Vísir - 30.04.1933, Side 7

Vísir - 30.04.1933, Side 7
VÍSIR Allskonar ^lugga, hurdir lista, úp furu, opegonpine og teak, fá raenn best og ódýpast frá trésmiðju voppí í Reykjavik. Venjulega fyrirliggjandi allar algengar teg- undir og stærðir af gluggum, hurðum, hurð- arkörmum, gólflistum, karmlistum (gerikt- um), loftlistum og ýmsum öðrum listum. — Ennfpemur niðursagað efni í amboð. Hvepgi betra efni. Hvergi betra verð. Kaupið vandað efni og vinnu. Þegar búsin fara að eldast, mun koma í ljós, að það marg borgar sig. Timbi&rirersluitiii Völundur h.i. Reykjavík. Talsimi 1431. Símnefni: VÖllllldLlI]?* Stæpsfa og fullkomnasta trésmidja landsins. t ur hefðu verið svipaðar á báð- um heimilunum. Þær voru það, þegar eg koma þar. En hitt duldist ekki gestsauganu, að á A-heimilinu var búskapurinn í hnignun, en á B-heimilinu í framför að sama skapi. — Eg verð að biðja afsökunar á því, hve fjölorður eg hefi verið um þessi tvö barnaheim- ili. En mér hefir svo oft orðið á að bera þau saman i hug- anum, er eg hefi hugsað um ráðdeild okkar Islendinga — •eða öllu heldur ráðdeildarleysi, hugsunarleysi. Það er svo ó- sköp þægilegt, að fá alt full- gert upp í hendurnar, ódýrt en ónothæft glingur, kasta út fyr- Ir það peningum, sem eruokk- ur þar með horfnir að eilífu. Er ekki nauðsyn á að vekja okkur tii -umhugsunar um þetta öðru hverju? Er ekki nauðsyn á íslenskri viku, til þess að fá okkur til að stað- næmast stundarkom og athuga þessar ástæður? Eskimóar og Kínverjar. Eskimóar — eða flestir kyn- þættir þeirra — eta selakjöt „í allan mat“, eins og sagt er. Þeir eta að visu fleira, ef svo ber undir, en hafi þeir nóg af selakjöti, þurfa þeir ekki ann- að til lífsviðurhalds. Þeir norð- urfarar, sem tekið hafa þá sér til fyrirmyndar oglifað afsömu fæðn og þeir, þ. e. fæðu, sem aflað er á þeim slóðum, hafa þolað alt, ekkert orðið að meini við veru sína á norðurvegum; aðrir, sem treyst hafa á fæðu- tegundir sunnan úr sólríkari íöndum, hafa liðið margskon- ar hörmungar, og margir þeirra borið þar beinin. , Vilhjálmur Stefánsson segir á einum stað, að til þess að lifa þægilegu (comfortable) lífi, þurfi ekkert annað en sel. Ekki til þess að geta dregið fram líf- ið, heldur til þess að lifa þægi- legu lifi. Þar miðar hann að vísu ekki að eins við selakjöt til fæðu, lieldur einnig við sel- skinn til klæðnaðar og selspik til ljósmetis og eldsneytis. Þetta segir maður, sem þekkir til hinna fjölbreyttu fæðutegunda hvítra manna og er ekki á hon- um að heyra, að hann vilji skifta á selakjötinu einu sam- an fyrir þær. Kínverjar eta lirísgrjón „í allan mat“. Þeir eta sjálfsagt aðrar fæðutegundir, ef svo ber undir. En það er með þá og lirísgrjónin eins og Eskimóa og selakjötið, að hafi þeir að eins hrísgrjón, þurfa þeir ekki aðrarfæðutegundir. Hrísgrjón- in þeirra gefa þeim alla þá næringu, er þeir þarfnast. Nú veit eg ekki öllu ólíkari fæðutegundir en selakjöt og hrísgrjón. Eftir almennum matarhæfisreglum mundi vera I sagt, að það væri sök sér, að I lifa á báðum þessmn fæðuteg- | undum saman, láta þær bæta hvora aðra upp, en að það mundi enda með skelfingu, að* ætla sér að lifa á annari teg- undinni einvörðungu. Þó er hér ekki að ræða um neinar kenningar eða ágiskanir, held- ur áþreifanlegar staðreyndir. Ef þessu væri nú snúið við þannig, að Eskimóar ættu að fara að lifa á hrísgrjónum ein- um saman og Kínverjar á sela- kjöti, hvemig mundi þá fara? Eg þykist. viss um, að það mundi enda með skelfingu fyrir háðum. ' Hvernig stendur þá á þessu? Eg held að skýringin sé sú, að það sé manninum hollast, sem vex upp á sömu slóðum, við sömu skilyrðin og hann býr við sjálfur. Ef hrisgrjón yxu á Grænlandi og í Norður- Kanada, mundu Eskimóar þrifast vel af þeim, og eins mundu Kinverjar þrífast vel af selakjöti, ef selir veiddust í ám og vötnum i Kína. Finst ykkur ekki, góðir ís- lendingar, að þetta sé athuga- vert fyrir okkur? Það, sein við framleiðum, er mestmegnis matur, kjarnmiklar og heil- næmar fæðutegundir. Við er- um auðvitað svo „mentaðir“, að vilja hafa fæðutegundir okkar sem fjölbreyttastar, og kaupum þvi ógrynnin öll af fæðutegundum, sem ræktaðar hafa verið undir suðrænni sól og eru heilnæmar fyrir þá menn, sem þar búa. En eru þær jafn nauðsynlegar eða hollar okkur og þeim? Við gleypuin i okknr allar mögu- legar kenningar vísindanna um hitaeiningar og kaloriur og hvað það nú heitir alt sam- an, f\TÍr utan a-, b-, c- og eitt- hvað dálitið aftur eftir stafróf- inu af vítaminum. Hvað er mikið af hverju þessu í hrís- grjónum Kínverjanna eða sela- kjöti Eskimóanna? Eg held að jurtir, sem lifa og þróast við hina sömu, ská- höllu geisla sólarinnar eins og við, hér norður á hjara heims, og dýr, sem lifa á þeim jurt- um og þurfa að verjast sama veðurfari og við, veiti þá nær- ingu sem okkur er hollust. Eg held að matarlystin, niaginn og likaminn yfirleitt sé besti mælikvarðinn á þá hluti. Og þeir, sem virkilega hafa reynt það, að njóta óbrotinna, íslenskra fæðutegunda, munu hafa komist að raun um, að matarlystin, maginn og líkam- inn yfirleitt nýtur ekki aiinar- ar fæðu betur. Við íslendingar framleiðum mestmegnis mat, hollar og kjarnmiklar fæðutegundir. Er það ekki eins og að flytja kol til Newcastle, að flytja manna- fóður til Islands? Sé ekki um nóga fjölbreytni að ræða, er þá ekki skynsamlegra að notfæra sér það, sem vex upp úr sama jarðveginum og við sjálf, rækt- að eða vilt? Verður okkur það ekki heilnæmast? Er eklci nauðsyn á að vekja okkur til umhugsunar um þetta öðru hverju? Er ekki nauðsyn á ís- lenskri viku til þess að fá okk- ur til að staðnæmast stundar- korn og ihuga þetta? Dælt er heima hvað. Eg hefi hér dvalið nokkuð við smávægileg efni, og hefði ef til vill verið nær að gera eitthvað það að umtalsefni, sem meira var um vert. Eg hefi gert það með vilja, til þess, ef verða rnætti, að vekja skilning á því, hve alt er nota- drýgst, sem heima er fengið. Okkur hættir of mjög við, að einblína á verð og útlit hlut- anna. Við kaupum hjólbörur handa börnum okkar, málað- ar utan og innan, en gætum hins síður, að þær eru ónýtar eftir fyrsta daginn; við sneið- um hjá öðrum, ef þær eru nokkrum aurum dýrari, þótt þær endist barninu tifalt leng- ur. Okkur vantar skilnihg á þvi verðgildi, sem þeir hlutir hafa, er gerðir eru að okkar fyrir- lagi, eftir okkar þörfum og af islenskum höndum. Það er eins og sá hlutur hafi sérstaka sál sem eg veit um hvernig til er orðinn, sem gerður er með sérstakri umhugsun fyrir min- ar þarfir, sem eg á meiri eða minni hlutdeild i sjálfur. í>essa sál á útlenda verksmiðju- skranið ekki til. Eg hefi sneitt hjá þvi, sem meira er um vert, af þvi að það liggur meira í augum uppL Islenska vikan fer í hönd. Við göngum undir prófið. Við hefðum aldrei greitt því at- kvæði, að islenska þjóðin væri tekin upp lir ættlandi sínu og sett niður á Jótlandslieiðar. Við sýnum heldur, að við kunnum að búa í landinu. Við látum búskapinn vaxa fram en ekki fara hnignandi. Við fleygjum ekki aurunum út úr landinu fyrir útlent skran, kjósum heldur minna og gagn- legra, unnið af islenskum höndum. Við notum og njót- um okkar góðu, innlendu fæðutegunda. Við sýnum, að við kunnum að búa i landinu okkar! Og við munum komast að raun um, að „dælt er heima hvað." Ársæll Árnason. Nýtt talsamband. Beinu talsamandi hefir fyrir nokkru verið komiö á milli Par- ísar og Manilla á Filipseyjum. (FB.)

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.