Alþýðublaðið - 24.12.1941, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.12.1941, Blaðsíða 9
ALÞÝÐUBLAÐSINS ekki heldur afsannaður. Verður því að láta það liggja á milli hluta um sinn. Loftur segir sjálfur: Meinendur eru mundar miínir frændur og þínir, Það verður ekki öðruvísi skilið en frændur þeirra (ef til vill frændsemi Þeirra?) stæðu á móti náðahagnum. En hvað skyldu frændur þeirra hafa haft á móti hjónabandi þeirra? Slíkur ráðahagur var báðum ætt- unum til trausts. En ef þrímennings meinbugir hafa verið með Lofti og Kristínu, þá er ekki ólíklegt, að frændur beggja hafi sætt færi og gift Kristínu að Lofti fjarverandi, til að skirra frekari vandræðum. Að vísu voru barneignir þeirra Lofts saknæmar, en því var um að gera að stía þeim sundur áður en enn verr færi. En um þetta verður ekkert fullyrt. Það er grun- ur minn, að háttalykillinn eða mikið af honum hefði aldrei kveðinn verið, ef þau Loftur og Kristín hefðu fyrirhafnarlaust hafnað í hjónasænginni. Mikið af háttalyklinum er auðsæilega ort eftir að hún er gift. En það er mjög sjaldgæft að fornu og nýj.u, að menn kvæðu um konur sínar, og í riddarabókmenntum mið- aldanna mun það ekki þekkjast. Loftur ríki er frægasta skáld íslendinga á 15. öld og raunar um langt skeið einn af veraldlegum skáld- um, sem að nokkru getur, að undanteknum rímna- skáldum. Ekki hefir annað varðveitzt eftir hann en háttalykill sá, er hann orti um Kristínu. Raunar eru háttalyklarnir tveir, hinn skemmri og hinn meiri. Er öruggt, að hann hefir ort háttalykil hinn skemmra, og raunar mjög líklegt, að hinn meiri sé einnig eftir, en hér verður, þegar talað er um háttalykil Lofts, átt við hinn skemmra. Er kvæði þetta ort með ýmsum hátt- um. Er Því mjög líklegt, að hann hafi sent henni kvæð- ið smám saman, eins og Jón Gissurarson segir. En hann telur, að vísurnar eigi aðVera tíu tigir. Nú þekkjast ekki nema níutíu vísur. Það er líka auðséð, að vís- urnar eru ekki allar ortar á sama tíma og eru því tækifærisljóð. í sumum þeirra leitast hann við að ná ástum hennar. Berlega kemur fram í öðrum, að Krist- ín er gift, og sé Lofti lítill þokki á því. Yfirleitt dáir hann Kristínu mjög og harmar að fá ekki að njóta hennar. Merkilegt er það, að Loftur yrkir ekki kvæði sitt undir léttum háttum, t. d. háttum dansa og helgi- kvæða. Danskvæði og helgikvæði með léttum háttum og næstum rímlaus, frumort og þýdd, flæddu þá yfir landið. Er hœtt við, ef hin nýju útlendu áhrif hefðu viðnámslaust fengið að ryðja sér til rúms, hefði ís- lenzk tunga og ljóðagerð aldrei borið barr sitt eftir það. En Loftur velur rekna fornhætti. Kvæði hans er að efni náskylt riddararómantík miðaldanna, en bygg- ingarlagið er allt ramm-íslenzkt. Hann er því merki- legur varði á leið íslenzkrar ljóðagerðar á myrkustu öldum íslands. Enda þótt hann yrki um ástmey sina eru hættirnir honum svo mikils virði, að hann hikar ekki við að gera sumar vísur sínar að næstum tómri Framhald á bls. 36. Gleðileg jól! Skipaútgerð ríkisins. i: GLEÐILEG JÓL! Sælgætis- og efnagerðin Freyja h.f. GLEÐILEG JÓL! Ullarverksmiðjan Framtíðin. GLEÐILEG JðL! ^#############^########^##################################^ GLEOILEG JÓL! Verksmiðian Venus h.f. —Tf fTm-f-Ti' 't—1 "1-—-I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.