Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 7
JÓLAHELGIN 7 menn. En til þess að geta greint tón- inn í orðinu „tollheimtumaður11, þarf að snúa því í „hernámsgróðamaður“ eða eitthvað því líkt. Jesús lét heldur ekkert aftra sér, er rómverski hundraðshöfðinginn gerði honum orð og bað hann að lækna svein sinn. Hver veit nema þessi sami rómverski hundraðshöfðingi hafi tekið þátt í að negla Gyðinga á kross. Það var aðeins tvennt, sem þessi maður bar skynbragð á, að skipa fvr- ir og hlýða fyrirskipunum. Hann var maður harður og einstrengingslegur: „Segi ég við þennan: Far þú, og hann fer, og við annan: Kom þú, og' hann kemur ...“ Jesús lét sér ein- faldan hugsunarhátt han? lynda og læknaði sveininn. Innreið Jesú í Jerúsalem varð næsta hátíðleg og mikilfengleg. Menn flykktust um spámanninn, er hann kom ríðandi á asnanum. Vera má, að hyllingin hafi á vissan hátt verið kröfuganga gegn Rómverjum. Slíkt ber að minnsta kosti við. „Og pokkrir faríséar í mannfjöld- anum sögðu við hann: Hasta þú á lærisveina þína. En hann svaraði og sagði: Ég segi yður, að ef. þessir þegðu, mundu steinarnir hrópa.“ Hann fór svo fyrst inn í forgarð musterisins. Þar voru kaupmangarar í hópum, eins og raunar er títt fram- an við musteri í Austurlöndum. Þetta særði hann mjög. Hann krafðist þess, að friður ríkti við musterið eins og heima í smáborgum sveitanna eg lét ekki þar við sitja. Hann hratt um borðum víxlaranna, svo að pening- arnir skoppuðu um á jörðinni, og velti stólum dúfnasalanna um koll. „Ritað er“, segir hann í réttlátri reiði. „Hús mitt á að nefnast bæna- hús, en þið hafði gert það að ræn- ingjabæli.11 Síaukinn stígandi er upp frá þessu í sögu Jesú. Hanri verður hvassyrt- ari í deilum, og stundum bregður fyrir hinum bitrustu andstæðum. Lúkas, sem menntaðastur var guðspjallamannanna, segir svo: „En í áheyrn alls lýðsins sagði hann við lærisveina sína: Varið yð- ur á fræðimönnunum, sem gjarnt er að ganga í síðskikkjum og hafa mætur á að iáta heilsa sér á torgun- um og í efstu sætum í samkundun- um og helztu sætum í veizlunum. Þeir eta upp heimili ekknanna og flytja langar bænir að yfirskini. Þeir munu fá því þyngri dóm.“ „En er hann leit upp, sá hann auð- menn vera að leggja gjafir sínar í fjárhirzluna. Og hann sá ekkju eina fátæka, er lagði í hana tvo smápen- inga. Og hann sagði: Sannlega segi ég yður. Þessi fátæka ekkja lagði meira en allir hinir, því að þessir hafa allit1 lagt fram til gjafanna af nægtum sínum, en hún lagði af skorti sínum alla þá björg, sem hún átti.“ Þessum andstæðum er stillt hvorri gegn annarri af mikilli djörfung. Er Jesús var næstu daga á eftir á ferli um forgarð musterisins, var hann ailtaf höfuðsetinn af flugu- mönnum, sem reyndu að koma hon- um í ógöngur. Einu sinni bar svo við, að æðstu prestarnir, fræðimenn- irnir og .öldungarnir spurðu hann beinlínis: „Seg þú oss, hvaða vald hefur þú til að gjöra þetta, eða hver hefur gefið þér þetta vald?“ „Og þeir höfðu gætur á honum og sendu út njósnarménn, er láta skyldu sem þeir væru réttlátir, til þess að þeir gætu haft á orðum hans og selt hann í hendur yfirvöldunum og á vaid landstjórans. Og' þeir spurðu hann ög mæltu: Vér vitum, meistari, að þú segir og kennir svo sem rétt er og gjörir þér engan mannamun, heldur kennir þú guðs veg í sannleika. Leyfist oss að gjalda keisaranum skatt eða ekki? En hann mei’kti flærð þeii'ra og sagði við þá: Sýnið mér denar. Hvers mynd og yf- iskrift hefur hann? En þeir sögðu: Keisarans. En hann sagði við þá: Gjaldið þá keiáaranum það, sem keisarans er, og guði það, sem guðs er. Og þeir gátu ekki haft neitt af oi-ðum hans í viðurvist lýðsins, og þeir undruðust svar hans og þögðu.“ Hann kunni þá list að snúa menn út af laginu með því að svara með spurningu og svara árásum með því að sneiða að árásai'mönnunum. En á stundum vék hann í svari sínu að meginkjarna kenninga sinna. ,,Þá kom einn af fræðimönnunum, er hafði hlýtt á orðaskipti þeirra; skildist honurn, að Jesús hefði svar- að þeim vel, og spurði hann: Hvert boðorð .er fyrst allra? Jesúx svaraði: Heyr ísrael! Drottinn, guð vor, hann einn er drottinn. Og þú skalt elska drottin guð þinn af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum huga þínum og af öllum mætti þín- um. Annað er þetta: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ekkert annað boðorð er þessura meira.“ Einhvérju sinni, er andstæðingar hans settust að honum, sagði hann dæmisögu — hina frábærustu af öll- um dæmisögum, sem harla minnis- stæð hlýtur að verða hverjum þeim, sem einu sinni les hana: „En hvað virðist yður? Maður nokkur átti tvo sonu. Og' hann gekk til hins fyrri og sagði: Sonur, far þú, vinn í dag í víngarðinum. En hann svaraði og sagði: Kei, ég vil ekki, en eftir á sá hann sig um hönd og fór. Þá gekk hann til hins síðari og mælti á sömu leið'. En hann svaraði og sagði: Já, herra, en fór hvergi. Hvor þeirra tveggja gjörði vilia föð- urins. Þeir segja: Hinn fyrri. Jesús segir við þá: Sannlega segi óg yður: Tollheimtumenn og skækjur munu ganga á undan yður inn í guðsríkið.“ Stundum kom líka fyrir, að hann talaði fullum hálsi og jós ókvæðis- orðum yfir faríseana. Til er engin biturri ræða en í’æðan um fræði- mennina og faríseana í Mattheusar- guðspjalli. Árásir hinna fyrstu jafn- aðai-manna á kapítalist.a standast engan samjöfnuð við niðurlægingar- orð Jesú um þá. Hver setning er sem glóandi járn. „Og þeir binda þungar byrðar og lítt bærar og leggja mönnum þær á hei’ðar, en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær með fingri sínum. En öll sín vei’k gera þeir til þess að sýnast fyrir mönnum. ... Véi yður, þér fræðimenn og farísear. Þér hræsn' arar! Þér lokið himnaríki fyrir mönnunum, því að þér gangið þar eigi inn. ... Þér hræsnarar! Þér far- ið um láð og lög til þess að ávinna einn trúskipting, og þegar hann er orðinn það, gerið þér hann að hálfu verra vítisbarni en þér sjálfir eruð. ... Þér líkist kölkuðum gröfum, sem að utan líta fagurlega út, en eru að innan fullar af dauði’a manna bein- um og hvers konar óhreinindum. ..“ Þessi ræða hlýtur að hafa liitt sem hnefahögg í andlit þeim faríseum, sem fram hjá gengu. Þeim fór nú daglega fjölgandi, sem söfnuðust saman til að hlýða á orð hans. Hver er hann? — spurðu menn á götunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.