Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 12
12 JÓLAHELGI'N og Sigurður FLESTIR ÍSLÉNDINGAR kann- ast við ritdóm Jónasar Hallgrimsíon- ar í þriðja áx'gangi Fjölnis um Tistransrímur Sigurðar Breiðfjörðs. Ýmsir vita. að ritdómurinn var þátt- ur í deilu rnikilli iim rímnakveðskap, sern háð var a-C liinu mesta kapþi á fjórða tug þessarar aldar, Aðalmenn þeirrar deilu voru Sigurður Bretð- fjörð, rnesta rímnaskáld þjóðarinn- ar annars vegar, og Jórias Hallgrím ••• son, skáld hins nýja tungútáks og nýja tíma hins vegar. Þætti þeim, sem hér birtist, er það hlutverk ætl- að, að rekja deilur Sigurðar Breið- fjörðs og Fjölnismanna, eins ljós- lega og frá þeim verður sagt eftir þeim gögnum, sem nú eru tií. Á hinn bóginn er það ekki ætlunin, að vega og meta málsástæður, né leggja dóm á réttmæti þeirra kenninga, sem deiluaðilar héldu fram. Sá er lieldur ekki tilgangurinn með þættinum, að gera grein fyrir áhrifum þessarar deilu á íslenzkar bókmenntir, né kanna það, hvort hún kann að hafa haft áhrif á skáldin tvö, sem ieiddu þarna saman hesta sína. Hér verður aðeins reynt að segja beint ogbrota- laust frá tíðindum, ef verða mætti að lesendur hefðu þar af nokkra skemmtun. NÝHENDAN. Tistransrímur Sigurðar Breiðfjörðs voru prentaðar í Kaupmannahöfn ár- ið 1831. Útgefendur rímnanna voru, eins og í formála stendur: „Teitur Finnbogason, dýralæknir, Ilalldór Þórðarson, gjörtlari og Helgi Ilelga- son, bókþrykkjarasveinn.“ I rímum þessum (XIII. rímu) hafði Sigurður tekið upp nýjan bragarhátt, er hann kallaði nýhendu, og þóttist heldur af. Segir svo í mansöng þrettándu rímu: Því ég sjálfur þann tilbjó, þennan kenna engir slaginn, nýhendu má nefna þó nokkuð þroldcalega braginn. Bið ég hvern, sem brag minn við beita leitazt kvæða hljóðum, E f t i r Gils Giiðm uiidsson. Éniðugmæltan leggja lið, svo líka píkum mætti rjóðum. Jónas Hallgrífnsson stældi ný- hendurp í skopi, og er haft éftir Páli Melsteð, að Jónas hafi kveðið , stælinguna við Sigurð ,,ti 1 að stríða honum og sýna, að einungis þyrfti að bæta tveim atkvæðum við jöfnu orðin í ferskeytlu. Þegar Sigurður kom ut frá þessu tali, mætti Páll Melsteð honum í dyrunum, og var Sigurður þá að íauta fyrir munni sér: „Mikíll skrattans maður er þessi Jónas.“ —Vísa Jónasar er svona: Er haiin að syngja enn sem fyr, arnar-vélið sá hann — attan: ,,klingling“ hringja kleprarnir við karlinn hélugráan — skrattann. Sveinbjörn Sigurjónsson magister hefur á það bent í inngangsiátgerð sinni að þriðju útgáfu Númarxmna (Reykjavík 1937), að langsennilegast sé, að þessi viðskipti skáldanna hafi átt sér stað á Gai-ði í Kaupmanna- höfn 1834, þá er Sigurður var ný- kominn frá Grænlandi. Það haust urðu þeir sambýlismenn á Garði, Jónas Hallgrímsson og Páll Melsteð. Er því líklegt, að eitthvað hafi kast- azt í kekki milli Breiðfjörðs og Jón- asar áður en Fjölnir kom út, þótt fátt verði nú um það vitað. SIGURÐUR YRKIR UM FJÖLNI. Eins og kunnugt er, hóf Fjölnir göngu sína árið 1835. Þegar í fyrsta árgangi andaði köldu til rímnakveð- skaparins, þótt ekki væri honum að því sinni beinlínis sagt stríð á hendur. í þýddri grein, er nefndist „Athugasemdir um íslendinga, eink- um í trúarefnum“, og var eftir danskan guðfræðikandidat, Lúðvík Chr. Múiler, er farið miklum lofs- yrðum uro íslenzka alþýðumennt- un og þekkingu íslendinga í ýmsum vísindagreinum, einkum sagnfræði. Síðan segir: „Það sem er sjaldgæfast á íslandi er fegurðartil- finning pg skáldan^i. Vísur þeirraeru dýrt kveðnar, og með mikilli kunn- áttu, en Öldungis andalausar..“ Hér hefur þýðandinn gert eftirfarandi athugásémd neðanmáls: „Vera kann. að.meira .sé hæft í þessu' en skyldi. En þegar höfundurinn segir, áð. vís- ur íslendinga séu ‘ öldungis anda- lausar, þá hefur hann líklega haft í hug’a sumt af kvæðunum í : Skírni, eða þá einhyerjar rímur“. Um þessar mundir dvaldist Sig- urður Breiðfjprð á Grímsstöðum í Breiðavíkui-hreppi á Snæfellsnesi, hjá Kristínu Iljugadóttur, er hann gekk nokkru síðar að eiga, eins. og alkunnugt er. Fjölnir barst hingað til lands um haustið (1835), og hefur Sigurður brátt komizt yfir eintak af honúm. Ritið vakti þegar ugg og gremju mai-grá, einkum hinnar eldri kynslóðar. Það flutti ný líisviðhorf og nýtt mat á ýmsu i háttum og menningu þjóðarinnar. Sumar skoð- anir Fjölnis og strangir dómar lians eggjuðu menn til andstöðu, enda varð ritið víða lítt þokkað, eins og mörg dæmi sanna, þótt ekki sé þess kostur að rekja það hér. Sigurður tók sér þegar stöðu í flokki andstæðinga Fjölnis. Má geta sér þess itl, að nokkru hafi þar nm ráðið hin niðrandi ummæli Fjölnis um rímurnar, og ef til vill gamlar væringar við Jónas Hallgrímsson. Þó má telja líklegt, að rétt sé sú tilgáta Sveinbjarnar Sigurjónssonar' (sbr. inngang að þriðj'u útgáfu Núma rímna, Reykjavík 1937, bls. LIII), að umhverfi Sigurðar hafi átt mestan þátt í því, að æsa hann gegn Fjölnb Stutta bæjarleið frá Grímsstöðum var amtmannssetrið Arnarstapi. Þar sat þá Bjarni amtmaður Thorsteins- son, faðir Steingríms skálds, gáf- aður maður og mikilhæfur, en íhalds- samur í landsmálaskoðunum. Vafa- laust hefur Sigurður verið tíður gest- ur á heimili hans, og má geta nærri hvort Fjölnir hefur ekki borið á góraa. Mun Bjarna amtmanni lítt hafa getizt að ýmsum nýjungum ritsins og þótt ærið hvatskeytslegir margir dómar þess. Það flútti einn- ig nokkrar athugasemdir við bækl-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.