Alþýðublaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 34

Alþýðublaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 34
M Jólablað Alþýðublacisins ná þeim um borð, o'g tókst. Qkkur því að sleppa. Við héldum beina leið til Vest- mannaeyja; inn fyrif landhelgislín- una og tókum að toga.. Þar fengum við 120 kit af úrvals kola/Svo nærri Eyjunum.vorum við, áS eyjarskeggjar sáu aðíarir okkar úr Iandi og sendu þegar tilkynningu um það í loftskeyti til Reykjavíkur. Sjálfir urðum við þess ekki áskynja, þar eð við höfðum hvörki .sendi- né móttökutæki, enda mundum við og h^ldur ekki hafa skil ið skeytið, sem að sjálfsögðu var á ískmzku. Það vildi okkur til láns, að íslenzkur togaraskipstjóri, góðkunn- ingi okkar, sem var á veiðum skammt frá okkur, heyrði skeytið, lét draga vörpuna inn í skyndi, hraðaði, sér til okkar og aðvaraði Billy. !;;• „Komdu þér fieim sem skjótast, íj Billy!" hropaði s^ipstjórinn í kall'- i hornið. „Eyjarskeggjarnir hafa komið upp um athæfi þitt og sú gamla er á leiðinni hingað!" En Billy var ekki á þeim buxunum að hraða sér á brott. Hann hélt áfram að toga fyrir innan línuna, unz hann sá roykinn frá varðskipinu fjarst við sjónarrönd. Þá fyrst hélt hann til hafs, og þegar við fórum fram hjá varðskipinu, þeytti hann eimblístruna í kveðjuskyni. Við höfðum verið fimm sólarhringa að veiðum og sigldum nú rakleitt til Grimsby með hlaðið skip af verðmætasta fiski, og var all.ur afljnn fenginn á íslandsmiðum. — innan landhelgislínu. í Grimsby seld um við aflann fyrir 2.280 sterlings- pund. ' Skömrrm síðan vorum við enn á íslandsmiðum. Þá skall á okkur of- viðri mikið. Billy var einn þeirra skip stjóra sem sitja meðan sætt er, en.svo fór að okkur varð ekki vært á mið- um vegna veðurofsa og ' ölduróts og Billy afréð að leita skjóls undir suð- urströndinni. Að þessu sinni, reynd- ist hann hafa setið lengur en sætt var. Togarihn strándaði í blindhríð og' ofsaroki nálægt Útskálum' á Garð- skaga. Togarinn, sem Billy var skipstjóri á í það skiptið hét ^Bentor". í tíu klukkustundir samfleytt börðu æðis gengnar holskeflurnar honum við boðana og -skerin við ströndina, og var ekki annað sýnna, en hver stund yrði okkar síðasta. Við skutum upp eldflugum, og þegar öll von.um björg un virtist úti, komum við skipsbátn- um á flot eftir þriggja stunda látlaust strit, en ekki vorum við fyrr komnir um borð ,1 hann en brimrótið bar;hann, já.sker,'ög lagkaðist hattn svO, aíð iínri féll kolblár ofe ískaldur sjór. Nokkra hríð háðum við baráttu upp á líf og dauð'a. Þegar einsýnt virtist, að þcirri baráttu gæti ekki lokið á ann- an hátt en með sigri dauðans, bar.að lítinn íslenzkan vélbát. Áhöfn hans tókst að bjarga okkur öllum og vann þar afreksverk mikið. Pormaðurinn á þessum litla fiskibát var sjógarpur, sem ekki hikaði við að leggja líf sitt og manna sinna í hættu. og sannar- lega var það dirfskubragð mikið að sigla jafn veiku fleyi inn í hafrótið og brimið við skerjagarðinn. Við höfðum að vísu oft átt í erjum við íslenzka sjómenn, en í fárviðri og á hættustund eru allir sjómenn bræð- ur. íslendingarnir höfðu nauman vista forða, en auk þess sem þeir höfðu lagt líf sitt og íley í hættu við að bjarga okkur, skiptu þeir milli okk- ar þessum litlu matarbirgðum, helltu í okkur heitu kaffi, klæddu okkur í sín eigin föt og buðu okkur að hvíl ast í rekkjum sínuni. Sólarhring seinna tókst íslenzku björgunarskipi að draga , Bentor" á flot. Bjoi-gunarskipið tók okkur og um borð úr fiskibátnum og hélt síð an til Reykjavíkur með ,,Bentor" skrúfubrotinn og laskaðan í eftir- dragi. Allt virtist þetta sýna og sanna að mikil væri gæfa Billys Loftus bg okk ar, manna hans.: En eftir því sem við nálguðumst Reykjavík virtist ham- ingjustjarna hins mikla Loftus fara sífellt lækkandi. Sjóliðsforingi á einu þeirra skipa, er önnuðust landhelgis- gæzlu við strendur íslands, bar djúpt ör á höfði eftir högg, sem honum hafði verið veitt með eldskörungi,;'— og þáð vafðskip! la nil í Reykjayípur höfn. » , Níðamyrkur var á, er við sigldum inn höfnina. Sáum við því ógerla hvaða skip það var, sem „Bentor" var síðlagt við. Þegar dagaði, gekk ég upp á þilfar og litaðist um. — Það lá við sjálft'að ég fengi slag . . . Billy lá enn á bálki sínum niðri í skipstjóraklefa. Ég hljóþ ní'ður eins hratt og fætur báru mig, ruddist inn í klefann. þreif í öxl honum og hristi hann, unz hann vaknaði. ,,Billy!" hrópaði ég. ,,Mannst þú eft ir varðskipsforingjanum, sem þú áttir í erjum við ekki alls fyrir löngu?" Billy geispaði. „Æ, þessi sem lagði til orustu við okkur á vólbátsskrifl- inu?" tautaði hann og hugðist sofa lengur. . ' Ég kleip hann í fótlegginn. , Já, — það er hann, sem ég á við!" mælti ég og hristi hann enn. „Hvað gengur á! Hvað varðar okk ur um hann?" urraði Billy og.bjóst til að sparka í mig. Hann svaf alltaf með stígvélin á fótunum. „Okkur varðar auðvitað ekkert um hann!" varð mér að orði um leið og ég vék mér undan sparkinu. ,,Mér kom aðeins til hugar að segja þér að við liggjum súð við súð við skip hans. Annað erindi átti ég ekki." Billy glápti á mig nokkurt ahdar- tak. Síðan vatt hann sér fram úr og kvaðst ætla að skreppa upp á þíjfár og fá úr. þessu skorið. Enn var árla morguns og fáir á ferli svo að hann taldi sig ekki eiga mikið á hættu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.