Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 11
JÓLAHELGIN
11
sem láta þá kenna á valdi sínu, eru
nefndir velgjörðámenn. En eigi
skuluð þér svo vera, heldur verði sá,
sem mestur er yðar á meðal, eins og
liinn yngsti, og foringinn eins og sá,
er þjónar.“
Að máltíðinni lökinni héldu þeir
til Olíufjallsins, og á leiðinni sagöi
Jesus við þá:
„Þér fnunuð allir hneykslast á mér
á þessari nóttu.“
Pétur, sem raunar þýðir „bjarg“,
svaraði: „Þótt allir hneykslist á þér
skal ég þó aldrei hneykslast.“
„í dag, á þessari nóttu,“ segir Jes-
ús þá, „áður en haninn galar tvisvar
muntu þrisvar afneita mér.“
„Þó að ég ætti að deyja með þér,“
segir Pétur með ákéfð, „mun ég alls
eigi afneita þér.“
„Og á sama hátt töluðu allir hin-
ir.“
Þeir fóru út í garðinn Getsemane,
og nóttinni þar — einstæðingskap
píslarvættisins — er lýst með sér-
stajðum og hrífandi næmleik. Mað-
ur nokkur hefur gefið vinuin sínum
allt, sem hann getur gefið, en samt
vita þeir hörmulega lítið um það,
hvað í húfi er. Hann biður þá að
vaka. Á hverri andrá getur dauða
hans borið að. Og þó sofna þeir. Vin-
átta í sorgum og vinátta í gleði, og
þó sofna þeir. . . . Hann fór svo sem
steinsnar lengra og féll fram og bað
til guðs eins og hver einlægur, trúað-
ur maður mundi hafa gert í hans
sporum:
„Faðir minn, ef mögulegt er, þá
fari þessi bikar fram hjá mér; þó
ekki -sem ég vil, heldur sem þú vilt.“
Nokkrum augnablikum síðar
komu hermennirnir að handtaka
hann með svikarann í broddi fylk-
ingar. Svikarinn hafði sagt þeim, að
leggja hendur á þann, sem haiin
kyssti.
Koss — tákn níðingsverksins!
Er hægt að hugsa sér meíri fiátt-
skap? Einn fylgdarmanna Jesú reið-
ir sVcrð sitt að fimmtu herdeildar
mönnunum, en Jesús býður honum
þegar að slíðra það. Hann Vill ekki,
að boðskapur sinn til mannanna sé
meingaður ofbcldi.
„Allir þeir, sem grípa til sverðs,
munu falla fyrir sverði,“ segir hann.
.. Hann snýr máli sínu sem snöggv-
ast til mannanna, er hafa tekið hann
höndum, og fremur gætir vorkunnar
en hæðni í rómnum: „Lögðuð þér af
stað eins og á móti ræningja með
sverðum og bareflum til að handtaka
mig? Daglega sat ég í helgidóminum
og kenndi, og þér handtókuð mig
ekki.“
„Þá yfirgáfu allir lærisveinarnir
hann og flýðu.“
III.
Formsatriði dómsmorðsins eru dá-
lítið óljós í frásögnunum, sjálfsagt
fyrir þær sakir, að fiskimennirnir og
verkamennirnir, sem fylgdu Jesú,
höfðu fremur ófullkomnar hug-
myndir um starfsháttu æðstu vald-
hafa landsins. Lúkas er vitaskuld sá
skráetjendanna, sem mest. veit.
Það, sem eftir var næturinnar, var
Jesús látinn sæta pyndingum. Hann
fékk ekki að njóta hvíldar eitt ein-
asta augnablik. Mennirnir, sem
gættu hans, hæddu hann og börðu.
Pétur kom til baka að húsi æðsta
prestsins um nóttina og vonaðist
eftir að geta fengið einhverjar nýjar
fréttir. Mynd hans er átakanlcga
sönn í frásögninni.
„Og er Pétur var niðri í hallargarð
inum, kemur ein af þernum æðsta
prestsins; og er hún sér Pétur vera
að vérma sig, horfir hún á hann og
segir: Þú varst einnig með mann-
inum frá Nazaret, þessum Jesú. En
hann neitaði og' sagði: Hvork'i veit ég
hé skil, hvað þú átt við. Ög hann íór
út í forgarðinn, og þá gól haninn. Og
þernan sá hann og tók aftur að segja
við þá, sem hjá stóðu: Þessi er einn
af þeim. En hann neitaði aftur. Og
litlu síðar sögðu aftur þeir, er hjá
Stóðu, við Pétuf: Víst ert þú einn
af þeim, því að þú ert líka Galileu-
maður. En hann tók að formæla sér
og svérja: Iiigi þekki ég þennan
mann, sem þér eigið við. Og' jafn-
skjótt gól haninn í ánnað sinn, Og
Pétur minntist þess, er Jésús hafði
mælt við hann: Áður en haninn gal-
ar tvisvar muntu þrisVar afneita
mér. Og er honum kom það til
hugar, grét hann.“
í morgunsárið komu æðstu prest-
arnir saman til fundar. Æðsti prest-
urinn var þar sjálfur. Ljúgvitna var
leltað gegn Jesú, eins og við var að
búast, og njósnarmenn fengnir úr
forgarði musterisins, þó án viðhlít-
andi árangurs. Jesús þagði. Hann
virti ekki svars þessa samvizkusala.
Þeir voru einn hlekkur í keðjunni,
og meira ekki.
„Og æðsti presturinn stóð upp á
meðal þeirra, spurði Jesú og sagði:
Svarar þú alls engu? Hvað vitna
þessir gegn þér? En hann þagði og
svaraði alls engu. Enn spurði æðsti
presturinn hann og segir við hann:
Ertu hinn smurði, sonur hins bless-
aða? Og Jesú sagði: Ég er það.“
Og þar með var teningunum kast-
að. Þegar í stað var ráðið af að láta
færa hann fyrir Pílatus, landsstjóra
Rómverja, er auðvitað átti að mæla
síðasta orðið, væri líflát annars
vegar. Maður, sem kallaði sig hinn
smurða, lausnarann, það er að
segja var pólitískur samblástursmað-
ur, varð ekki tekinn af lífi án sam-
þykkis landsstjórans.
Það var Pontíusi Pílatusi sízt að
skapi oð verða að kljást við presta-
uppþot. Hann var alinn upp í
Róm, og Jerúsalcm fannst. honum
vera hið frámunalegasta ofstækis-
bæli. Hann vildi engan hluta eiga í
trúmáiadeilum, sem þá og þegar
gátu orðið hæsta viðsjárverðar.
Hann sá það á stundinni, að þessi
fölleiti landshornamaður sem þeir
drógu fyrir hann, mundi engin ai'-
skipti hafa af stjórnmálum.
,,Erlu konungur Gyðinga?“ spurði
hánn, liklega með hæðnisbros á vör.
Jesú svaraði játandi.
Drottin minn dýri, hefur Pílatus
hugsað. Er hann slíkur einfeldning-
ur, að geta ekki einu sinni- logið í
nauðvör.n — til þess að sleppa úr klxp-
unni. Konungur Gyðinga! Drottinn
minn dýri!
Iiann sneri sér brosandi að mann-
fjöldanum og sagði:
„Ég finn enga sök hjá þessum
manni.“
Þeir létu samt ekki hrekja sig á
brotl með óbætta sök, æstust um all-
an iieiming og hrópuðu:
„Hann æsii'. upp lýðinn, með því
aö hann kennir um alla Júdeu alit
fx'á Galileu, þar sem hann byrjaði,
og hingað“.
Galieu! Pílatus hvarflaði i'áð í
hug, og hadn spurði, „hvort maður-
inn væri Galilei“.
Því var svarað játandi.
„Og er hann varð þess vís, að hann
var úr umdæmi Heródesar, sendi
(Framhald á 33. síðu.)