Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 25

Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 25
JÓLAHELGIN 25 Selma Lagcrlöf. verðlaunastofilunarinnar' á Halfrar aldar afmælinu og les nöfn þeirra rúmlega tvö hundruð karla og kvenna, sem .fengið hafa Nóbels- verðlaunin, getur að l'íta ótal höfn, sem efu meira eða minna gleymd. Mörg eru þó íöng og sérkennileg eins og ,til dæmis Paul Henri Benjamin Balluet d’Estournelles de Constant de Rébecque, Sir Chandrasekhara Venkata Raman og Albert Szent- Györgyi von Nagyrapolt, en senni- lega erum við jafnn.ær. Eigi að síður hlaut hinn fyrstnefndi friðarverð- launin 1909 sá í miðið eðlisfræði- verðlaunin 1930 og hinn síðastnefndi læknisfræðiverðlaunin árið 1937. s Oft og tíðum hefur almenningur undrazt stórlega val handhafanna. Sér í lagi átti Smálandsposten bágt með að fyrirgefa hinum óhamingju- sama Wirsén það, þegar hann sæmdi Rudolf Eueken bókmenntaverðlaun- unum árið 1908 í stáðihn fyrir Selmu Lágerlöf. „Nobelsdagurinn cr ckki lil áð státa af fyfst veðrið er eins og það er og Selma Lagerlöf fékk ekki bókmenhtaverðlaunin,“ komst rit- stjórjnn að orði í gi;emju sinni, en gleði Svía varð þéim mun meiri, þegar Sehna Lagerlöf varð fyrir val- inu áriö eftir. Sjálí kvaldist hun af tannpínu, þegar Jienni barst tilkynningin 9. nóvcmber 1909. Tanhpínu, og fjár- hagsáhyggjum. Nóbelsyerðlaunin bundu enda á hvort tvéggja. Hún fór frá Márbacka rakleitt til Stokk- hólms, og þar eyddi hún tímanum ? Bcrtrand Ilussell. til skiptis hjá tannlækninum og í saumastofu Lundins. Hun lét sauma á sig Ijósgrá föt, sem hún ætlaði að vera í á hátíðinni, og hún kveið mik- ið fyrir því að halda ræðu við þetta tækifæri. En kvíði hennar var á- stæðulaus. Persónulegir töfrar henn- ar heilluðu áheyrendurna og henni var fagnað af miklum innileik. Þegar hátíðin var um garð gengin og Selma Lagerlöf sjálf komin að niðurlotum af þreytu, „settist annar hver Svíi við að skrifa bréf og biðja Selmu um peninga,“ skrifar Elin Wágner í bók sinni um Selmu. Þetta var þó flestum óþárfa fyrirhöfn, því að Nóbelsverðlaunin runnu til þess að greiða Márbacka að fullu. En þeg- ar gengið hafði verið frá kaupunum á allri landareigninni, gat Sophie Elkan með sahni sagt við liina gömlu Bcrnard Shaw. U , - Maric' Curie. vinkonu sína: „Nú erum við jafnfá- tækar.“ Það var vel að orði komizt, því að Selma Lagerlöf lét féfletta sig í kaupunum, og almenningur var óánægður yfir því hvernig hún varði verðlaununum. En hafi heiðurinn stigið Selmu Lagerlöf til höfuðs, þá er allt aðra sögu að segja um Thomas Mann og fjölskyldu hans, þegar hann fékk bókmenntaverðlaunin 1929. Klaus sonur hans segir þannig frá þessu: Þegar hin langþráða tilkynning barst Ioksins, lyfti pabbi brúnum og’ sagði: Ætli þeim sé þetta þá alvara í ár? Stillingin og efinn átti sína sögu. Thomas Mann hafði ástæðu til 'að vera tortrygginn, því að margoft hafði verið fullyrt opinberlega, að hann hefði fengið bókmenntaverð- launin — en orðrómurinn hafði jafn- an verið börinn til baka. En bók- menhtaverðlaunin komu í góðar þarfir fyrir Mannfjölskylduna. Fjöl- skyldufaðirinn veitti sér þann mun- að að festa kaup á fallegum grammó- fóni og miklu plötusafni, og enn fremur var hægt að greiða sltuldir barnanna, Eriku og Klausar. Auk þess hafði íjölskyldan ráð á að kaupa tvær bifreiðir og lítið sveitasctur. Marie Curie lét heiðurinn heldur ekki raska sálarró sinni, hvorki áriö 1.903, þegar hún og maður hcnnar fengu eðlisfræðiverðlaunin ásamt Frakkanum Henri Beequerel, eða árið 1911, er hún fékk efnafræði- verðlaunin ein, og hefði hún verið á

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.