Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 19
JÓLAHELGIN 19 til að láta prenta nýjar rímur, svona illa kveðnar, að taka þær, ef hann íifir, og hlífa þeim ekki, heldur leit- ast við að sýna almenningi einskis- virði þeirra, og hefna svo landsins og þjóðarinnar, fyrir alla þá skömm, sem hún verður fyrir af slíkum mönnum.“ Ritdómur Jónasar Hallgrímssonar er, eins og ýmsir hafa bent á, ekki aðeins áfellisdómur um Tistransrím- ur, hcldur listrænt mat hans á rímna- kveðskap yfirleitt. Er hann hér langt á undan sínum tíma. Hann teiur til lýta margt í hinu hefðbundna rí.mna- máli, svo sem hinar margvíslegu kcnningar, sem hvorki Siguröi Breið- fjörð né öðrum samtíðarmönnum hans og Jónasar datt í liug að am- ast við. Ritdómur Jónasar var svo gust- mikill, og raunar sumstaðar svo ill- kvittnislega gáskafullur, að Sigurði Breiðfjörð hlaut að sárna. Ritdóm- urinn birtist nafnlaus í ritinu og er svo aö sjá, sem Sigurður hafi ekki vitað í fyrstu, hver þeirra Fjölnis- manna var höfundurinn. Skömmu eftir að Fjölnir kom út með ritdóm Jónasar, yrkir Breiðfjörð allmikið á- deilukvæði, er hann net'ndi ,,Heii- ræði til Fjölnis“. Birtist bað, ásamt „Fjölnis rjóma“, í löjóðasmámunum Sigurðar 1839. Kvæði þetta fer hér á eftir: HEILRÆÐI TIL FJÖLNIS M.ein er þeim, sem í myrkur rata, og mega ei finna réttan stig; aumur er sá, sem allir hata, og aldrei veit að betra sig. Heilræði enginn honum ljær, hamingjan einatt þokast fjær. Vesalings Fjölnir! víst þú sýnir vina og hollra ráða brest, auðnunnar vegi einn þú týnir, að eigin tjóni þú vinnur flest.. Sjá þú þinn kropp og limalag! það linast og horást sérhvern dag. Skylda mig því til þessa hvetur, þar hinir allir veigra sér, éf ég vissi þér eitthvað betur, af einlægni vil ég ráða þér. Heilræða án því heirnur er hættulegasta synda sker. Atvinna þín mun illa hlíta, annan verður að taka sið, aftan og íraman að þér lmýta allmargir, sem þú flaðrar við. Ég veit, af skorti fæðu og fjár íléttar þú saman slíkar skrár. Trúðu mér, þú ert tröllfjatlaður, týndu því slíkri rúnagjörð! Vertu langt heldur vinnumaður . og vistaðu þig í Borgarfjörð. Laglega slíkir lifðu þar löndum og sér til hagsældar. Einu gtldir þó bak þitt bogni og bogi sviti kinnum frá, þannig má sérhvef sultarkogni saðning um vora tíma fá. Einhvern bitann meö æru þá ofan í þig þú kannt að fá. Eoa ef þú í annan máta una mættir þar betur við, þig mætti enn í læri láta hjá leirkeranna fyrirsmið, til þess að hcrða og hnoða lcir, því hressir og saddir ganga þeir. Fjölnir minn!* þú ert eins og aðrjr, sem ætla sér 'stórt, en heykjast við. Þig vantar, til að fljúga, fjaðrir! af fótunum heldur þiggðu lið. Menn halda jörðin haldi þér, því htírra margan hún stærri ber. Iiitt sér nú hver með oþnum augum, sem ofurlítið hefur vit, að stolin nöfn frá dauðum draugum duga ei til að prýða rit, haltu við skírnarheitið þitt! ^ hafa láttu hann óði'nn sitt! MANNSÖNGSBROT. Ekki lét Sigurður lieldur hjá líða að minnast Fjölnis í rímum sínum. í 10. mansöng Gísla, rjmiya Súrsson- ar, sem kveönar eru 1838, ristir hann Fjölni níö. Þar kveður hann svo að orði: Fjölnir leiöi, er fræða gjörð fornri eyðir víða, fer á skeiði um fanlia jörð, í'ús að meiða og níða. .Bólginn lýir barka sinn, buldrið dfýgir sléttum, til vor spýju ælir inn af þeim nýju réttum. Fósturjarðar frama hann í'ýsist skarða illa, en með farða útlendan eyjú Garðars í'ylla. Kvæðum fróðum lands um lóð lengi þjóðir safni, en lasta bjóður fram um í'lóð fjúki í Óðitis nafni. SVAR í ÓEUNDNU MÁLI. Ekki lét Sigurður við það sitja, að yrkja um Fjölni, heldur ritaði hann einnig svar til hans í óbundnu máli. Svar þetta mun Sigurður hafa ætlað , að gel'a út sérstakt, ásamt nokkvum skammakvæðufri um Fjölni, eftir sig. og aðra. En kverið sá aldrei dagsins, ljós, hvað sem valdið. hefur. Hefur það legið óprent.að fram á þennan dag. Eiginhandarrit Sigurðar er varð- veitt i Lbs. 2376, 8vo. Fyrirsögnin er „Ansvar til Fjölner^, (siá hans þridia' árgang Sídu 18du) frá Sigurdi Breíd. fiörð. — Allur er jöfnudurinn Gód- ur.“ Svar þetta er til í mörgumafskrift- um, sem vitna um útbreiðslu þess. í afskriftum er fyrirsögnin með ýmsu, móti. Sumstaðar nefnist það „Til níðritsihs Fjölnis“, (Lbs. 2214, 8vo) eða ,,Ein nauðsynleg viðvaran til níð- ritsins Fjölnis" (í. B. 640, 8vo). íeinu handriti (Lbs. 2221, 8vo) er fyrir- sögnin „Viðvörun til Fjölnis“. Hér fer á eftir „ansvar“ Sigurðar, prentað í fyrsta sinn. Er það birt eftir eiginbandarriti skáldsins. Er hvei’gi úr því feílt, en stafsetningu hefur verið breytt í nútímahorf. „ANSVAR TIL FJÖLNERS“. Það er máske á litlu viti byggt, að tak'a andsvörum á móti svo ó- merkilegu máli scm níðritabókin Fjölnir hefur með að fara, og bæði þarf þar til stöðuglyndi og hógværð ef vel á að fara, því bezt hæfir hon- um þegjandi forakt, eins og hlufall hans er í flestum stöðum. —• En þar ég úú merki að hinir hávísu höfund- ar Sunnanpóstsins ekki fremur sýn- ast að vilja vanvirðá bækur sínar með nafni hans, vil ég ekki telja mér vánsa í að sletta i hann nokkrum línum, því jafnir bræður leika bezt, þar sem við Fjölnir eigustum við, enda hefur hann ékki sparað að ausa yfir mig saklaúsan ölíum sínum rangsleitnisrökum, mcð sinni ókær- legu meðferð á rímum mínum af Tistrani og Indíönu, um hverjar liann er mjög svo óðamála orðinn í þriðju hiisgangsferðinni sinni, sem þar má lesa frá 18. til 19. síðu lians, (Framh. á 39. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.