Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 43

Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 43
JÓLAHELGIN 43 I. FRÁ FERROMET. Saumur, skrúfur, boltar, rær. Gaddavír, vírnet, sléttur vír, rafsuðuvír, steypustyrktarjúrn. Vatnsleiðslurör, fittings. Járn- og stálplötur, smíðajárn og margt fleira. II. FRÁ KOVO. Raflagningaefni, lampar, ljósakrónur, rafmagnsheimilisvélar og margt fleira. III. FRÁ OMNIPOL. Baðker, vaskar og önnur hreinlætistæki, hurða- og gluggajárn, búsáhöld og margt fleira. R. Jóhannesson h.f. Lækjargötu 2.— Reykjavík. — Sími 7181. ♦-----—------------------—‘-----------------------——J------:-♦ leysum, bögumælum, dönskuslett- um, bortittum, klaufalegum orðatil- tækjum, smekkleysum og öðrum þess háttar smámunum11. Er dómur þessi mjög í sama anda og domur Jónasar um Tistransrímur, og dregur auð- sjáanléga dám af honum. Ljóðabók Jónasar bcr þess og glöggt vitni, að hann skopaðist stund- um að rímnakveðskap Breiðfjörðs með því að stæla rímur hans. Eru þær skopstælingar sennilega allar yngri en dómurinn um Tistransrím- ur. — Ein skopstselingin er á þessa leið: Vona’ eg dúna dreka lín á Dáins fleyi náms um haf yið guU-húna hengi fín hýru-þvegið náðar-traf. Önnur er svona: Fagurljósa lokka safni, litla Rósa! þínu hrósa hafna-nafni helt mun kjósa. Móinsbóla morgunsólu mærð að góla tel ég ólag eftir jól og utan tóla. Við orðið „hafna-nafni“ hefur Jónas sett þessa athugasemd neðan- máls: „ „Hafna-nafnt er sjálfkenning, eins og séra Eiríkur heitinn x Vogs- ósum mundi hafa búið hana til, og þýðir einhvern fjörð, svo sem Breið- fjörð, Hestfjörð, Skötufjörð, Fá- skrúðsfjörð, Arnarfjörð o. s. frv. — Eins vel hefði mátt standa hrafna- jafni — „kramsi“ (samanber Tistr. R.). Svona má sjá, hvernig skáldin geta velt orðunum fyrir sér.“ Við lok síðara erindis hefur Jónas sett þessa athugasemd: „Ég bið forláts! Þetta erindi er svo gott sem stolið allt úr eldri man- söngvum.“ Sigurður Breiðfjörð gleymdi held- ur ekki Fjölni. Hann minnist hans stundum í mansöngvum rímna sinna, og ævinlega á hinn sama veg (Sjá t. a. m. áttunda mansöng rímna af Valdimar og Sveini og víðar). NIÐURLAGSORÐ, Fyrr í grein þessari hefur verið vitnað til ummæla Sveinbjarnar Sig- urjónssonar magisters í hinni ágætu grein hans um Sigurð Breiðfjörð framan við þriðju útgáfu Núma- rímna. Vil ég ljúka þessum samtín- ingi með tilvitnun! í hina sömú rit- gerð: „Fjarri fór því, að Sigurður stæði uppi einn og yfirgefinn í deilunum við Fjölni. Bókmenntagagnrýni Fjölnis, einkum hinn svæsni ritdóm- ur Jónasar um Tistransrímur, vakti talsvert rót í hugum manna, eins og Jónas hafði ætlazt til. Má víða finna undiröldur þess róts, þar sem minnzt er á rímur, og það langt út yfir daga Sigurðar. Rímurnar urðu tilfinninga- og hitamál, sem deilt var um í ræðu og riti. Unga kynslóðin og mennta- menn hennar hölluðust á sveif með Fjölni, alþýðan og hinir eldri mennta- menn með Sigurði. Óvinsældir Fjölnis jukust í bili og níðkveðling- um rigndi yfir hann úr öllum áttum. Ritdómurinn var um skeið ef til vill hættulegri Fjölni en Sigurði, enda stóðu rímurnar svo föstum fótum í bókmenntum þjóðarinnar, að þær héldu velli öldina út, þótt smekkur Fjölnísmanna gagnsýrði annars menntalíf hennar á flestum sviðum." -----------♦----------

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.