Alþýðublaðið - 24.12.1948, Page 16

Alþýðublaðið - 24.12.1948, Page 16
1® Jólablað 'Alþýðublaðsins hægláti sóknarpresturinn 1 vestri sókninni um frið á jörðu og velþókn- un yfir mönnunum. Hapn sá hvernig sandkornin í stundaglasinu runnu niður líkt og hans eigin órð, þar til öll voru horfin á botninn. Þá snéri hann glasinu við. Söfnuðurinn sat fyrir neðan hann í hnipri, reiðubúinn til stökks, Nú las hann tilkynningarnar, lýsingarnar, stefnurnar, bænirnar. - Nú vissi hann að það myndi skella á hvenær sem var. Þegar kom að orðunum „til komi þitt ríki“ — meðan blessunarorðin og útgöngusálmurinn var enn þá eft- ir — þá var venjan að byrja. Þar höfðu þeir merkið! Þeir, sem aftast sátu, risu nú líka varlega á fætur, fremri raðirnar fylgdu á eftir, brátt stóðu rpenn upp um alla kirkjuna, að lokum án þess að kæra sig hót um þótt það væri í augsýn prestsins. Bekkjarhurðir mörruðu og skullu aftur. Snjóvot stígvél trömpuðu . í kirkjuganginum. Frakkar og kjólar flöksuðust eins og sveipandi fánar, sem vindurinn myndi bráðlega þenja út. Allur hinn kristni skari gaf sig á vald svartagaldursins, hjátrúarinn- ar og fjandáns. .... Nú stóðu me'nn líka upp beint und- ir prédikunarstólnum, frammi við altarið, jafnvel af kórbekkjunum. Allir létu sem bænin væri á enda, þótt hún væri varla byrjuð enn þá. Sumir horfðu skömmustulegir niður í gólfið, meðan þeir hlupu af stað. En allir þustu út frá prestinum. Honum vafðist tunga um tönn, kcnnimann- legur virðuleikinn heyktist niður hempan hengslaðist eymdarlega utan á honum, og til að sjá líktist prestur- inn hengdum manni uppi á prédik- unarstólnum. Allir voru reiðubúnir til að þreyta skeiðið, ýmist á sínum eigin fótum eða hesta sinna. Aðeins presturinn var tilneyddur að bíða. Við útganginn var troðningur mikill. Allir rudduát í einu inn í vopnabúrið. Hvað nú? .... Aldrei hafði neitt þvílíkt komið fyrir! Aldrei fyrr hafði friður guðsliússins verið rofinn af slík um óhljóðum. Aldrei fyrr höfðu hol- skeflur hávaðans risið svo hátt upp mót hvelfingunni. Og öskrið fossaði yfir hið hvíta friðarins skip í kirkj- unni. Það . óx eftir því sem fleiri safnaðarmenn komu til. Það hækkaði, það margfaldaðist. Það hamaðist með tryllingslegum hrinum og ýlfri. Óhljóðin skullu á kórnum og hvelfingunni, endurköstuðust niður úr rjáfrinu, hófust á ný upp móti prédikunarstólnum, hentust eftir bök- um bekkjaraðanna og fóru í loftköst- um upp að altarinu með ferlegum gný. Það var rétt eins og risi væri í höfrungahlaupi yfir kirkjubekkina. Presturinn stóð agndofa og hlust- aði. Öskrin þrengdust inn um gal- opnar hurðir kirkjubekkjanna, end- urvörpuðust þaðan á báða bóga, lyft ust og sveifluðust fram og aftur. í prédikunarstólnum snarsnérust ó- hljóðin í hring eins og í mortéli og frammi við skrúðhúsið var sem þau geystust fram í vígamóði, búin til að sprengja upp lásinn og sópa með sér dýrgripunum úr silfurkistunum. Presturinn veigraði sér við að trúa sínum eigin eyrum, og musterið veigraði sér við að taka á móti meiru. — Hvar eru stafirnir? Hvar í heitasta helvíti eru stafirnir! Látið þið stafina okkar koma! kvað við með þúsundrödduðu neyðarópi, þar sem örðaskil urðu naumast greind vegna bergmáls. Og úr þrönginni við dyr vopna- búrsins var svarað: — Snáfið þið burtu! Komið þið með stafina okkar undir eins! Nú hafði mönnum tekizt að róta öllum stöfunum út um gólf vopna- búrsins. Og þar sem gólfrýmið þar inni hrökk ekki til, þá var kastað heilli hestbyrði af þeim inn í kirkj- una. Kirkjugestirnir bogruðust allir yfir hrúgunni, strákar og öldungar, verkamenn og sjómenn, smábændur og gósseigendur jafnvel konur og börn, sem drógust inn • í darraðar- dansinn. Strax og stafur kom í ljós, gripu samtímis eftir honum hendur svo tugum skipti. Stórir hnúðar, út- skorin handföng, gildir silfurhringar og handföng með listrænum bugðum hófust á loft nokkur andartök, en hurfu svo á ný í ólgandi mannhafiö. Svita- og vátnsgufan rauk í strók- um og slagsmálin stóðu fyrir löngu í ljósum löga. Sumir fleýgðú af sér frökkunum. Það hvein og small, eins og þegar þurrt hrís er borið á bál. Enginn mannlegur máttur virtist framar geta stöðvað orustuna. Þá kvað við nýtt óp, æðisgengnara en hið fyrra: — Það hefur verið skipt um stafi. — Þetta eru ekki okkar stafir! Tveir sóknarmenn, sem voru að togast á um staf, litu á hann rétt sem snöggvast. Aðrir hlustuðu ekki einu sinni. Þá kom öskrið, sem gekk í gegnum merg og bein á öllum í kirkjunni:

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.