þótt fýsilegt að leita á hann. Hirðstjóri var hann norðan og vestan á íslandi 1427, þegar Guðmundur Arason á Reykhólum. fór með ránum og óeirðum um Hénavatnsiþing, og sýn- ist Loftur ekki hafa aðhafzt að hnekkja yfirgangi hans. Virðingar mikillar hefir Loftur notið, og þar sem hann er dómsmaður eða gjörningsvottur, er hann efstur leikmanna og stundum á undan klerkum. Loftur kvæntist Ingibjörgu, dóttur Páls Þorvarðssonar á Eið- um. cg gat með henni mjkið fé, meðal annars sjálfsagt höfuðbólið Eiða. Hann var vinur mik'll Jóns Vil- hjálmsscnar biskups á Hólum, og var ráðsmaður Hóla- staðar 1430—1431, en slíkt starf þótti þá hinn mesti vegsauki. Loftur og kona hans létust bæði árið 1432. Það, sem einkum hefir gert sagnirnar um ævi Lofts, eru ástir hans og Kristínar dóttur Odds lepps lög- manns, og við henni gat hann að minnsta kosti þrjá scnu, Skúla, Sumarliða og Orm. (Stundum er og Ólaf- ur launsonur hans talinn sonur Kristínar, en hann mun hafa átt annað móðerni.) Um hitt er minna vitað, hvernig sambandi þeirra var háttað. Loftur orti til hennar háttalykil sinn hinn dýra, en litlar upplýs'ngar gefur hann um Þetta. En sjálfsagt hefir Kristín og ást Lofts til hennar vald.ð tilurð kvæðisins, svo að ís- lenzkar bókmenntir eiga henni þannig mikið að þakka, og óvíst er, að Loftur hefði annars mikið ort, því að engin önnur kvæði verða honum með vissu talin. Jón Gissurarson segir, að Loftur hafi búið með Krist- ínu á Möðruvöllum, þau hafi unnazt í „líf og fjör, en máttu þó ei eigast, því að þrímennings meinbugir voru á með þeim“. Hann segir enn fremur, að Loftur hafi látið Kristiínu kjósa sér mann, og hafi hún valið svein hans, er Höskuldur hét, og yrði Lofti þá að orði: „Kjör- villt varstu nú, Kristín. Ég meinta þú myndir kjósa mig.“ Þá getur og Jón þess, að Loftur kvæði til Krist- ínar og sendi henni vísur með allra handa bragarhátt- um, nokkrar í hvert sinn, er fundizt hafi á honum dauðum. Björn á Skarðsá segir, að Loftur „hélt frekt við“ Kristínu Oddsdóttur „að konu sinni lifandi“. Hann segir og, að til Kristínar hafi hann ort háttalyk- il hinn dýra. í Eyjafirði hefir gengið einkerinileg og fögur munnmælasögn, sem Pálmi Pálsson menntaskóia- kennari hefir skrásett. Aðalefni hennar er þetta næst- um orðrétt: > Loftur ríki fór endrum og sinnum skreiðarferðir suður á land eða í öðrum erindum, því að víða átti hann ítök og eignir. Var þá farinn Eyfirðingavegur eða Vatnahjallavegur. Lá vegurinn upp úr vestanverð- um Eyjafjarðardal. Lá leið hans Þá fyrir ofan garð á Tjörnum, þar sem Kristín Oddsdóttir vinkona hans bjó með Höskuldi manni sínum. Var hann þá vanur að ríða heim, hvort sem hann fór suður eða norður um, og sat löngum á tali við Kristínu, en manni hexm- ar þótti slíkt við of og mátti ekki ráða bót á þessu „Jólakötturinn“ Jólin eru að koma kerti og spib og krakkarnir fagna og hlakka mlkið til. Og hérna ér hún kisa, — hún kann það, dóninn sá, að komast inri' í búrlð svo lítið ber 4* Þar veltir hún rjóma-könnunni mn feoll og kattartungan lepur hinn gómsæta poll. Á jölunum er kisa svo kurteis og nett, klóna hún sleikir og þvær af sér hvem blett Kisa fær þá nóga mjólk og kannskeí líka steik, með krökkunum á eftir hún bregður sér i Leik, Þá liggur vel á kisu, hún ljómar eins og sól, lygnir gulu augunum og malar: „GleSileg ]óll“ í ; rfóh. fyrir ríki Lofts og vilja konu sinnar. Einu sinni sem oftar var Lofts von að sunnan. Það var snemmá á túnaslætti. Einn morgun árla voru karlar að verki áð Tjörnum. Sjá þeir lest mikla fara ofan í dalinn. og þykjast vita, að þar múni verá þeir Möðruvellingár. Kemur þá Höskuldi til hugar að leika á konu sína og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.