Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 15
JÓLAHELGIN hann ætli ekki að svara Fjölni Þess má ennfremur geta, að þegar Sigurð- ur síðar sætti ávítum fyrir kvæðið, kvaðst hann hafa verið keyptur til að yrkja það! Kemst Tómas Sæ- mundsson þannig að orði í bréfi til Konráðs Gíslasonar, dagsettu 1. ágúst 1836: ,,Ég fann ekki Breiðfjörð, en Skúli Thorarensen skammaði hann, ekki einungis fyrir það, að hann hefði farið að yrkja um Fjölni, heldur og hvaða hándaskömm það væri, og þá sagði Breiðfjörð: „Hafi ég bölvaða skömm fyrir það, ég var keyptur til þess — og hættu nú að skamma mig, Thorarensen minn!“ “ Þrátt fyrir þessi ummæli má telja eins líklegt, að Sigurður hafi tekið upp hjá sjálfum sér að yrkja kvæðið, en hins vegar hefur hann með því viljað gera amt- manni til geðs og tryggja sér vin- fengi hans og stuðning. Ellefta og tólfa erindi fjalla um „Ævintýr af Eggerti Glóa“, eftir L. Tieck, en Eggert Glói heyrði sungið: „í kyrrum skóg er gæti nóg“ o. s. frv. Muller guðfræðingur er áður nefnd- ur. „Fíflið“ kemur fyrir í þýðingar- broti úr „Die Reisebilder“ eftir Heine, pr. á bl. 141—144. Söguhetjan þar er „Rósa-knútur, fíflið mitt“, og minnst er á „skotthúfuna rauðu“. Að x'áðum Árna stiftsprófasta Helgasonar var „Fjölnis rjómi“ ekki prentaður í Ljöðasmámunum Sig- urðar, er út komu 1836. Ensamtflaug kvæðið víða og hefur vafalaust boi'- izt Fjölnismönnum til eyrna áður en II. árgangur Fjölnis kom út. Gat Sigurður því átt von á kveðju það- an, enda varð sú raunin á. „RÍMNABAGL VESALLA LEIRSKÁLDA.4 Tómas Sæmundsson, sem um um margt, einkum bókmenntir og listir, stóð nær smekk hins gamla tíma en félagar hans, hafði í „eftir- mælum ársins 1835“, sem birtust í öðrum árg. Fjölnis, borið nokkurt lof á skáldskap Breiðfjörðs, en því höfðu félagar hans í Kaupmannahöfn kippt burt úr greininni. Kemur þetta fram í bréfi því til Konráðs, sem áð- ur er til vitnað. Tómas segir: „Ég þykist skilja, Lað] þið hafið ekki viljað halda uppi lofi Sigurðar Breið- fjörðs, en það mátti þá draga dálítið úr því. Hitt vildi ég þó allt hafa sagt, og þegar tækifærið býður efni til slíkra kapitula, sem að öðru leyti engin hætta er við, er ei gott að missa þá án gildra orsaka, sem og heldur varla getur skeð án skaða fyrir það heila. Mér sýnist líka Sig- urður greyið, eins og hvér annar e4ga sitt, og hans iðrun yfir flasi sínu áð kveða um okkur, hefði orðið enn stærri, ef þetta hefði komið á prent.“ En Fjöinir flutti Sigurði Breiö- fjörð aðra kveðju. Þar birtist grein, setn hét „Úr bréfi af Austfjörðuin", og var það bréf ritað af séra Ólafi Indriðasyni á Kolfreyjustað, föður skáldanna Páls og Jóns Ólafssona. Séra Ólafur var gáfumaður, skáld- mæltur nokkuð og vel ritfær, enda er bréfið prýðilega samið. Það er víða í hvassyrtara lagi, ekki sízt þar sem talað er um útgáfustarfsemi á íslandi. Brýnir Ólafur útgefendur Fjölnis lögeggjan, að, „færa alþýðu á íslandi . . . dóma um eitthvað af hinum íslenzku bókum, sem veriö er að prenta á ári hverju innan lands og utan.“ Og enn segir: „Því verður ekki í móti mælt, að algjör- legum skorti á bókadómum er einna mest um það að kenna, að margir menn hér á landi eru svo óglöggir á það, sem er fagurt eða ljótt, til að mynda: í skáldskap, og að bók- menntum fer hér svo lítið fram; því þó íslendingar hafi ekki af náttúv- unni minni eða daufari tilfinningu en aðrir fyrir því, sem er fagurt og gott, þá er ekki við öðru áð búast en þessi tilfinning deyfist á endaxx- um, þar sem þeir eru fáir, sem skerpa lxana, en margir, sem eyða henni og spilla. Hinum andlega smekk er að sínu leyti líkt varið og hinum ltk- amlega, og þegar hann venst til lang- frama því, sem er illt, þá aflagast hann svo, „að hinn frjálsi smekkur fyrirgirðist og froðan tekur að þykja góð.“ Að þessu sé orðið svona varið hjá helzt til mörgum löndum okkar, sjáum við á því, hvernig þeir taka allt nærri því með sömu þökkum- Rímnabagl vesalla leirskálda, t. a. m. Sigurðar „Breiðfjörðs“,, bókin með Lákabrag og Einbúaljóðum (Roðhattsbragurinn Ixefði átt að vera með í ofanálag!) —r þetta; er keypt eins ljúflega, og roiklu meir tíðkað, en Paradísarmisair og Messíaljóð íþ. e. Messlasarkviðaj, svo hver „sult- arkogni“ er farinn að geta haft sér það til atvinnu að láta prenta alls- konar bull, sem ekki er til annars en 15 sýna seinna méir „smekkleysi“ vorra daga.“ HIN SVARTA MENNT. Þegar annar árgangur Fjölxxis barst hittgað til íslands sumarið 1846, og Sigurður Breiðfjörð fékk þessa ó- rnjúku kveðju, var hann að yx'kja Ríinur af Guunaii á Hlíðarenda. Mun óhætt að segja, að þá hafi væringar •þaer, sem áður höfðu orðið milli Sig- urðar og Fjölnismanna, snúizt í full an íjandskap. Skammar Sigurður Fjölni duglega í mansöng níundu rímu Gunnarsrímna. Þar- kveður hann: Þjóðin fróð á fyrri tíð, frá sem letrað heyri, skjaldan baldið skráði níð, skömmin þótti meiri. Nú er sú hin svarta mennt sumum töm úr æði, að níða lýð og láta‘ á prent last sem verst tilstæði. Fengu drengir fyi’ra ár Fjölni hingað sendan, þar í fara skrítnar skrár, skoðum það í endann. Bið ég yður, landsins lýð! sem lista geymið þorra, ei mér lá þó níði‘ ég níð níðinganna vorra. RITDÓMUR JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR. Þriðji árangur Fjölnis flutti svo hinn fræga í'itdóm Jónasar Hall- grímssonar um Tistransrímur Sigurð- ar Breiðfjörðs. Vafalaust er liann þar öðrum þræði að launa Sigurði „Fjölnis rjóma“. En orsakanna til hinnar hörðu og húðstrýkjandi rit- gerðar er þó dýpra að leita. Jónas gekk hér á hólm við skáldskapar- smekk og skáldskaparstefnu hins gamla tíma. Hannes Hafstein kemst svo að orði um tildrög ritdómsjns, og er þau ummæli hans að finna í rit- gerðinni framan við þriðju útgáfu ljóðmæla Jónasar (1913): „Fornsögxirnar voru lítið lesnar, en yfirdrottnandi alls skáldskapar voru rímurnar, sem hver vísufær vesalingur orti og voru kveðnar með ámátlegustu lögum um allar sveitir, og lærðar eins og kverið, og þar með bögumæli, dönskuslettur og alls kon- * t

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.