Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 35

Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 35
JÓLAHELGIN 35 1 S b b s s s s s s s s V s s s s s s s s s s s s * s s $ s s s Bernh. Petersen Reykjavík. Símar: 1570 (2 h'nur). Símnefni: „Bernhardo“. Kaupir: Þorskalýsi, allar tegundir. Síldarlýsi. Sellýsi. Síldarmjöl. Fiskimjöl. Stálföt. Síldartunnur. Selur: KaldhreinsaS meðalalýsi. Fóðurlýsi. Kol í heilum förmum. Salt í heilum förmum. Ný, fullkomin kaldhreinsunarstöð. Sólvallagötu 80.-------Sími 3598. S S S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s $ s s s s David Brown l er traustur, endingargóður spameytinn. YRKJUVfíLAR SöluUmboð: KRISTJÁN G. GÍSLASON & (0. H.F. þvaður, og þeir trúðu konunum ekki. En Pétur stóð upp og hljóp til graf- arinnar, og er hann gægðist inn, sá hann líkblæjurnar einar; og hann fór heim og undraðist það, sem við hafði borið.“ Það er öldungis óljóst, hvernig trúin á upprisu Jésú varð að full- vissu. Það varð hún þó óumdeilan- lega. Ef til vill er sannleikurinn fólg- inn í sögnunum gömlu, þótt aust- rænar séu að blæ. Andinn kom yfir lærisveinana um það bil mánuði síðar. Þoir gátu ekki lýst reynslu sinni á annan hátt en þann — eldur og andi. Þeim fannst í þessu sálarástandi sem Jesú væri kominn aftur til þeirra. Þeir fundu til sömu öryggiskenndarinn- ar, sama myndugleikans yfir sér, nutu sama undursamlega friðarins. Þegar andinn var yfir þeim, var sem þeir greindu rödd Jesú sjálfs. Og það var sem h a n n mælti þau orð, er þeim komu í hug, og þeir fluttu þau öðrum sem h a n s orð. Eftirmáli harmsögunnar hafði ver- ið ritaður. Lærisveinunum sjálfum fannst enginn vafi leika á um sam- hengið. Það var sem geislabaugur ljómaði yfir píslarstauxnum — gull- ið páskaljós. Ægivoldug hugsjón er kjarni sög- unnar um Pílatus og Jesú. IV. Enn í dag er harmleikurinn að ger- ast. Enn er hrópað: Krossfestu hann, krossfestu hann! — Og milljónir manna eru dregnar til Golgata. Fátæku fiskimennirnir frá Galileu trúðu því, að reisa mætti úr rústum líf hins kúgaða og spillta. krankir og volaðir gætu orðið menn, fangelsis- múrana væri hægt að jafna við jörðu, þjáningum mætti snúa í sigurför mannúðarinnar, og fyrirlitnasta úr- kast mannfélagsins gæti orðið sá söfnuður, er breytti heiminum til betri vegar. Aldrei kom þeim hefnd x hug. Morðs er unnt að befna. Öðru máli gegnir um píslarvætti. Herveldi Pílatusar brást hvergi. Hver einasti nagli var til taks og rekinn með þjálfuðum handtökum gegnum blæð- andi hold. — En til var þó annað máttugra. Þekkist nokkurt æðra tákn: — Maður á krossi, yfirgefinn og þjáð- ur — og þó með útbreiddan faðminn móti öllu mannkyninu. Frásagnirnar um þetta dómsmorð verða snillingum listanna hugleikn- ar, meðan þær eru í minnum hafð- ar. Hverju einasta atviki hefur ver- ið snúið í liti, línur, ljóð eða tóna. Þótt kærleikurinn virðist eiga örð- ugt uppdráttar á stundum, er hann þó hið mikla undur tilverunnar; og þá er v a 1 d i ð í öllum mögulegum myndum hefur verið að velli lagt, varir h a n n enn og lýsir myrkan heim. FOItSiÍÐlJMYNpiN. Forsíðumynd Jólahelgarinnar er af jólatrénu á Austurvelli í fyrra, — einu þeirra, sem Oslóborg og ís- landsvinafélagið í Noregi gáfu Reykvikingum það ár. Myndina tók Guðm. Hannesson ljósmyndari.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.