Vísir - 30.04.1933, Síða 2

Vísir - 30.04.1933, Síða 2
VÍSIR ;*sfew*vV. • ^y,. n Stofna Skrifstofuhús S. í. S- við Sölfhólsgötu. Sápuverksmiðian ,Sjðfn‘ Akureyri framleiðir allar tegundir af sápu, svo sem krystalsápu, græn- sápu, sólsápu og liandsápu af ýmsum gerðum. Enginn íslendingur ætti framar að gera sig sekan í því, að kaupa útlenda sápu. Sápan frá „Sjöfn“ fæst hjá öllum kaupfélögum landsins og mörgum kaupmönnum. f heildsölu hjá oss eða beint frá verksmiðjunni á Akureyri. Samband fslenskra samvinnufélaga Reykjavík. Sími 1080. Sími 1080. Kiæð&verksmiðjan „Gefjnn li Akupeypi vinnur lopa, band og dúka úr islenskri ull. fjTÍrliggjandi: Lopa af ýmsum litum, Band, margar tegundir, Karlmannafataefni, Yfirfrakkaefni, Dreng j af ataef ni, Kjólaefni, Kvenlcápuefni. Sportbuxur, Skyrtur með rennilás. Hásetabuxur, Hásetastakkar (doppur), Prjónavörur, ýmiskonar. Hefir altaf Verksmiðjan hefir útsölumenn í flestum verslunarstöð- um landsins. í Reykjavík hefir verksmiðjan útsölu og sauma- stofu á Laugaveg 33, en eftir 14. mai á Laugaveg 10. Þar eru til sölu allar tegundir af framíéiðsluvörum verksmiðjunnar, og þar fást klæðskerasaumuð föt og frakkar, úr góðu efiii, fyrir lágt verð. Simi útsölunnar er 2838. Eigendup þess epu 30 samvinnuf ; ' i iandsiiis. — Tala félagsmanLna Klæðaverksmiðjan Gefjun, AkurejTÍ. Samvinnuhreyfingin á Islandi byrjaði um 1870. Þau verslunarfélög bænda, sem stofnuð voru um það leyti, náðu þó eigi varanlegum þroska, en liðu undir lok eft- ir fárra ára starf. Fyrsta samvinnufélag- ið, sem festi djúpar rætur og varð lang- líft í landinu, var Kaupfélag Þingejánga, er var stofnað 1882. Stofnendur þess voru bændur, sem höfðu komið auga á nauð- syn þess, að ná versluninni í sínar eigin hendur, og losna á þann hátt undan valdi danskra kaupmanna, sem á þeim tímum voru því nær einvaldir á sviði verslunar og viðskifta í flestum kaupstöðum og kaup- túnum landsins. Bændunum var það ljóst, að meðan svo var liáttað verslunarmálun- um, að eríendir kaupmenn gátu ráðið út- söluverðinu á þeim erlendu vörum, sem fluttar voru til landsins, og jafnframt skamtað landsmönnum verð fyrir islenska framleiðslu, án þess að viðskiftamennirn- ir hefðu þar nokkurn íhlutunarrétt, þá var altaf sú hætta yfirvofandi, að kaupmenn- irnir notuðu þessa aðstöðu til þess að auðga sjálfa sig af viðskiftunum meira en góðu hófi gegndi, og hindruðu á þann hátt efnalegar framfarir í landinu. Verslunar- samtök bændanna voru þyí einn mikils- verðasti þátturinn í frelsisbaráttu þjóðar- innar á þeim tímum. Fleiri kaupfélög risu upp í ýmsum hér- uðum landsins. Alstaðar voru það bænd- ur, sem mynduðu félögin, og þannig er það enn i dag, að bændumir em helstu Smerkisberar samvinnustefnunnar á ís- landi, þótt sjómenn og verkamenn í kaup- stöðum landsins hafi einnig á síðari ár- um myndað nokkur samvinnufélög til verslunar og atvinnureksturs. Félögin önn- uðust innkaup erlendra vara fyrir félags- mennina og enn fremur sölu framleiðsl- unnar. Eitt af fyrstu verkum flestra félaga, var að reisa sláturhús á verslunarstöðun- um, þvi að bætt meðferð islenskra vara var frá upphafi mikilsverður þápur i starfi félaganna, enda kom árangur jæirrar starf- semi brátt í Ijós með hækkandi verði is- lenskra vara á erlendum markaði. í þessu sambandi má benda á það, að Ivf. Þing- eyinga byrjaði að láta framkvæma ullar- mat, löngu áður en nokkrar reglur voru settar um vörumat hér á landi. Fyrstu 2—3 áratugina höfðu káupfélög- in viðskifti viði útlenda umboðssala, s,em útveguðu þeim vörur og seldu afurðir jieirra utanlands. Samvinnumönnunum varð jiað hrátt ljóst, að eins og það var ávinningur fyrir livern einstakan bónda, að vera i kaupfélagi, var jiað einjiig liags- munamál fyrir félögin að sameinast um heildverslunina. Það varð því næsti áfang- inn hjá samvinnumönnum, að ná einnig þeim þætti viðskiftanna í eigin liendur, og í því skyni mynduðu þrjú félög í Þing- eyjarsýslu samband sín á milli árið 1902, sem þau nefndu „Sambandskaupfélag Þingeyinga“. Fyrstu árin hafði Samband- ið þó ekki á hendi innkaup eða sölu á vörum fyrir félögin, en sendi stundum mann til Englands og Danmerkur, til að aðstoða umboðsmenn félaganna við vöru- kaup o. fL Árið 1907 voru 7 félög gengin í Sam- bandið. Var þá nafni þess breytt og það nefnt „Sambandskaupfélag Islands“. Á því ári byrjaði Sambandið að selja aðal- útflutningsvöru félaganna, saltkjötið. — Sama ár byrjaði Sambandið einnig að gefa út tímarit, sem hefir komið út síð- an, 3—4 sinnum á ári. Á aðalfundi Sambandsins 10. ágúst 1910 var nafni þess breytt i „Samband íslenskra samvinnufélaga“, sem það hefir heitið síð- an. Veturinn 1912 byrjaði það að senda mann um sveitir landsins, til að flytja fyrirlestra um samvinnumál, og hefir gert það flesta vetur síðan. Árið 1915 voru Sambandsfélögin orðin 9 að tölu. Þá setti Sambandið á stofn skrifstofu i Kaupmannahöfn og fór að selja allar helsu útflutningsvörur' félag- anna og kaupa inn vörur fyrir þau. Árið 1917 var aðalskrifstofa jiess flutt til Reykjavikur, og hefir verið jiar siðan, en skrifstofan i Kaupmannahöfn liélt áfram sem útbú frá aðalskrifstofunni. Ár- ið 1917 sendi Sambandið erindreka til New York, til að annast jiar innkaup og sölu. 1920 var sett á stofn skrifstofa í Leith, en þá jafnframt hætt að hafa er- indreka í New York. Veturinn 1916 byrj- aði Sambandið að haldá námskeið fynr samvinnumenn, en haustið 1918 stofnaði það Samvinnuskólann, sem hefir starfað síðan og er tveggja vetra skóli. Árið 1917 voru 15 félög komin í Sam- bandið. Eftirþað fór þeim óðum að f jölga og nú eru þessi samvinnufélög i Sam- bandinu: 1. 2. . 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. Kf. Snæfellsáss, Arnarstapa. — Stykkishólms, Stykkishólmi. — Hvammsfjarðar, Búðardal. — Saurbæinga, Salthólmavik. — Króksfjarðar, Króksfjarðarnesi. — Rauðsendinga, Patreksfirði. — Dýrfirðinga, Þingeyri. — Önfirðinga, Flateyri. — ísfirðinga, Isafirði. — Nauteyrarhrepps, Arngerðareyri. Vf. Steingrímsfjarðar, Hólmavik. — Hrútfirðinga, Borðeyri. Kf. Vestur-Húnvetninga, Hvamms- tanga. Slf. Austur-Húnvetninga, Blönduósi. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Vf. Vindhælinga, Skagaströnd. Slf. Skagfirðinga, Sauðárkrók. Kf. Skagfirðinga, Sauðárkrók. — Fellshrepps, Hofsós. Svf. Fljótamanna, Haganesvík. Kf. Siglfirðinga, Siglufirði. —i Verkamanna, Akureyri. — Eyfirðinga, Akureyri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.