Alþýðublaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 8
B *»B—ní«»*iin—» «Bn—Bim—•—uii—*mi«—mi"-»iin—mi—ni!—<«~iin»—nn—— nn»*i uii—hii—um«-»bh»—»siia 'það; hnej<ksli jfrægt Orðið, er ég teygaði vatnið úr mundlauginni og bað mig að gera það ekki aftur. Þá kvað hún mig ekki mega minnast á það að fyrra bragði, að mig væri farið að svengja, heldur bæri mér að sitja hljóður og hæverskur þar, sem mér vseri fenginn sess, hlýða á mál manna og láta yfirleitt sem minnst á mér bera, og væri ég nægilega skrít- inn ásýndum, þótt ég reyndi ekki að leiða að mér athygli manna. Þegar heim að kofanum kom, var okkur vel fagnað af ættingium og fjölskyldu gamla mannsins og boðið inn að ganga. Skriðum við síðan, öil sextán, í halarófu inn kofagöngin, og réði mannvirðing röðinni. Justus gamli sat á bálki sínum; flöktbjarmi frá grútarlömpunum lék um andtit hans og var hann virðulegur ásýnd- um og svipfríður. Hann var sjötíu og fjögra ára að aldri, að mig minnir, en fulltíða Esldmóar virðast jafnan eldri en þeir eru að árum og er það bæði kynfylgja þeirra og afleiðing örðugra lífskjara. Justus sat nakinn niður að beltisstað en hár hans, svart og sítt, féll í lokkum um axlir hans og barm. Andlit hans var magurt og djúpum dráttum meitlað, en augun tinnudökk og augnatillitið f jörlegt og í mótsögn við ellimörkin. Við gengum til hans eftir röð, en hann veitti hverjum fyrir sig áheyrn, að hætti tiginna manna, tók við heim smágjöfum, er við höfðum meðferð- is og tjáði okkur þakklæti sitt af svo fjálgri mælsku að hvert okkar um sig hlaut að sannfærast um að Justus gamli hefði beðið löng sjötíu og fjögur ár einmitt eftir þeim slcro- böggli, testauk, eða hvað það nú var, jtem Viðkomandi. færði honum að gjöf. Sjálfur hef ég aldrei notið þess heiðurs að hljóta áheyrn hjá tign- um mönnum, en vart mun þar um meiri hátíðarbrag að ræða en livildi yfir þessari athöfn. Okkur Dönunum var boðið sæti á gestabálki, gegnt öldungnum seuni- lega með það fyrir augum, að hann ætti sem auðveldast með að bera okkur saman við þá Evrópumenn, er hánn hafði áður kynnzt. Samanburð- urimi var okkur víst ekki í vil, að minnsta kosti varð honum tíðrætt um hvílíkir ágætismenn þeir hefðu verlð, og alla þá kjörgripi, er þeir áttu. Margt ræddi hann og um liðna daga eins og gömlu fólki hættir við. Sagði frá svaðilförum sínum á sió og landi en við mundum beilræði Ólínu yfirsetukonu, hlýddum á og reynd- um að láta sem minnst bera á sultar- gaulinu í maga okkar og görnum. Að síðustu virtist Justus hafa lokið máli sínit, og ég gaf katlinum yfir grútarlampanum liornauga, en ekki var hann svo stór, að í honum gæti rúmazt matur er nægöi tuttugu og átta manneskjum til saðnings. Þá reis el2ti sonur Justusar á fætur og gekk út. Skömmu síðar heyrðist þrusk mikið í kofagöngunum, og áður en langt um leið kom sonurinn inn aftur og dró á eftir sér vænan sel. Hann dró sslinn inn á mitt gólf og fláði hann þar, lét skrokkinn liggja á skinninu benti á hann og mælti. .,Ekki er selurinn góður, en ég er ekki fengsælli veiðimaður en þetta, og ef þið gætuð gert ykkur að góðu að narzla af þessum horbeinum, mynd uð þið veita olckur mikla ánægju“. Við rákum upp fagnaðaróp og kváð um þetta vera þann feitasta og ginii- legasta sel, er við hefðum aúgum litið; þrifum til hnífanna og réðumst að skepnunni, svo að enginn skyldi vera í vafa um það, að við mæltum þetta af einlægni. Skeyttum vxð hvorki um titla né mannvirðingu, en bárum okkur eftir björginni með miklum dugnaði og varð þröng mik- il við selsskrokkinn, en síðan leitaði hver og einn aftur til sætis síns og hámaði í sig það kjötflykki, er hann hafði í náð. Öðru hverju sleiktum við blóðið og fituna, er lalc um greipar okkar, og sýndum á allan hátt, að Jólablacl AlþýÓiiblaósins við kynnum að meta þessar rausnar- legu og ljúffengu góðgerðir. Nú komumst við að raun um, hvi- lík heppni okkur var að hafa numið nokkra mannasiði því við hevrðum veizlugestina piskra það sin á milli, að við færum að mat okkar með hæ- versku, þegar þess væri gætt, að við værum ,,kravdlunakkar“, en svo nefna Grænlendingar okkur Dani. Slík hæverska er engan veginn auð- veld eða auðlærð. Að vísu þarf hvorki. kurteisi né lítilþægni við, á meðan verið er að skera sér kjöt- flylckið af selnum. En þegar menn liafa leitað til sætis síns með feng sinn, ber þeim að bíta í kjötið og skera síðan bitann frá stykkinu við varir sér, og gæta þess að beita hnífs- egginni upp á við. Virðist mörgum fvrst í stað freistandi vegna ix=fs síns. að beita hnífnum niður á við, en slíkt telst ókurteisi. Allkynlegt var að svipast um í kofanum. Á miðju gólfi lá seluíinn sundur skorinn á skinhi sínu, og var lítið eftir af honum nema bsin- in, en á bálkum meðfram veggjum sátum við veizlugestirnir, tuttugu og átta talsins, allsnaktir niður að belt- isstað, og að öðru’leyti eins fáklædd- ir og unnt var. bví heitt var mii;g barna inni. Rauðgullið skinið frá erútarlömounum sló bliki á eirbrúna líkami og dimmrauð kiötflvkki, frá lásum baksperrunum bar skugga er skintu. gólfi og veggium í óres?lulega reiti, en mest bar þó ó kvikum skuggamvndum tröllaukinna handa, er kreistu bráð sína. Það þurfti ekki mikið hugmyndaflug til þess að I- mynda sér, að við sætum í ónefnd- um híbýlum og hámuðum í okkur hold þeirra, sem manni hafði verið einna minnst um gefið í lifanda lífi, Og það var ótrúleg býsn, sem við átum. Heiður okkar lá við, að við gæfumst ekki upp. Sá var ekki tal- inn maður með mönnum, sem ekki át, unz magi hans var orðinn svo úttroðinn að stríkka tók á hörundinu við naflann. Við og við drukkum við nokkra vatnssopa til þess að kjötið lægi betur í maganum, og ef ein- hver spurði, svona í spaugi, hvort maður væri þegar orðinn mettur, bætti maður við sig kjötstykkí, sem vóg nokkur pund. Að siðustu vafði sonur Justusar skinninu utan um sels- beinin, og var þá ekki æt tætla eftir. 1 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.