Alþýðublaðið - 24.12.1941, Side 5
ALÞÝÐUBLAÐSINS
5
sig og tók fram afmælissokkana. Karen vaknaði, þegar amma
lokaði kistunni sinni. Hún néri augun og spratt á fætur.
„Er afmælið í dag?'1 — og hún byrjaði að klæða sig.
„Já; það er víst.“ — Amma braut bréf utan um sokkanai.
„Hvað ertu með þama?“ — Tennur Karenar skulfu í
morgunkuldanum.
„Það er ekfci neitt; — það er víst ekki neitit.“ — Amma
lmýtti þráðarspotta utan um pakkann. Karen sá, að hendur
hennár skulfu óvenju mifcið. Hún gekk út, en Karen flýtti
sér áð klæða sig og fór á eftir.
Amma gekfc in,n í stofuna. Þar var ljós og fólkið var að
l;orða. Ainma staðnæmdist við borðendann og rétti fram
pakkann.
„Gerðu svo vel, og til hamingju, Jens Pétur.“ Það var
gjafmild gleði og ótti i röddinni.
„Þaldka þér fyrir, amma,“ og tengdasonurinn leysti þráð-
arspot ann utan af böggL'num og breiddi úr sokkunum. Kona
Þhans hristi bara höfuðið og tók við þeim. ,
„Hefirðu nú ennþá einu sinni verið að prjóna? — Almátt-
ugurl en þeir sokkar!“ Hún breiddi úr öðrum á borðið. —
„Og þetta dýra og fína garn.“ Og hún henti þeim undir
bekfcinn, — „Hinir iiggja nú þarna ennþá; ég hefi ekki haft
tfma til þess að prjóna þá upp.“
Olnbogaskot frá manni hennar fékk hana til þess að
þegja. Hún leit snöggt frá honum á ömmu.
„Já, já,“ hún mildaði röddina. „Ef það væri nú eklki endi-
lega svona dýrt garn, sem þú eyðileggur, þá—“ hún hristi
höfuðið aftur. — „Þú ert orðin gömul, mamma.“
Amma sagði ekki neitt. Hún hreyfði sig ekki, eins og
hún ætti erfitt með að hreyfa fæturna. Þegar hún lokgins
gat snúið sér við, lét hún handleggina siga niður og gekfc
hratt inn í herbergið sitt.
Karen horfði á þetta með stórum og rökum augum og
tosaði upp um sig pilsið; svo snéri hún sér við og gekk
sömu leið,
Amma stóð og studdi sig við borðið og starði fram undan
sér bleikum, fjarrænum augum, Hún losaði um pilsið
og lét það falla niður á gólfið. Og án þess að leggja það
upp á stóLnn, eins og hún var vön, settist hún á sængur-
stokfcinn óg lyfti sér siðan upp í rúmið. Hún breiddi ofan
á sig með þungu andvarpi og snéri sér til veggjar.
— Næsta morgun vildi amina gkfci fara á fætur. — „Það
er bára óþarfa fataslit.“ sagði hún þegar Karen ýtti við henni
og v.ildi fá hana á fætur. Amma lá kyr og snéri sér til
veggjar.
Þegar á daginn leið, var Karen þögul og hugsandi. Það,
sem hún hafði heyrt afmælismorguninn, hafði breytt henni
alveg. •
Nú föndraði hún við prjónana sína strax og hún gat á
kvöldin og henti þeim nú ekki framar frá sér i reiði. Hún
þrælaði við þá, svo að það lá við að hún biti sig-fí tunguna.
Frænkurnar gáfu hver annari olnbogaskot og flissuðu, en
hún, tók ekki eftir því. Hún varð sár í fingurgómunum af
prjónunum, og hún fékk djúpar hrukkur í ennið af áreynsl-
unni. Hún lauk við einn sokk og annan til.
Kvöldið eftir, þegar hún kom til ftminu, staðnæmdist hún
við rúmstokkinn, áður en hún fór upp í,
„Amma! amma! Er ekki bezt að ég verði fyrir frainan."
„Hvers vegna það?“ — og amina reis upp í rúminu og
leit á liana.
„Þá þarf ég ekki að klifra yfir þig kvölds og rnorgna."
Amma þagði og færði sig ofar, og Karen skreið imdiii
sængina og lét fara eins lítið fyrir sér eins og hún gat.
„Þú ferð ekki á fætur hvort sem er.“
„Nei, það er bara fataslit,“ og amma snéri sér frá henni.
Karen hlustaði, full eftirvæntingar, á hinn stutta og ó-
reglulega andardrátt ömmu, og þegar hann að lokum varð
reglulegur og langdreginn, lyfti hún af sér yfirsænginni og
skreið niður á gólfið. Hún opnaði hljóðlaust dymar og
gekk berum fótum inn í stofuna. Kyrrðin var svo mikil, að
henni varð órótt innanbrjósts. Ekki laust við, að hún væri
hrædd. Aldrei hafði hún trúað, að nokkurt hús gæti veriið
svona kyrrt. Hún fcveikti á kerti og fór að leita að sokkunum
hennar ömmu í kassanum við ofninn. Hún fann þá og byrjaði
að rekja upp. Þeir voru ekki svo afleitir, bara heldur mikið
tekið úr á tánni. ,
Svo byrjaði hún að prjóna. Henni var kalt á einum saman
náttkjólnum, en hún hélt áfrain, unz hún hafði nærri þvtí
lokið við sokkinn, þá lét hún hann á hotniin.u i kassanum
Og læddist upp í rúmið aftur. i
Nóttina eftir var hún enn á kreiki; og þangað til var hún
að, að hún hafði lokið við alla sokkana, fjóra þá braujt hún
þá sainan og lagði þá ofan á kassann.
Þá nótt gat hún ekki sofnað. — Hún bylti sér órólega á
báðar hliðar.
Mundi nú húsmóðirin taka þá fram fyrr en seint og
síðarmeir, og mundi hún taka eftir því, að þeir hefðu verið
prjónaðir upp?
Frh. á blsi.30.
Kvöld eftir kvöld vakti Karen iid að prjóna sokkana fyrir
^ ömmik