Alþýðublaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 49

Alþýðublaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 49
/ólablað r/ll'þýð ublabsins ...___—__, Framhald af 31. síðu. Erfingjar menningar vorrar .,Síminn“, svaraði hann“, Hann mun hafa verið bannaður fyrir mörg- um öldum síðan. Til hvers var hann eiginlega notaðivr?“ „Til hvers!“ hrópaði ég. ,,Fyrir at- beina hans gátu menn ræðzt við þótt óraleið lægi á milli þeirra. Við gát- um talað svo að segja við hvern sem var og hvenær sem var!“ „Og hver og einn gat hafið samtal við yður þegar honum bauð svo við að horfa “ varð þeim asbestklædda að orði og nokkurs ótta kenndi í rödd hans. ,,Hræðileg tilhugsun. Þið hafið átt við fjölmargar ógnir að búa. Nei, við bönnuðum símann, utvarpið, öll samgöngutækin. Allt slíkt var í raun- inni óþarft og tilgangslaust orðið. Þér hljótið og að skilja, að heilbrigðri skynsemi manna fleygði fram við all- ar frámfarirnar. Hvaða not voru að járnbrautunum og flugvélunum, svo eitthvert dæmi sé nefnt? Jú, þau samgöngutæki fluttu fjölda fólks milli borga og landa. — en til hvers? Þegar öll vinna var úr sög- unni, alls staðar meira en nóg af fæðu og klæðum, var og auðvitað öll verzl- mi úr sögunni um leið; veðráttan alls staðar eins, — og hvaða erindi átti fólk þá til framandi borga eða landa? Bókstaflega engin. Þvl var það, að ferðalög þekktust ekki lengur. Auk þess“, bætti hann við, og felmtri brá um leið fyrir í augnaráði hans, ,,voru þau stórhættuleg!!1 „Hættuleg", endurtók ég. ,,Hætt- urnar eru þá ekki enn úr sögunni.“ ,.Nei, auðvitað ekki“, svaraði hann. „Við getum eyðilagzt.11 „Eyðilagzt?" ,,Ég ímynda mér, að það sé nokk- urn veginn það sama og þið kölluðuð að deyja“, mælti, sá asbestklæddi. „Dauðinn eins og hann var hefur ekki þekkzt með okkur slðustu ald- irnar. Við sigruðumst einnig á hon- uip að minnsta kosti að vissu leyti, Sjúkdómar og dauði voru blátt áfram afleiðing skemmdarstarfsemi, sem sóttkveikjurnar unnu í líkama manna. Við uppgötvuðum þær hverja á fætur annarri og fundum ráð til að sigrast á þeim, mig minnir að sam tíðarmenn yðar hafi þegar verið bún- ir að uppgötva nokkrar þeirra, sem auðveldast var við að fást“. Ég játti því. „Já, — og svo voruð þið sífellt að glíma við nokkrar tegundir vírusa, en þó án þess að það bæri mikinn árangur. Um sumar tegundir þeirra höfðuð þið hins vegar ekki minnstu hugmynd. Jæja, okkur tókst að finna þá og ráða niðurlögun þeirra. Ein- kennilegt að ykkur skyldi aldrei til hugar koma, að ellin var ekkert ann- að en sjúkdómur, sem ein vírusateg- undin olli. Sá vírus var meira að segja tiltölulega auðfundinn og auð- veldur viðureignar. En sem sagt, — þetta var of augljóst mál til þess að þið skylduð það“. „Þér gefið þá I skyn“, mælti ég næsta nndrandi“, að þ!ið lifið að eilífu?“ ,,Mér þykir mjög hvimleiður þessi ákafi yðar,“ sagði hann. „Það er eins og þér álítið allt mikilsvert einhverra hluta vegna. Já, — við lifum að ei- lífu svo fremi, sem við verðum ekki fyrir einhverju slysi og eyðileggj- umst. Það á sér stað öðru hverju. Ég á við, að við eiguip jafnan á hættu að hrasa um einhverja mishæð eða rekast á eitthvað, og þá getum við hæglega eyðilagzt. Við erum enn dá- lítið brothættir, — ég geri ráð fyrir að það séu leifar af áhrifum ellisýk- ilsins. Ég hlýt að játa, að þess háttar slys voru lengi vel ailtíð með okkur, eða þangað til okkur hugkvæmdist að draga úr slysahættunni með því að banna bæði eimlestir, bifreiðir, flugvélar og önnur slík farartæki. Á- hættan, sem réði á ykkar tímabili, hlýtur að hafa verið geysimikil.“ Hann hryllti við, er hann minntist á áhættuna. „Að vísu!“ svaraði ég, og fann að ég var I rauninni stoltur af samtíð minni, og kom mér það mjög á óvart. ,,Við álítum það aðeins skyldu hraustra og hugrakkra manna, að —“ „Fyrir alla muni forðist alla æs- ingu,“ mælti sá asbestklæddi, auð- heyranlega illa snortinn. ,,Ég skil við hvað þér eigið. Það stríðir í einu og öllu gegn heilbrigðri dómgreind og skynsemi.“ Jóíatrén og sá siður, sem við þau er tengdur, er upphaflega runninn frá Þýzkalandi. Fyrst I stað tíðkuðust hér „jólatré“ gerð úr skafti, sem í voru festar upphallandi, mjóar renglur, vafðar mislitum pappír. Grenitrén komust hér ekki í tízku fyrr en á síðustu áratugum. Enn sátum við og þögðum nokkra stund. Ég virti fyrir mér umhverfið, mosagróin stræti, grasi þaktar rúst- ir. fölva himinsins og hið dapurlega, hljóða stræti. Þarna sá ég árangur sigursins yfir náttúruöflunum, er valdið hafði því, að allt starf og strit, — já, meira að segja sjúkdómar og •dauði, var úr sögunni. — Þúsund ára ríkið hugsaði ég. Ég gat ekld að því gert, að mér þótti þetta allt frámuna- lega vitlaust. Síðan tók ég enn að spyrja. ,,Þekkjast styrjaldir heldur ekki lengur?“ „TJr sögímni fyrir öldum síðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.