Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 9
JÓLAHELGIN 9 Musterið í Jerúsalem á dögum Heródesar. •— Myndin er af líkani, sem gert. hefur verig eftir rústum og frásögum. Er hann lausnarinn, sem koma á? Hann talaði vissulega með næsta ó- skiljanlegu hispursleysi — án þess að nokkuð tvírætt eða torrætt væri í máli hans. Musterisvaldinu fannst hér hætta buin. Þessi sveitamaður hirti ekki hið minnsta um þau vandræði, sem á hverjum degi bar að í sambúð þjóð- arinnar og hernámsvaldanna. Hann tfar ekki háður neinni hinni trúar- legu stjórnmálahreyfingu. Vitað var þó, að eitthváð hafði hann verið rið- inn við Jóhannesarflokkinn, er svo var nefndur eftir skírara nokkrum, sem Heródes hafði látið hájshöggva. — Og nú var hann á beinni leið út í slíka tvísýnu, að haft gat blóðugar afleiðingar í þessari órólegu borg. Harrn var átumeinið, sem voðinn að innan stafaði af, enda var beztur jarðvegur fyrir orð hans með þeim ,,óþjóðalýð“, sem forráðamönnunum var sízt að skapi. Njósnarmennirnir, sem ekki munu allir hafa stigið í vitið, lcomust á snoðir um það, að hann nefndi sig sjálfur „lausnarann“. En er leggja skyldi pólitískt mat á ummælín, sem eftir honum voru höfð, var sem þau sveipuðust þoku. Heiminum, gráum fyrir járnum, mætti hánn með „kær- leik“ og „fyrirgefningu" —. orðum óendanlegrar og ómælanlegrar merkingar. En víst var um það, að fylgismenn hans voru meira en áheyrendur. Þeir mynduðu um hann flokk og íylgdi honum. ,',Lærisveinar mínir,“ sagði hann um þá. Boðskapur hans vísaði engum leið inn í musterið, og prestarnir voru honum einskis virði. Hann spennti greipar, hvar sem hann var niður kominn í það og það skiptið, og bæn hans var bara alúé- legt samtal við „föður hans“. Hann gat ekki einu sinni hreinsað sig af þeim alvariegasta ábUrði, sem menn gátu yfirleitt orðið fyrir, að hann væri musterisbrjótur, sérvitringur og lýðæsingamaður,' sem virti helgi- dóni þjóðarinnar að vettugi. "Vséri ®þki bezt þrátt fyrir allt að ráða hann af dögum. Einn nánustu lærisveina hans lét kaupa sig til að svíkja hann. Mattheus telur gjaldið 30 silfurpeninga. Ekki var það gerlegt, að taka hann höndum í sjálfum forgarði musteris- ins. — „Ekki á hátíðinni,“ sögðu þeir, „til þess að eigi verði uppþot meðal lýðsins.11 Jesú var það Ijóst sjálfum, að stundin nálgaðist. Hann kalláði læri- sveina sína saman til síðustu máltíð- arinnar. I-Iann bar þeim vín og braut braúðið. „Gjörið þetta í mína minn- ingu.“ í uppnámi síðustu daga snerust hugsanir lærisveinanna mjög um þjóðmál. Þeir skröfuðu um það í hljóði, hver þeirra gæti talizt mest- ur. „Og hann sagði við þá: Konungar þjóðanna drottna yfir þeim, og þeir,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.