Vísir - 30.04.1933, Side 1
Ritstjóri:
PÁLL STEINGRlMSSON.
Sími: 4600.
Prentsmiðjusími: 4578.
V
Afgreiðsla:
\ USTURSTRÆTl
Sími: 3400.
1 2.
Prentsmiðjusími: 4578.
23. ár.
Reykjavík, sunnudaginn, 30. apríl 1933.
116. tbl.
NÝbreytni
í fyrra var, fyrir forgöngu
ýmsra framleiðanda innlends
varnmgs, stofnað til 'svokall-
aðrar „íslenskrar viku“, í þvi
skyni að hvetja menn til þess
að nota innlendan varning sem
mest, í stað erlends. Nokkm
síðar var svo iðnsýningin hald-
in, hér í Reykjavík, og varð
hún að sjálfsögðu stórfengleg
auglýsing fyrír íslenskar iðn-
aðarvörur. Það er hinsvegar
augljóst, að áhrif slíkrar stað-
bundinnar auglýsingastarf-
semi, næði tiltölulega skamt, ef
ekki nyti blaðanna við. Áhrifa-
ríkasti þáttur allrar auglýs-
ingastarfsemi, verður altaf
auglýsingastarfsemi blaðanna.
En áhrif þeirrar starfsemi, geta
verið misjafnlega víðtæk, eft-
ir því, hvernig henni er hagað.
Daglega flytja blöðin aug-
lýsingar, sem að sjálfsögðu
gera það gagn, sem þeim er
sérstaklega ætlað, með þvi að
gera daglegum lesöndum blað-
anna kunnugt um það, sem
auglýsendurnir vilja láta þá fá
vitneskju um. En fjöldi þeirra
sem þá vitneskju fá, er að
sjálfsögðu takmarkaður af tölu
þeirra manna, sem blöðin
lesa daglega. Því er það, að
farið er nú að tiðka það, að
gefa út sérstök auglýsinga-
stórblöð, ef sérstakt tilefni þyk-
ir vera til þess að gera áhrif
auglýsinganna sem sterkust og
víðtækust, og eru blöðin þá
höfð frábrugðin því venjulega,
ekki aðeins að stærðinni til,
heldur einnig að efni og frá-
gangi og þeim dreift út meðal
ahnennings.
Útgeföndum „Vísis“ hefir nú,
í tilefni af því, að starfsemi sú,
sem hafin var með „íslensku
vikunni“ i fyrra, er endurtek-
in þessa dagana, liugkvæmst,
að gefa út siíkt sérstakt aug-
lýsinga-stórblað, og helga það
íslenskum iðnaði og islenskri |
verslun. Báðar þessar starfs- j
greinir eru tiltölulega ungar
með islensku þjóðinni. íslensk- j
ur iðnaður má i raun og veru
teljast að vera í fæðingunni.
Og islensk verslun er aðeins
fárra áratuga gömul. Öllum er
þó ljóst orðið, hve veigamikil
áhrif það hefir haft á velmeg-
un þjóðarinnar, framfarir og
menningu alla, að verslunin
hefir komist í hendurinnlendra
manna. Og menn vita það, að
sama máli er að gegna um iðn-
aðinn. Það er því full ástæða
til þess, á þeim erfiðleikatím-
um, sem nú ganga yfir, að
magna öll þau öfl, sem nokk-
urs megna, til að auka viðgang
þessara starfsgreina. — Það er
tilgangurinn með útgáfu þessa
blaðs, sem ráðgert er að verði
að minsta kosti tvítugfalt að
stærð, að „leggja hönd á plóg-
inn“ í þessu skyni.
„Vísir“ þykist nú hafa á-
stæðu til að gera sér góðar von-
ir um, að þessi tilraun hans
takist vel. Hann hefir yfirleitt
fengið ágætar undirtektir aug-
lýsanda, hajði úr iðnaðarstétt
og kaupsýslumanna, sem hafa
látið blaðinu í té auglýsingar
um framleiðsluvörur sínar og
verslunarvörur. Hefir mikil
rækt verið lögð við það, að
gera þessar auglýsingar sem
best úr garði, svo að menn geti
fengið af þeim sem glöggvasta
liugmynd um fyrirtæki þau,
sem hlut eiga að máli, og varn-
inginn, sem þau hafa á boð-
stólum, og eru i því skyni
margar auglýsingarnar prýdd-
ar myndum af munuin þeim,
sem þær fjalla um. Má líka
telja, að blaðið standi vel að
vígi, til þess að hið ytra útlit
þess geti orðið hið prýðilegasta,
þar sem það er prentað i ein-
hverri fullkomnustu prent-
smiðju landsins.
Þá þykist blaðið ekki síður
geta miklast af því, hvernig til
hafi tekist um val á aðalefni
þess og meðferð á þvi. Birtast
i þvi þrjár merkar greinir, um
viðskiftamál og iðnað, eftir á-
gætan, ungan vísindamann.
Höfundurinn, dr. Björn Björns
son, hefir nýverið lokið hag-
fræðiprófi við háskólann i
Heidelberg, og einnig hlotið
þar doktors-nafnbót fyrir bók,
sem Iinrm skrifaði um íslenska
versiun. Mun hann vera ein-
hver hinn efnilegasti fræði-
rnaður íslenskur i sinni grein.
Þessar þrjár ritgerðir hans,
sem birtast i þessu blaði, eru
um:
1. Viðskifti og viðskiftafræði.
2. Iðnað og iðju.
3. Verslun Islands.
Er það fullvíst, að menn
nrunu lesa þessar ritgerðir sér
til ánægju og gagns.
Þá lrefir blaðið og 'fengið
leyfi til að birta fróðlega grein
um innflutningshöftin, sem að
vísu hefir birst áður í Verslun-
artíðindum, en er svo merkileg
og bygð á svo ítarlegum rann-
sóknum, að rétt virtist að hún
kæmi fleiri mönnum fyrir sjón-
ir en þeirn, sem Verslunartið-
indin hafa milli handa.
Loks má gera ráð fyrir því,
að það veki ekki alllitla athygli
á blaðinu, að í þvi birtast
nryndir af fjölmörgum mönn-
um, eigöndum og forstöðu-
mönnum iðnaðar- og versl-
unarfyrirtækja, Sumir þess-
ara manna eru nú lands-
kunnir, en flestir þeirra eða
þeir allir eru meira og minna
kunnir, víða um land. Um
ýmsa þessara manna, og ef til
vill vel flesta, er svo ástatt,
að þeir eru fæddir og uppald-
ir og eiga ættingja og vini í
ýmsum héruðum landsins. Af
því, hve þessar atvinnustéttir
eru ungar í landinu, og þó um
leið i öruin vexti, leiðir það,
að tiltölulega miklu meiri fjöldi
þessara Inanna, eru aðfluttir
borgarar, þar sem þeir starfa,
heldúr en gerist t. d. i öðrum
löndum, þar sem stéttirnar eru
orðnar gainlar og grónar, syn-
ir hafa tekið við af feðrum í
marga Jiðu og nýir menn eiga
erfitt uppdráttar. Af þessum
ástæðum var það talið alveg
víst, að vel myndi mælast fyr-
ir, að birta þessar myndir, og
að það mundi vekja meiri for-
vitni og atliygli á blaðinu, og
því fleiri vilja kynna sér það.
Var upphaflega ráðgert, að fá
leyfi til að birta myndir af eig-
endum og forstöðumönnum
sern allra flestra atvinnufyrir-
tækja, en það hefir því miður
ekki tekist. Ef til vill gefst þó
tækifæri til að bæta úr því
síðar.
Fleira virðist ekki ástæða til
að taka fram um þessa blað-
útgáfu. Tilgangurinn með
henni er sá, að stuðla að því,
að iðnaðar- og kaupsýslumenn
geti kynt almenningi viðsvegar
um landið varning sinn, og að
greiða með því fyrir hagkvæm-
um viðskiftum manna á milli.
Að lokum skal þess getið, að
mynduril (og frásögnum um
atvinnufyrirtadrin) er ekki rað-
að eftir, neinni fastri reglu.
Myndirnar urðu síðbúnar, og
varð að prenta þær jafnóðum
og þær bárust blaðinu.
iiiinniiiiniiiiiniiiniiiiniiiiinniniinniininmiiiiiiiiiiinmiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiuiiiiiiHiiiiiiiniiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiii[|[iiiiiiinunmiuiHiiiiiiiii[Hiiiiiii[iii!iii[|
■ Fataefni, frakkaefni, buxnaefni,
ávalt í miklu. úpvali, fpá því ódýpasta til
þess dýpasta, sem til ep á mapkaðinum. 1
Til þess að fullnægja ailra eftipspupn, hefi eg sett á
stofix hpadsaum á fötum við liliðina á liinni áðup þektu
vinnustofu minni. Get þess vegna selt föt fpá 75.00 úp
ágætum skoskum, enskum og nopskum efnum.
Föt send gegn póstkröfu um land alt. Sauma eftir að-
sendu málL Sparið óþarfa útgjöld og fyrirhöfn. Sendið
mál af ykkup til mín, og mun eg senda velgerð föt eftir
hvers ósk.
Látið íslenskar, iðjusamar hendur hafa nóg að starfa.
I Andrés Andrésson, Langaveg 3.
iiiiiiiinmiiiimiiiiimniniiiiiiiiiiiiiiniiiiniiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiHiHiiniiiiniiiiiiiiimiHiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiniiiiiiinnmHininiiiiHHiiiiiiuiiniiiiiM