Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 23

Alþýðublaðið - 24.12.1950, Blaðsíða 23
JÓLAHELGIN 23 hana. En hún var orðin því vönust, að hún væri mötuð, og renndi því niður vatninu, án þess að sýna minnsta mótþróa. Það leið heldur ekki á löngu áður en hana tók að syfja. Iiún lagðist á ábreiðuna fyrir framan arininn og lygndi aftur augunuin. Að stundu liðinni var hún hætt að draga and- ann. Enn biðu þau konan og maðúr- inn í heila klukkustund. Já, það var nú hvorki margbrotn- ara eða ægiiegra en þetta. Sársauka- laust var það og mannúðlegt. Konan furðaði sig á því, að engum skvldi fyrr hafa komið þetta snjalla en ein- falda ráð til hugar, þegar um gæsa- dráp var að ræða. En það var nú einú sinni svona með hann Franz. Hánn var öllum öðrum ráðsnjallari. Sannarlega hefði hann átt að vera forsætisráðherra. Þau tóku gæsarskrokkinn, sem enn var volgur, og lögðu hann upp á eldhúsborðið og tóku strax að reyta af honum fiðrið. Þeim sóttist verkið seiniega, þar eð hvorugt þeirra kunni það, en hvað gerði það til. Þau voru svo glöð og ánægð, að þau kijjptu sér ekki upp við slíka smá- muni. Nú gátu þau boðið heim gest- um á jólunum, vitanlega aðeins tveim eða þrem tryggum vinum, sem treysta mátti til að þegja yfir þessu með gæsasteikina. — Ég kann að brugga drylck, sagði maðurinn, — sem er eins og' portvín á bragðið. Dökkt öl, sykurrófur og sykur, eða sykurlíki. Mér hefur ver- ið sagt., að engimr geti þekkt þann drykk frá portvíni. Að- lokum hafði þeim tekizt að reyta gæsina svo, að sæmilegt gat kallazt; að vísu var smáfiðrungur eftir á stöku stað, en hann sviðu þau með kertislógal Fiðrið létu þau inn í bakarofninn. Þar hlaut það að þorrna með tíð og tíma. — Eiginlega ættum við að skera hana á kviðinn og taka innyílin úr henni þegar í stað, sagði konan. — Víð skulum láta það þíða til morguns, svaraði maðurinn. Hann fann enga löngun hjá sér til þess að fást meira við gæsarskrokkinn að sinni. Þau báru því skrokkinn inn í búr- ið og lögðu hann þar á hillu. — Það vildi ég óska, að þú værir orðin að steik, varð manninum að orði. Og hann strauk feitaii, mjúkan kvið gæsarinnar. -— Þetta er nú kroppur, sem vekur með manni mat- arlyst, sagði hann. Konan ætlaði aldrei að geta sofn- að fyrir eftirvæntingu og tilhlÖkkun. Hun fór á fætur fyrir ailar aldir, tók fiðrið út úr bakarofninum og tróð því í svæfilinn og hreinsaði ofninn síðan vel og vandlega. Þá heyrði hún eitthvert annarlegt þrusk á bak við sig og leit við. — Hamingjan hjálpi oss, stundi hún. Gæsin kom nefnilega vaggandi út úr búrinu, allsnakin, sem vonlegt var, og' hún var reikul í spori eins og drukkin kerling, sem ekki var held- ur að undra. — María, María, hrópaði maður- inn inni í svefnherberginu, — alveg var ég búinn að gleyma því, að það er hægt að sjóða gæsabeinin í súpu. Hún er einhver sá bragðljúfasti mat- ur ... Hann kom fram í svefnherbergis- dyrnar. — Guð sé oss hæstur, and- varpaði hann og hneig niður á stól. Þáu stöjðu orðlaus á gæsina, sem þau höfðu áiiíið steindauða fyrir da;gri síðan. Þegar þau lögðu gæsar- skrokkinn á búrlúlluna, hafði hann verið óumræðilega girnilegur til matar, en nú lá við sjáift, að hann væri dónþleg sjón, þar sem hann vaggaði og reikaði um í allrj sinni nekt. Og gæsin baksaði með vængja- stúfunum, lyfti öðrum fætinum í því skyni að hagræða flugfjöðrunum, en greip í tómt. Henni skildist auðsjá- anlega þegar, að eitthvað væri bogið við tUVeruna; hún lyfti fætinúm aft- ur, en þegar allt fór á sömu leið, tók hún að vagga sér og tvístíga og vissi bersýnilega ekki hvað gera skyldi. Þeim hjónunum leið ekki tiltakan- lega vel. Gæs'nni leið ekki tiltakanlega vel heldur. Hún kunni bölvanlega við þessa óvæntu breytingu, sem á henni var orðin. en þar eð ekkert var við slíku að gera, staulaðist hún að arninum, lagði sig fyrir á ábreiðunni og sveigði reyttan hálsinn að reytt- um skrokknum. Það hafði verið eitt- hvað notalegx-a, þegar hún gat falíð höfuðið í ylmjúku fiðrinu. — Æ, hver þremillinn, tuldraði maðurinn, — nú kem ég of seint til vinnu. Þau drukku gervikaffið og mæltu ekki orð frá vörum; síðan fór maðurinn til vinnu sinnar, en konan fór út og stóð lengi dags í biðröð við eina verzlunina. Gæsin svaf eins og rotaður selur, þegar konan kom aft- ur heim, og það var ekki fyrr en hún fann ilminn af steiktum kartöflum, að hún rumskaði við sér og fór á kreik. Konan gaf henni vatn að drekka og kartöfluskræling að éta, og igæsin Var svo soltin, að hún sporðrenndi öliú, sem upp í hana var látið. — Iío-ho-ho, byrjaði hún, en nefið var enn dálítið máttvana. Og þá varð gæsinni það að ráði, að hún staulað- isL til konunnar og lagði höfuðið í skaut henni þar sem hún sat; ef til viU hefur hún ekki verið fyllilega útsofin eða hún hefur haft höfuð- verk af svefnlyfinu; en víst var um það, að hún virtist treysta konunni og trúa henni fyrir örlögum sínum. — Franz, sagði konan við mann- Lnn, þegar hann kom heim til kvöld- verðar, -— ekki getum við drepið gæsargreyið öðru sinni. . . . -r- Nei, svaraði maðurinn. — Það getum Við ekki. Konan klappaði gæsinni á heran kollinn. — Miltið held ég þér verði kalt, vesalingur, sagði hún. — Já vesalings fuglinn, sagði maðurinn, — og vetrarhörkurnar haldast lengi enn. Hann varð ósköp dapur á svipinn. Það er óþarft að orðlengja það. Konan rakti upp rauðu prjónapeys- una sína og prjónaði gæsinni buxur og speysu úr upprakinu — vakti dag og nótt, unz verkinu var lokið. Gæsin hafði aldrei séð slíka flík áður. Þaðan af síður komið í slíka flík. Það gekk heldur ekki þrauta- laust að koma henni í hana og fá hana tU að bera hana, en smám sam- an. vandist hún henni. Nábúarnir vöndust því líka smám saman að sjá reytta gæs, klædda hárauðri peysu og buxum, vagga um garðinn fyrir utan húsið, og lögregluþjónarnir gerðu ekki annað en glotta. ... Þau hjónin tóku miklu ástfóstri við þessa gæs. Hún fékk sama jóla- mat og þau sjálf, steiktar kartöflur og rauðkál. Og konan gaf manninum sínum s’#úil í jólagjöf. Mjúkan svæfil, troðinn gæsafiðri. Hún hafði saum- að í hann með rauðu garni: Sofðu rótt, — og garnið hafði gengið af upprakinu úr prjónapeysunni henn-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.