Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 21
JÓLAHELGIN 21 s Sagá frá Bayern eftir Sybille Binder. ! JÓLAGÆSIN ATBURÐIRNIR, sem þessi saga greinir frá, eru ekki neinn uppspuni. heldur gerðust þeir.í ra'iin og' veru í Fremdlingen í Suður-Bayern á síð- ast liðnum jólum. Fremdlingen er lít- ill bær, — það er að segja, þeir, sem þar búa, kalla það bæ. aðrir kalja þar aðeins þorp. — Gettu hvað ég er með í pokan- um, sagði húsbóndinn og lagði stóra bakpokann sinn gætilega frá sér á eldhúsborðið. Konan hans leit á Iiann og augnatillit hennar var þrungið aðdáun og traus.ti. Hún hafði verið eiginkona hans í eitt ái', og hún var þess fullviss, að allt, sem liann hafðist að, væri harla gott. — Egg, mælti hún, og það var eft- irvæntingarhreimur í rödd hennar. Iiann dró tjöldin fyrir eldhúsglugg- ann, en konan rak upp lágt óp, því að bakpokinn gei'ði sér hægt um vik og veiti sér fram af borðinu. — Þey, þey, sagði maðurinn, — ætlarðu að koma okkur í vandræði, kona? Hann kraup á kné við pokann og opnaði hann. Gæs, hvít og feit gæs með gráa kollhettu og rautt nef, bi'ölti upp úr pokanum og vaggaði út á gólfið. Honk-honk-honk, sagði hún, honk-honk. — Uss-uss, sagði maðurinn, — reyndu að þegja. En gæsin var svo kát og glöð af því að vera laus úr þröngum og myrkum pokanum, að hún gat ekki mcð neinu móti haldið sér saman. Konan klappaði saman lófunum. — Hvar náðir þú í þessa gæs, Franz? . spurði hún fagnandi. — Það má ég ekki segja, mælti liann og kýmdi við. — En'.falleg er hún, það verður þú að viðurkenna. í —Hvað gafstu fyrir hana? hvísl-. áði konan. — Það var svartamarkaðsvei'ð, " auðvilað, svaraði liann, — og við 1 verðum að spara við okkur ýmislegt •• fyrst i stað. En það eru ekki jól nema • einu sinni á ári. . — Fyrstu jólin okkar, sagði hún með blíðu og kyssti liann. — Það hjólaði lögregluþjónn fram á mig á leiðinni, sagði maðurinn og hló viö. — Ég vissi ekki hvað ég átti til bragðs að taká, en hann Var að flýta sér og veitti mér enga athygli. Og' nágranni okkar stóð úti við garðshliðið. Kartöflur? spurði hann. Já, kartöflur, svaraði ég, það er ekki gaman að guðspjöllunum, ég fékk ekki neipa sex kílógrömm, og hafði þó mikið fyrir því. Já, ég sagði kart- öflur, en það voru sex kíló af lifandi gæsakjöti í pokanum, kona. Og hann leit á konu sína, stoltur og sigri hrós- andi. -— Þetta verður sannkallaður há- tíðarmatur, mælti konan. — Steikt gæs, troðin eplum, • sykurbrúnaðar kartöflur og rauðkál. Og gæsakjötið endist okkur í marga daga. Það er hægt að treina sér heila gæs ótrúlega lengi. » -— Eða lifrin, hrópaði maðurinn. — Hún rennur á tungu manns. — Já, og steikt gæsarinnyfli með lauk, og svo tekur maður afganginn af steikinni og býr til kjötsnúða, og ílotið af heilli gæs vegur að minnsta kosti eitt kíló, bætti konan við. ----Og steikin er meyr í röndina, og' ekkert er' ljúffengai'a en litlir steikarskorpubitar, ef maður étur þá brennheita með söltu brauði eða steiktum kartöflum. Og þegar mað- ur tyggur þá, lekur feitin út úr munnvikunum á manni og niður alla höku. ... Þegar mér verður hugsað til þess, fyllist munnurinn af vatni. Hann starði á gæsina. — Já, það ligg- ur við að ég verði óður, þegar ég hugsa um þetta; ég hef ekki fyrr íundið hve hungraður ég er. Satt að segja var ég búinn að gleyma því, að slíkt lostæti íyrirfyndist. Hann tróð þurrkuðum rósablöðum í pípuna sína og kveikti í. — Að síðustu, mæiti konan, sgm bæði var sparsöm og ýel áð sér í öllu, sem við kom matargerð, — hr’einsár maður upp það, sem eftir verður af floti á fatinu, og lætur það í krukku. Ekkert cr jafn óbrigðult lækninga- ráð við ofkælingu og að bera gæsa- flot á brjóstið. — Eða þá fiðrið, hrópaði maður- inn. — Fiður af heilli gæs hlýtijr að nægja í svæfil. Okkur veitir heldur ekki af, svæfillinn okkar er ekki orð- inn mikils virði. Hann hló. -—Þegar maður hefur keypt. gæs, ságði hann, — getur niaður tékið .lífinu rólega. Hún uppfyllir aliar ’þarfir hianns. En nú kom konunni skyndilega svo skelfilegt í hug, að svipur henn- ar varð þrunginn ugg og kvíða. — En Franz, stundi hún, — við verðum að drepa gæsina fyrst. — Þarna komstu með það, svaraði maðurinn, — ekki datt mér þetta í hug. — Það er verk, sem þú verður aö sjá um, varð konunni að orði. — Háls gæsanna er furðulega sterkur, skal ég segja þér. Ég hafði það fyrir venju, þegar ég var krakki, að fela mig einhvers staðar, þegar veriö var að höggva hænsnakjúklingana. Ég þoli eklti að sjá þá flögra um haus lausa. Ekki gæti ég aflífað gæsini, hvað sem í boði væri. — Ég hef aldrei banað nokkurri skepnu, svaraði maðurinn. — Og þessi gæs er svo stór, að það þýðir víst ekki minnstu vitund að reyna að komast að samningum við harja, hvað þetta snertir. Honum varð litið á gæsina, sem stóð hin hróðugasta á eldhúsgólf- inu, og um leið varð honum hugsað til allra þeirra bragðljúfu rétta, sem gera mátti úr skrokki hennar. •— Nú veit ég ráð, sem dugar, mælti maðurinn og var hinn hreykn- asti. — Við getum banað henni með sterku svefnlyfi. Það hlýtur að vera eitthvað til af því, síðan hún frænka okkar blessunin dvaldist hér stíðast. Hann hljóp inn í svefnherbergið, kom að vörmu spori aftur og hélt á fjórum svefnlyfstöflum í lófa sínum. -— Sjáðu nú til, niælti hann sigri hrósandi við konu sína. — Þetta hlýtur að vera nógu sterkur skammtur til þess að drepa cina gæs. Konan hans starði á Iiann aðdáun- araugum. Það þurfti mcíra en smá- vandræði til þess að koma slíkum manni í bobba. Ævinlega skyldi hann kunna einhver ráð, Hann leysti svefnlyfstÖflurnar upp í vatni, opnaði síðan gogginn á gæsinni og hellti öllu vatninu ofan i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.