Alþýðublaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 16
1® Jólablað 'Alþýðublaðsins hægláti sóknarpresturinn 1 vestri sókninni um frið á jörðu og velþókn- un yfir mönnunum. Hapn sá hvernig sandkornin í stundaglasinu runnu niður líkt og hans eigin órð, þar til öll voru horfin á botninn. Þá snéri hann glasinu við. Söfnuðurinn sat fyrir neðan hann í hnipri, reiðubúinn til stökks, Nú las hann tilkynningarnar, lýsingarnar, stefnurnar, bænirnar. - Nú vissi hann að það myndi skella á hvenær sem var. Þegar kom að orðunum „til komi þitt ríki“ — meðan blessunarorðin og útgöngusálmurinn var enn þá eft- ir — þá var venjan að byrja. Þar höfðu þeir merkið! Þeir, sem aftast sátu, risu nú líka varlega á fætur, fremri raðirnar fylgdu á eftir, brátt stóðu rpenn upp um alla kirkjuna, að lokum án þess að kæra sig hót um þótt það væri í augsýn prestsins. Bekkjarhurðir mörruðu og skullu aftur. Snjóvot stígvél trömpuðu . í kirkjuganginum. Frakkar og kjólar flöksuðust eins og sveipandi fánar, sem vindurinn myndi bráðlega þenja út. Allur hinn kristni skari gaf sig á vald svartagaldursins, hjátrúarinn- ar og fjandáns. .... Nú stóðu me'nn líka upp beint und- ir prédikunarstólnum, frammi við altarið, jafnvel af kórbekkjunum. Allir létu sem bænin væri á enda, þótt hún væri varla byrjuð enn þá. Sumir horfðu skömmustulegir niður í gólfið, meðan þeir hlupu af stað. En allir þustu út frá prestinum. Honum vafðist tunga um tönn, kcnnimann- legur virðuleikinn heyktist niður hempan hengslaðist eymdarlega utan á honum, og til að sjá líktist prestur- inn hengdum manni uppi á prédik- unarstólnum. Allir voru reiðubúnir til að þreyta skeiðið, ýmist á sínum eigin fótum eða hesta sinna. Aðeins presturinn var tilneyddur að bíða. Við útganginn var troðningur mikill. Allir rudduát í einu inn í vopnabúrið. Hvað nú? .... Aldrei hafði neitt þvílíkt komið fyrir! Aldrei fyrr hafði friður guðsliússins verið rofinn af slík um óhljóðum. Aldrei fyrr höfðu hol- skeflur hávaðans risið svo hátt upp mót hvelfingunni. Og öskrið fossaði yfir hið hvíta friðarins skip í kirkj- unni. Það . óx eftir því sem fleiri safnaðarmenn komu til. Það hækkaði, það margfaldaðist. Það hamaðist með tryllingslegum hrinum og ýlfri. Óhljóðin skullu á kórnum og hvelfingunni, endurköstuðust niður úr rjáfrinu, hófust á ný upp móti prédikunarstólnum, hentust eftir bök- um bekkjaraðanna og fóru í loftköst- um upp að altarinu með ferlegum gný. Það var rétt eins og risi væri í höfrungahlaupi yfir kirkjubekkina. Presturinn stóð agndofa og hlust- aði. Öskrin þrengdust inn um gal- opnar hurðir kirkjubekkjanna, end- urvörpuðust þaðan á báða bóga, lyft ust og sveifluðust fram og aftur. í prédikunarstólnum snarsnérust ó- hljóðin í hring eins og í mortéli og frammi við skrúðhúsið var sem þau geystust fram í vígamóði, búin til að sprengja upp lásinn og sópa með sér dýrgripunum úr silfurkistunum. Presturinn veigraði sér við að trúa sínum eigin eyrum, og musterið veigraði sér við að taka á móti meiru. — Hvar eru stafirnir? Hvar í heitasta helvíti eru stafirnir! Látið þið stafina okkar koma! kvað við með þúsundrödduðu neyðarópi, þar sem örðaskil urðu naumast greind vegna bergmáls. Og úr þrönginni við dyr vopna- búrsins var svarað: — Snáfið þið burtu! Komið þið með stafina okkar undir eins! Nú hafði mönnum tekizt að róta öllum stöfunum út um gólf vopna- búrsins. Og þar sem gólfrýmið þar inni hrökk ekki til, þá var kastað heilli hestbyrði af þeim inn í kirkj- una. Kirkjugestirnir bogruðust allir yfir hrúgunni, strákar og öldungar, verkamenn og sjómenn, smábændur og gósseigendur jafnvel konur og börn, sem drógust inn • í darraðar- dansinn. Strax og stafur kom í ljós, gripu samtímis eftir honum hendur svo tugum skipti. Stórir hnúðar, út- skorin handföng, gildir silfurhringar og handföng með listrænum bugðum hófust á loft nokkur andartök, en hurfu svo á ný í ólgandi mannhafiö. Svita- og vátnsgufan rauk í strók- um og slagsmálin stóðu fyrir löngu í ljósum löga. Sumir fleýgðú af sér frökkunum. Það hvein og small, eins og þegar þurrt hrís er borið á bál. Enginn mannlegur máttur virtist framar geta stöðvað orustuna. Þá kvað við nýtt óp, æðisgengnara en hið fyrra: — Það hefur verið skipt um stafi. — Þetta eru ekki okkar stafir! Tveir sóknarmenn, sem voru að togast á um staf, litu á hann rétt sem snöggvast. Aðrir hlustuðu ekki einu sinni. Þá kom öskrið, sem gekk í gegnum merg og bein á öllum í kirkjunni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.