Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 17
J ÓLAHELGHST 17 ar smekkleysi. Þar fann Jónas rót til margs ills. Ekki aðeins til smekk- leysisins, og þess sem þar af leiðir, sem er ljótur búningur, sóðaleg um- gengni, ljótt tal og hindurvitni, held- ur líka til deyfðar og drunga, sem kæmi inn í alþýðu á löngu vöku- kvöldunum við seimdrátt rímnalag- anna. Og deyfð var það einmitt, sem þeir (Fjölnismenn) töldu höfuðó- kostinn á íslendingum, og þá lá beint við að hugsa sér þjóðina eins og geispandi vinnufólk, róandi í rökkri aðgerðalaust á rúmum sínum, unandi við „leirbuðrarstagl og holtaþoku- væl“. Skáldið reiddist, og eins og Appollo fló Marsýas forðum, eins tók Jónas Sigurð Breiðfjörð, sem var höfuðmaður rímnaskáldanna, og húðfletti hann svo gersamlega í rit- gerð „um rímur af Tistx-ani og Indí- önu“, að Sigurður varð nokkurs kon- ar píslai'vottur í augum sumra manna, og það eigi allfári-a, og fékk það Jónasi óvildar. . . “ Tistransrímur höfðu verið gefnar út í Kaupmannahöfn árið 1831. í fljótu bragði vii’ðist það dálítið ein- kennilegt, að Jónas skuli velja til rit- dæmingar bók, sem þá var komin út fyrir sex árum, en ekki einhverj- ar nýrri rímur Sigurðar, sem síðar höfðu birzt. Kann ’það að hafa ráð- ið nokkru um, að Tistrans rímur eru allvíða ortar undir dýrum háttum og liggja að ýmsu leyti betur við höggi en t. d. Númarímur, sem út höfðu verið gefnar 1835. En meginástæðan til þess, að Tistransrímur urðu fvrir valinu, er vafalaust sú, að Sunnan- pósturinn, tímarit andstæðinga Pjölniárnanna, hafði hrósað þeim, talið þær í hópi góðra rímna. Er þau ummæli að finna í septembebrlaði Sunnanpóstsins 1835, þar sem að öðru leyti er deilt á lélegar rímur, sem blaðið telur „varla í húsum haf- andi“. Lofsyrðin um Tistransrímur eru síðan áréttuð í febrúarblaði Sunnanpóstsins 1836. Hér er ekki rúm til að birta allan hinn langa og hvatskeytslega ritdóm Jónasar. Nokkrar tilvitnanir verða að nægja, en væntanlega sýna þær vopnfimi Jónasar og ritsnilld, þá er vígamóður var á honum. (Ritdóminn er að finna í III. ái'g. Fjölnis 1837, bls. 18—29). Ritdómur Jónasar hefst á þessa ieið: „EINHVER DÖNSK LYC?ASAGA.“ Eins og rímur (á íslandi), eru kveðnax', og hafa verið kveðnar allt að þessu, þá eru þær flestallar þjóð- inni til minnkunnar — það er ekki til neins að leyna því — og þar á of- an koma þær töluverðu illu til leið- ar: eyða og spilia tilfinningunni á því, sem fagurt er og skáldlegt og sómir sér vel í góðum kveðskap, og taka sér til þjónustu ,,gáfur“ og krafta margra' manna, er hefðu get- að gert eitthvað þarfara — ort eitt- hvað skárra, eða þá að minnsta kosti prjónað meinlausan duggarasokk, meðan þeir voru að „guliinkamba" og „fimbulfamba" til ævarandi spotts og aðhláturs um aila veröldina.“ Síðan skýrir Jónas frá því, að einmitt af því Sunnanpósturinn telji Tistransrímur með betri rímum, hafi hann „tekizt í fang, að lesa þær frá upphafi til enda — þó það væri leið- indaverk — til að geta sýnt almenn- ingi, hvað mikið honum sé ábóta- vant, þessum kveðskap, og hversu það sé fjarstætt, að hann geti heitið skáldskapur. . . . . . Fyrst er að minnast á efni í fám orðum. Það er einhver lygasaga; og höíundurinn segir, hún sé dönsk. Ég hef ekki viljað hafa fyrir að leita hana uppi, til að grennslast eftir, hvað mikið eða lítið hún hafi af- lagazt í huga kveðandans; því hún er auðsjáanlega svo einskisverð og heimskulega ljót og illa samin, að hennar vegna stendur á litlu, hvern- ig með hana er farið. Það er auðvit- að, að einu gildir, hvort hún væri sönn eður ekki, ef hún væri falleg á annað borð —■- ef það væri nokkur þýðing í henni og nokkur skáldskap- ur — ef hún lýsti einhverju eftir- tektaverðu úr mannlegu lífi eins og það er eða gæti verið, og sýndi les- andanum sálir þeirra manna, sem hún talar um, og léti það vera þess- konar sálir, sem til nokkurs væri að þekkja. En hér er ekki því að heilsa. Af Tistranssögu er ekkért að læra. Hún er ekki til neins, nema til að kvelja lesandann, og láta liann finna til, hversu það er viðbjóðslegt, að hlýða á bull og vitleysu.“ Síðan segir Jónas nokkuð frá efni rímnanna í einstökum atriðum, og meðferð höfundarins á því. Því næst heldur hann áfram: ,,Ég þykist nú hafa talað nóg um cfnið í rímunum. Frágangurinn á því er allur eins og á þessu, sem hér er nefnt — því er svo jafníallega logið — nema hvað þar koma, eins og við var að búast, ýmsar fróðlegar bendingar áhrærandi landafræðina, og hin og önnur merkileg atvik úr lxirðsiðum ltonunganna á miðöld- inni, að ógleymdu dálitlu dýri á ein- um stað, sem höfundinum hefur þóknazt að skapa. Þetta dýr er ekki ósvipað rímunum 'sjálfum: Það er með mex-arhálsi og' hvalshöfði og hræðilega afturmjótt, með hala- korni og allt saman þakið seljum. Búknum þykir svo fallega lýst, að höfundinum er vorkennandi, þó fæt- urnir hafi óvart orðið fjórir, enda þótt það sýnist eiga betur við á slíku dýri, að þeir hefðu staðið á stöku.“ HORTITTIR OG BÖGUMÆLI. Þessu næst snýr Jónas sér að því, að ræða um meðfei'ð efnisins. Lélegt efnisval lýsi að vísu „frábærlegu smekkleysi og tilfinningaleysi á því, hvað skáldlegt sé,“ en bendir hins vegar á, að stundum „getur líka góðu skáldi orðið nokkuð úr vesælú efni, ef hann fer mað það eins og skáld og lagar það í hendi sinni eftir því sem bezt á við . . . Þetta hefur höf- undur Tistransrímna ekki borið við, hann hefur látið sér lynda. að koma vesælu efni í hendingar — og nú er að líta á, hvernig þa'ð hafi tekizt. Því er ekki að leyna — rímurnar eru liðugar og smella töluvert í munni víða hvar. Skothend erindi hefi ég ekki fundið, og höfuðstafirnir standa ekki skakkt, nema á einstaka stað. En það er raunar lítil fremd, að koma saman erindi, þegar allt er lát- ið fjúka, sem heimskum rnanni get- ur dottið í hug: hortittir og bögumæli og allskonar skrípi og ófreskjur, sem lítið eða ekkert vit er í, og eiga að heita kenningar. Ég hefi tínt saman dálítið af þessu rnoði úr Tistrans- rímum, ef lesandanum þóknaðist að vii'ða það fyrir sér. Það mundi þykja reglulegra, að skilja þennan sam- söfnuð lítið eitt að og skipta honixm í flokka, svo bögumælin, til að mynda, stæðu sér, og hortittirnir sér, o. s. frv. En það er ekki svo hægt sem margur hyggur, því orðunum er svo haganlega fyrirkomið, að þau eru stundum allt í einu: málleysur, hor- tittir og kenningar,“ V

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.