Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 27
JÖLÁHÉLGIN
27
VAR HANN 60LDROITUR?
FRÁSÖGUÞÁTTUR EFTIR BENJAMÍN SIGVALDASON.
Á FYRSTU TUGUM SÍÐUSTU
ALDAR bjó lengi bóndi sá í Ærlækj-
arseli í Öxarfirði, er Guðmundur hét
og var Árnason. Hann þótti merkis-
maður. Hann átti nokkur mannvæn-
leg börn og svo tók hann fósturson,
sem hann ól upp að mestu eða öllu
leyti. Þessi fóstursonur hans þét
Þorvaldur og var sonur Hákonar
Þorsteinssonar, bónda á Grjótnesi,
er drukknaði með undarlegum hætti
22. febr. 1824, ásamt Þorsteini syni
sínum. Þorvaldur var fæddiir 20.
febr. 1809. Hann þótti mikið manns-
efni.
Um þessar mundir bjó á Staðar-
lóni í sömu sveit Þorsteinn bróðir
Skíða-Gunnars, en þeir voru, sem
kunnugt er, synir sr. Þorsteins Jóns-
sonar að Skinnastað. Þorsteinn í
Staðarlóni átti dóttur þá, er Þóra
hét. Hún er talin að hafa verið stór-
gáfuð, en ekki fríð að sama skapi.
Þegar hún var orðin 28 ára var hún
ennþá ógift heima í föðurgarði. Þá
bað hennar Þorvaldur Hákonarson í
Ærlækjarseli, þó eigi væri hann
nema tvítugur. Þessi ráðahagur var
samþykktur af aðstandendum og var
brúðkaup þeirra ákveðið 2. nóv.
1829. En réttum átta dögum áður en
brúðkaupíð skyldi standa, eða nánar
tiltekið 25. okt., fæddi vinnukona í
Ærlækjarseli sveinbarn og kenndi
Þorvaldi. Þetta þótti óskaplegt
hneyksli. Samkvæmt þeirrar tíðar
venju þótti ekki annað viðunandi en
að öllu væri lokið á milli þeirra Þóru
og Þorvaldar. Um þetta voru allir
sammála, nema Þóra ein. Hún hélt
að maðurinn væri jafngóður fyrir
því, þótt hann eignaðist einn lausa-
leikskrakka, og varð skoðun hennar
ekki haggað. Brúðkaupið var svo
haldið eins og til stóð — og ekkert
hefði í skorizt. Vorið eftir (1830)
fóru þau ungu hjónín að búa á Núpi
í sömu sveit, og tóku þau drenginn
til sín og ólst hann upp hjá þeim.
Hann hét Friðrik.
Þorvaldur bjó á Núpi í 14 ár, en
hraktist þá þaðan vegna drauga-
gangs, og var þar að verki hinn a,l-
kunni ,,Núpsdraugur“, sem að
minnsta kosti þrír rithöfundar hafa
skrifað um. Þorvaldur hafði jarða-
skipti við bóndann í Klifshaga og
bjó þar éftir það, og var Friðrik son-
ur hans hjá honum þar til hann
kvæntist 15. okt. 1856. Eftir það bjó
hann á ýmsum stöðum, bæði í Öxar-
firði og víðar.
* * *
Friðrik Þorvaldsson þekkti ég í
æsku minni, og var hann elzti mað-
urinn, er ég hafði kynni af. Því skal
hér nokkuð frá honum sag't, og er
það tekið úr „Endurminningum“
mínum, er ég' skrifaði fvrir nálega
tuttugu árum og fer það hér á eftir:
Hinn 30. ág. þetta sumar (1912)
andaðist að Skógum í Öxarfirði al-
bekktur maður í héraðinu, Friðrik
Þorvaldsson að nafni, nálega áttatíu
og þriggja ára að aldri. Á seinni ár-
um sínum gekk hann alltaf undir
nafninu „Gamli-Friðrik“. Hann var
frekar greindur karl, en afar sér-
kennilegur og fornlegur í öllum
háttum sínum. Síðustu missirin var
hann lengst af einsetumaður á
Ferjubakka í Öxarfirði og vildi sem
minnst hafa saman við aðra ménn
að sælda. Öllum börnum og ungling-
um stóð mikill stuggur af honurn,
enda hafði hann það til, að vera
brögðóttur við unglinga, og hafði
gaman af að hræða þó. Hann hafði
líka alla, sína daga fengið orð fyrir að
vera hrekkjóttur og kom það fram í
ýmsum myndum. Umtalsillur þótti
hann og ertigjarn og kom hann sér
því frekar illa, þar sem hann dvaldist
En vænn þótti hann vinum sínum
og traustur, ef því var að skipta.
Hann fór ætíð vel með þœr skepnur,
sem hann hafði undir höndum, eink-
um ef hann átti þær sjálfur, enda
munu skepnur hans jaínan hafa gert
gott gagn. Hann komst því ætíð vel
af, sem kallað er, og átti jat'nvel
nokkur efni. Þó bjó hann dldrei
lengi á sama stað, heldur var hann
á sífelldum hrakningi á meðan hann
var við búskap. Það var afar fágætt
að slíkum mönnum búnaðist vel.
Það, sem olli því, að börnum og
unglingum stóð svo mikill stuggur
af karli þessum, var ekki einungis
það, hvað hann var fornlegur í hátt-
um og hrekkjóttur, heldur miklu
fremur það, að eldra fólkið fræddi
okkur á því, að hann hefði staðið í
einhverjum tengslum við „Núps-
drauginn“, þegar hann var ungling-
ur á Núpi. Var það nóg' til þess, að
hann var í augum okkar hreinn
undramaður. Ég varð þess einnig
var, að margir voru sannfærðir um,
að hann væri göldróttur, og vakti
það hvarvetna geig nokkurn, þar
sem trúin á galdramenn var fjarri
því að vera útdauð á þeim árum.
Friðrik var aðeins á fimmtánda
ári, sem fyrr segir, þegar „Núps-
draugurinn“ flæmdi föður hans og
allt héimilisfólkið burt af heim.ilinu
seinni part vetrar árið 1844. Sarnt
sem áður myndaðist sú skoðun hjá
almenningi. að hann væri eitthvað
við'þettá riðinn. Mun það hafa stafað
af því, að hann var að upplagi hálf-
gerður óknyttastrákur. Og svo var
hann alla sína daga mjög hrekkjótt-
ur og jafnframt dálítið öðruvísi en
annað fólk, og var því álitið, að hann
stæði í einhverju dularfullu sam-
bandi við atburði þessa, eða jafnvel
verið valdur að þessum ægilega
draugagangi. En vitanlega náði þessi
trú ekki nokkurri átt. Það eru til svo
glöggar sagnir af þessum dauga-
gangi, að nú á tímum lætur enginn
sér til hugar koma, að noltkur mann-
legur máttur hafi getað valdið þeim
ósköpum, sem þar gengu á. Og svo
var Friðrik gamli allt of eigingjarn
og fjölskyldukær til þess, að honum
hefði nokkru sinni komið til hugar
að vera valdur að því, að faðir hans
þyrfti að hrekjast frá Núpi. Hann
hafði mætur á föður sínum og virti
stjúpmóður sína mikils. En það, sem
tekur þó af öll tvímæli í þessu máli
er það, að draugagangurinn hélt á-
fram um nokkurt skeið eftir að öll
fjölskyldan var flúin á burt og aðrir
menn komnir á bæinn.
En þrátt fyrir það, þótt Friðrik
gamli verði algerlega sýknaður í
þessu draúgsmáli, þá er þó f jarri mér
að fullyrða, að allt hafi verið með
felldu með hann, því með aldri og