Alþýðublaðið - 24.12.1948, Síða 20

Alþýðublaðið - 24.12.1948, Síða 20
20 einkennt öll afskipti hans af þeim og öðrum þjóðþrifamálum. Og það mun hafa verið að mestu leyti fyrir hans atbeina, að boðinn var styrkur, er nam átta þúsund krónum, til handa ungum manni, sem nema vildi flug erlendis. Styrkurinn var bundinn því skilyrði, að námið færi fram í Þýzka landi og á vegum flugfélagsins Luft- hansa, en það var þá stærsta flugfé- lag þar í landi, og hafði Flugfélag íslands 2. við það nokkra samvinnu á sviði flugmála. Ef skilyrði þetta liefði ekki verið sett, mundi Sigurð- ur Jónsson ekki hafa hafið flugnám að sinni, þar eð ungur íslendingur, Eggert Briem að nafni, hafði þá fyrir skömmu lokið fyrri hluta flugprófs og stóð þvf næstur því að hljóta styrkinn, en varð af honum fyrir þá sök, að hann hafði ákveðið að ljúka náminu í Ameríku, og þar við sat. Nokkrir ungir menn urðu til þess áð sækja um styrkinn, og kom þá til kasta forráðamanna flugmálanna, að skera úr um hver hljóta skyldi. Var í því skyni stofnað til eins konar „hæfnisprófs“, er þeir urðu að leysa af hendi, og einnig athugaði læknir þá mjög gaumgæfilega. Að því loknu varð Sigurður fyrir valinu. Hæfnisprófið hefur eflaust verið gott og haft sína þýðingu, en eklci var laust við, að þátttakendum þættu sum atriði þess dálítið kátbrosleg. Éitt var það, að þeir voru látnir draga línur á blað milli ákveðinna punkta, og urðu þeir að draga lín- urnar í samræmi við slög hljómtakt- mælis. Sú þraut mundi þó hafa reynzt leysanleg, ef prófdómendur héfðu ekki torveldað hana með brellu sem flestum þátttakendum kom víst dálítið á óvart. Þegar þá sízt varði kváðu nefnilega við þrjú skamm- byssuskot inni í prófsalnum. Höfðu prófdómendur falið skammbyssurnar að baki sér og hleyptu nú af þeim í því skyni að komast að raun um hvernig þátttakendur tækju „vofveif legum atburðum“. Fyrsta námsstund Sigurðar gekk að óskum. Og í Boblingen lauk hann nokkrum hluta þess náms, sem þarf, til hins svonefnda A-prófs flugmanna, en það próf véitir þeim réttindi til einkaflugs. Einn síns liðs flaug Sig- urður I fyrsta skiptið 6. desember þetta sama ár, en þá hafði hann flogið tæpar tvær klukkustundir alls með leiðsögn kennara. Eftir það stundaði hann námið við fiugskóla Lufthansa í Vurtzburg og lauk þar A-prófinu þann 26. marz 1929. Einn af flugkennurum hans þar hét Ritter von Greim. Það var maðurinn, sem tók við forustu þýzka flughersins um það bil, sem síðustu heimsstyrjöld- inni var að ljúka, en skaut sig, er hann sá að allt var komið í óefni í fyrri heimsstyrjöldinni hafði hann getið sér frægðarorð sem flugmaður, og nefndu blöð bandamanna hann eihn af máttarstólpum nazistaflug- hersins, er þau birtu fregnina u.m sjálfsmorð hans. Að A-prófinu loknu hlaut Sigurður inntöku í atvinnuflugmannaskólann þýzka, — ,,Deutsche Verkehrsflieger- schule“, sem starfræktur var í Warne mtinde. En þegar þangað kom, varð óvænt töf á námi hans. Hann átti að verða sjóflugmaður, en til þess að mega leggja stund á það nám, vafð hann að ljúka námskeiði í sjó- mennsku. Var hann því sendur um borð í skólaskip, kútter, 90 smálesta, frá Neustadt í Holstein. Sigurður var háseti á því skipi um þriggja mánaða skeið, sigldi víða um Eystrasalt og nam ýmis hagnýt sjómannastörf, t. d. að sigla eftir áttavita og öðrum mæli- tækjum, hnýta sjómannshnúta, stanga saman kaðla og fleira. Já, — þar varð Eyrbekkingurinn einnig að nema margvíslegar róðraraðferðir. Og skipið lagði landi frá . . . N S s s s s s s s s s s JólablciS Alþýðublaðsins Þegar sjómennskunáminu lauk tók Sigurður affur til óspilltra málanna við flugnámið. Frá ágústbyrjun sum arið 1929 og þangað til í marz 1930 var hann við flugskólann í Warne- miinde, en þá flutiist hanri að sjófiug- stöð á eynni Sylt, sem sami. flugskóli rak, og fór þar íram lokaþáttur flug- námsins. Á þessu tímabili flaug S.'g- urður með ýmsum, fyrst einkum Heinkelvélum, bæði H. D. 24, sem var með einum hreyfli, 230 hestafla, og síðar H. E. 8, sem hafði 600 ha. hreyfilorku. Að síðustu flaug hann Junkervélum, W. 33 og F. 13, sem tóku 6 farþega og tvo flugmenn. Þann 30 marz 1930 lauk Sigurður síðasta prófflugi sínu. Hafði hann þá lokið því 15000 km. langflugi, sem var skilyrði til prófs, hlotið nauð- synlega æfingu í flugstjórn á slíku flugi og lendingum við mismunandi skilyrði. Alls haíði hann þá lokið 210 flugklukkustundum. Að loknu prófi var honum veitt þýzkt skírteini, er heimilaði honum stjórn farþegaflug- véla, allt að 3,5 smálesta, og ber skírteinið tölusetninguna 2530. Að prófinu loknu bauð skólastjór- inn, v. Gronau, Sigurði ókeypis kennslu til ríkisprófsins svonefnda í listflugi, og tók Sigurður því góða boði fegins hendi. Til flugsins var notuð Flamingovél, U. 12 a, en Udet, þýzki fluggarpurinn heimsfrægi hafði ráðið gerð þeirrar vélartegundar. Þess vegna var einkennisstafurinn ,,U“. Sigurður lauk prófinu við góð- an orðstír. v. Gronau, • skólastjórinn, varð Reykvíkingum nokkuð kunnur síðar. Hann flaug þá yfir Atlantshaf til Ameríku; fór að öllu með gætni, flaug t. d. eitt sumarið frá Þýzka- landi til Færeyja og til baka aftur; næsta sumarið frá Þýzkalandi til Reykjavíkur og til baka, — og þriðja sumarið frá Þýzkalandi til Ameríku. Til flugsins notaði hann Dornier- Wahl flugbát þann, sem frægur var fyrir það, að Amundsen gamli notaði hann við hina misheppnuðu heim- skautsflugstilraun sína. v. Gronau var á sinni tíð framarlega í hópi þeirra fluggarpa, er þá voru beztir taldir. Nú hafði Sigurður lokið námi og hélt tafarlaust heim og tók við stjórn á „Veiðibjöllunni“, Junker F 13. Fyrsta flug sitt hér á landi með far- þega fór hann til Þingvalla, er al-

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.