Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 29

Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 29
29 JÓLAHELGIN G6RD RflRiESINS Verzlun Valdimars Long, Ilafnarfirði. Bækur Ritföng Pappírsvörur Leikföng Viðtæki Leðurvörur Saumavélar Myndavélar Filmur Brunatryggingar Líftryggingar Sjóvátryggingar Happdrætti Fræ og blómasala hjá Valdimar Long9 StrandgÖtu 38. — Símar 9288 og 9289. árum kom ýmislegt fram, sem ein- mitt benti til þess, að hann hafi kunnað eitthvað fyrir sér. Heyrði ég ýmsar sögur í æsku minni, er bein- línis áttu að sanna þetta. Voru sögur þessar einkum um viðskipti hans við mótbýlismenn og nágranna,.þar sem hann bar ávallt sigur úr býtum og þótti ekki einleikið. Ef, hanp hat'ði einhver óþægindi af ágangi búpén- ings annarra, þá vildi þeim búpen- ingi verða nokkuð slysahætt, án þess að sýnilegt væri að hann kæmi þnr nokkuð nærri. Þá var álitið, að hann beitti göldrum eða einhverjum ó- þekktum áhrifamætti. Enda þótt sögur þessar væru að ýmsu leyti merkilegar, þá verður það þó að teljast ennþá furðulegra, að svo virðist sem hann hafi getað beitt þessum mætti sínum eftir að hann var dauður, þótt það sé ofar mannlegum skilningi. Og nú vill svo einkennilega til, að enda þótt ég þekkti karlinn vel í lifanda lífi, þá hófust viðskipti okkar fyrir alvöru ekki fyrr en eftir að liann var dauð- ur, og skal nú lítils háttar frá þeirp sagt. Þegar „gamli Friðrik" -andaðist, átti hann nokkur efni, en engan erf- ingja hér á lándi, því börn hans fluttust til Vesturheims og munu flest eðá öU hafa verið dáin á undan honum. Hreppstjórinn tók því eignir karlsins í sínar hendur og hélt upp- boð á þeim einn góðviðrisdag' um haustið. Allt seldist þar með upp- sprengdu verði, eins og venjulegt er á uppboðum, en svo má vera, að góða veðrið hafi átt einhvern þátt í því.'Ég hafði miklar mætur á væn- um kindum og hafði því hug á að kaupa eitthvað af ánum hans. En bæði var það, að verðið var hátt og svo var mér kunnugt um, að karlin- um hafði verið illa við mig, svo að ég var mjög ragur við að gera þarna mikil kaup. Samt hætti ég á það að kaupa þarna eina fallega veturgamla á og treysti því að hún mundi lánast jnér, vel. Þá keypti ég„ einnig koff- ortið hans. Það var stérkt, og vönduð skrá fyrir því. Annáð keyti ég ekki, Hest átti Friðrik gamlí, mósóttan að lit, sem var nokkuð farinn að eld- ast, en hafði verið afbragðs skepna. Ekki fékk hreppstjórinn að selja hann, því karlinn var búinn að biðja -föður minn að slá klárinn -af, þegar- hann sjálfur hefði ekki not hans lengur. Þetta gerði faðir minn af trúmennsku, eins og annací. er hon- íúm var falið. Hann skaut „Mósa“ um haustið, enda þótt klárinn hefði get- að lifað nokkur ár enn. Ég veitti því athygli, að næstum nýjar sbeifur voru undir ldárnum, og bað ég föð- ur minn þess að láta mig hafa bær, og kvaðst ég ætla aðjárna með þeim fyrsta hestinn, sem ég eignaðist. Þetta .samþykkti faðir minn fúslega og kvaðst óska, að fy.rsti hesturinn minn yrði eins traustur og góður og Mósi. Því næst tók ég skeifurnar, vafði utan um þær vandaðar umbúð- ir og innsiglaði síðan, líkt og gert er með peningabréf og önnur verð- mæti. Að þessu loknu setti ég skeif urnar niður í botn á koffortinu, er ég keypti á uppboðinu, og ákvað að hreyfa þær ekki fyrr en ég' þyrfti að nota þær undir fyrsta hestinn minn. Koffortið var vel læst og geymdi ég ávallt lykilinn sjálfuf. Að kvöldi hins 8. nóv. þetta um- rædda haust gerði blindþreifandi stórhríð með óskaplegri xannkomu. Fé var allt úti, því tíðin hafði verið með fádæmum góð í margar vikur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.