Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 13
JÓLAHELGIN 13 Sigurður Breiðfjörð. ing amtmanns, „Om Islands Folke- mængde og ökonomiske Tilstand si- den Aarene 1801 og 1821 til Udgan- gen af Aaret 1833“ Hafði bæklingur þcssi komið út árið 1834. Er í Fjölni farið um hann þ'eim orðum, að á bók- inni sjálfri sé ekki mikið að gi'æða, en hins vegar noltkur fróðleikur í töflum þeim, er hún flytji um íolks- fjölda og fjárhagsmál. Á jólaföstu 1835 orti Sigurður Breiðfjörð kvæði, er hann kallaði Fjölnis rjóma. Er það allharðort skammakvæði, enda ort undir hand- arjaðri Bjarná amtmanns, vafalaust í því skyni gert að þóknast honum, auk þess sem skoðanir amtmanns og Bréiðfjörðs á Fjölni hafa vafalaust í mörgu farið saman. Kvæði þctta fer hér á eftir: FJÖLNIS KJÓMI. 1. Fjölnir er Itominn Fróns að vitja, hinn forni ás, cr þáði blót. Hann segist bjóöa nægtir nytja; nú er að taka gesti á mót. 2. Fram býður hann í fyrsta þætti . fjöhnælgi sinnar eigið hrós; en eins og treysti ei eigin mætti annara vill hann slökkva ljós. 3. Um uppruna jarðar útlögð klausa, þó athygli fengi lærðum hjá, bændurna rekur ráðalausa ritningar sinnar orðum frá. 4. Vér þótt meinum, að vel sé ritin Viðeyjar fræði og Skírnis mál, Fjölnir gjörir þau fyrirlitin og fæla máske vill á bál. 5. Svo talar liann með Möllers munni mikið um okkar daufu trú. Það er auðheyrt, sá kló sem kunni, þótt kannske hafi skjátlað nú. 6. Biskup vorn þófti bresta trúna, sem bjóða þessum herra má, blessun cr þaö, hann hreytist núna! bæta sig hinir smærri þá. 7. Svo kemur bréf áf éigin anda, á hverju lítið gi'æða má, nerna ósannað last um landa,. lága og hærri, nóg má fá. . 8. Sigling hans okkur ekki parið uppbyggir, þó að kaupum slíkt; því margir hafa milli farið, mikið af þessu sagt og ýkt. 9. Hann vogar svo í hæl að bíta höfðingja okkar Vesturlands, revnandi til með lasti að lýta lofsælu bókasmíðar hans. 10. Hann lætur þetta frá sér fara flónslegri þeirri méining í: Hann vill, að hinn sig virði svara, en verða mun honum trautt að því. 11. Ekki bætir hann Eggert glói, á honum lítið verður feitt, þó hann kveði í kyrrum skógi kjaftæði sitt um ekki neitt. 12. Hver mun í slíku fjasi finna fróðleik, uppbygging, sannleik- ann ? Nei, Eggerl Glói má sér minna, Möller, fíflið og skotthúfan! 13. Fram úr sér hefur Fjölnir kvalið fánýtra mála þýðingar, en efnin hafa illa valið ófrómir penna níðingar. 14. Vór viljum ei á Óðin trúa, sem æðri fræðr.1 náðum bót. Lát.um Rögvættur landiö flúa, lastmæljn lians ei virðum liót. 15. Því kveð ég nú til þessa ýður, sem þekking hafið ritum á: Kvcðuin við hann svo norður og niður, að Nástranda bæli gisti sá. Jónas Hallgrímsson. NOKIvKAR SKÝRINGAR. Eins. og ljóst kemur frant í kvæði þessu, er efni ritsins allnákvæmlega rakið, öllu fundið nokkúð til foráttu og útgefendum valin óíögur orð. í þriðja erindi er vikið að þýddri grein „Um eðli og uppruna jarðarinnar“, sem vafalaust hefur þótt ókristileg, þar sem hún leitar annara skýringa á því máli en þeirrar, sem í biblíunni stendur, um sköpun hcimsins á sex dögum. í fjórða erindi, þar sem höf- undur talar um „Viðeyjar fræði og Skirnis mál,“ á hann að sjálfsögðu við útgáfustarfsemi Viðeyjarprent- srniðju og tímaritið Skírni. Fimmta og sjötta erindi beinast að ritgerð L. C. Mullers, sem áður er getið. Ber Múller hið rnesta lof á Steingrím biskup Jónsson, en segir að lokum, og að þvi hníga uinmæli Breiðfjörðs: ..Iivað eð snertir trúna hans, þá kvað hún um tíma hafa verið skynsamleg (rationalistisk), cn nú er hún öld- ungis kristileg". Bréfið, sem nefnt 'er í 7. vísu, er frá séra Tómasi Sæmundssyni. í 9. og 10. vísu ev vikið að athugasemd- tinum við bælding Bjarnaamtmanns. ..Ilöfðingi okkar Vesturlands" er að sjálfSÖgðu Bjarni á Stapa. Niðurlag 10. erindis sýnir glögglega, að Sig- urður hefur liaft allnáið sambánd við amtmann: ,,IIann (Fjölnir) vill, að hinni (amtmaður) -sig virði svara, en verða mun honum Irautt að því.“ Er líklegast, að hér sé ekki um á- gizkun eina að ræða, heidur hafi Sig'- urður það frá Bjarna sjálfum, að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.