Alþýðublaðið - 24.12.1941, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.12.1941, Blaðsíða 8
JÓLABLAÐ Óskum öllum félögum og velunnurum gíeðilegra jóla og i: sigursæls nýjárs með þökk fyrir gamla árið. Alþýðuflokksfélag Hafnarf jarðar. Kvenfélag Alþýðuflokksins. Kvenfélagið Framtíðin. Sjómannafélag Hafnarfjarðar. Óskum öllum velunnurum alþýðusamtakanna GLEÐILEGRA JÓLA Alþýðusamband íslands. ,«##################################^####^#^##^###^######j GLEÐILEG 1ÖL! Hið íslenzka prentarafélag. i !«#w###^#################################################i f###################1######################################.^ I GLEÐILEG JÖL! Bókbindarafélag Reykjavíkur. »»»»#W################>########>####»##############»#####J „launa henni lambið griáa“. Gengur hann þegar mn að hvílunni, þar sem kona hans svaf, og vekur hana. Spyr bún hann þá, hvað sé um að véra, hvort Loftur væri sunnan kominn. „Hann er nú riðinn um garð með sveinum sínum og sendi iþér enga kveðju,“ svarar Höskuldur. En er hún heyrði þessa harmsögu, hné hún aftur í sænginni og var örend. Litlu síðar kemur Loft- ur og vill hitta Kristínu. En er hann frétti tíðindi Þessi, hélt hann leiðar sinnar. Fékk allt þetta honum svo mikils, að hann komst eigi nema út fyrir Núpu- fellsá. Þar varð hann að stíga af hestinum, og báru sveinar hans hann dauðvona heim á leið til Möðru- valla, en komust ekki lengra en í Fjósakot. Þar and- aðist hann samdægurs. Það er auðséð, að þessi hugðnæma og angurblíða saga er sprottin upp af rómantík miðaldanna. Á mið- öldum fyrr og síðar þekkjast áþekkar sagnir og má þar minna á sögnina frægu um Tristan og ísodd hina björtu, sem varð skáldum í Evrópu drjúgt yrkisefni, og er til kvæði um þá sögu á íslenzku (Tristramskvæði). En sjálfsagt geymir saga þessi, sem varðveitzt hefir meðal afkomenda Lofts í Eyjafirði, mjög gömul munn- mæli. Hún kemur líka vel heim við það, sem elztu sagnaritarar segja um Loft, en er fyllri. Björn á Skarðsá segir, að Loftur dæi í slæmu koti, sem er ef- laust sama kotið og munnmælasögn þessi segir að verið hafi Fjósakot. Er það hjáleiga frá Möðruvöllum. Af orðum Jóns Gissurarsonar, þar sem hann segir, að vís- urnar hafi fundizt í treyjuermi Lofts að honum látn- um, má ætla, að ekki hafi hann andazt á sóttarsæng og heldur hafi orðið snöggt um hann. Líklegt er að Loftur hafi búið með Kristánu, þar sem hún ól honum svo mörg börn, en líklegra er, að Það hafi verið á Skarði og hann hafi kynnzt henni vestan lands, því að þar var ætt hennar. En hins vegar eru lákur fyrir Því, að hún hafi ílenzt í Eyjafirði og búið þar með Höskuldi bónda sánum. í ættartölum er þess getið, að þau hafi búið á Úlfá. sem er suður yfir af Tjörnum, hinum megin Eyjafjarðarár. Getur hér verið málum blandað, og er láklegra, að þau hafi búið á Tjörnum, sem er miklu betri jörð. En Kristín var auð- ugra manna, og talið er, að Höskuldur ætti 2 hundruð hundraða, er hann fékk hennar, og hefir hann hlotið að vera góðrar ættar að fá svo ættstórrar konu, sem Kristán var. Hefir þess verið getið til, að bóndi hennar væri Höskuldur Runólfsson á bakka í Öxnadal og i Gnúpufelli. Þessi Höskuldur er hinn mesti trúnaðar- maður barna Lofts. Loftur hefir búið með Kristínu og átt með henni öll börnin, áður en hann kvæntist Ingi- björgu, enda virðast þau börn nokkru eldri en skil- getnu börnin. Að líkindum hefir iþetta verið fyrir 1406, og er trúlegt, að Kristin hafi verið Höskuldi gefin. meðan hann dvaldist erlendis. Hvers vegna kvæntist Loftur henni ekki ? Ekki gat ætt né auður staðið á vegi fyrir hjónabandi þeirra. Þau máttu teljast jafnborin. Jón Gissurarson segir berum orðum, að þau væri þrí- menningar. Ekki verður sá skyldleiki nú sannaður og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.