Vísir - 30.04.1933, Síða 9

Vísir - 30.04.1933, Síða 9
VÍSIR 30. apríl 1933. Lárus Gr Stofnsett 1877. RETKJAVÍK. Bankastræti 5 og Þingholtsstræti 11. Símar: 3082, 3882 og 4882. Besta sönnun fyrir því að vér seljum og framleiðum fyrstíi ílokks SKÓFATNAÐ, er liin sívaxandi sala, frá fyrstu byr jun,\enda hefir hags viðskiftavinanna ávalt verið gætt og svo mun fram- vegis verða. Fyrir ári síðan byr juðum vér að framleiða hússkó úr skinni — svokallaða „Spartaskó“ — í smáum stíl, en brátt jókst eftii'spurnin svo að bæta varð við vélum og starfsfólki. Á þessum stutta tíma hafa neðantaldar teg- undir unnið sér almenningshylli, enda er til fram- leiðslunnar vandað, sein mest má verða, og skóverslun. nýtísku vélar og besta fáanlegt efni notað og vinnan framkvæmd af þaulvönu starfsfólki. Vér framleiðum: Hússkó (,,Sparta“) úr svörtu og brúnu skinni með Cromléðurbotnum. Filtskó í ýmsum litum, með Cromleðurbotnum. Leikfimisskó úrhvitum striga, með Cromleðurbotnum. irmiskó fyrir kvenfólk og karlmenn úr ýmsum skinn- tegundum með Cromleðurbotnum. Ofangreindar tegundir sel jum vér í heildsölu, þó að eins til þeirra staða, sem vér ekki þegar höfum útsölu- menn. — Öllum fyrirspumum svarað greiðlega. • *> Virðingarfylst Lárus G. Lúðvígsson, skóverslun. Elftir dr. phil. Björn Björnsson. Bjöm Björnsson. 1 sveita þíns andlitis skalt þú brau'ðs þíns neyta. Þessi setning hinna austrænu trúarbragða, sem hlotið hafa meiri þýðingu fyrir Iand kvöld- sólarinnar en nokkur önnur trúarbrögð Austurlanda, varpar skýru ljósi á eðlishneigð þeirr- ar þjóðar, er þau fæddust með og er jafnframt talandi tákn sinna tima. Vinnan er bölvun, refsivöndur, lagður um aldur og æfi á herðar mannkynsins um leið og það steig hið fyrsta spor frá hinu frumstæða þró- nnarstigi dýrsins, lyfti sér til flugs í leit að æðri skilningi á tilverunni, gerði uppreisn á móti hinni ólífrænu, eilifu nátt- úru, sem alið hefir sjálft lífið í skauti sínu og nært það við barm sér. Maðurinn vill gerast herra jarðarinnar, brjóta til mergjar hin leyndu náttúru- lögmál, ná lykiavöldimum að hinum óteljandi, óþrjótandi orkulindum, skapa sér sjálfur þá Paradis, sem honum hafði verið heitið, ef hann gæti varð- veitt hina saklausu guðlegu nekt sina, falið um eilífð neista skilningsins í brjósti sinu, en hafði glatað vegna þrár sinnar eftir fullkömnun. Upphaflega og lengi vel er öll hugsun trúarlegs eðlis, allar skýringar á fyrirJjrigðum í náttúrunni, i umhverfi daglegs lífs, leit að uppruna þeirra og eðlis i yfimáttúrlegum, dular- fullum öflum. Heimþrá manns- andans, eftir æðri, uppruna- legum heimkynnum, handan við takmörk skynheimsins, villir honum sýn á hinum eig- inlegu, nærliggjandi viðfangs- efnum lifsins hér á jörðu. Þó að þróunarferill framleiðslu I og síðar viðskiftalífsins, sem óefað er sterkasti þátturinn í öllu þvi margþætta starfi og striti mannkynsins til uppfyll- ingar þess náttúrulögmáls, sem allar lifandi verur jarðarinnar eru fæddar til að rækja: verið frjósöm og fyllið jörðina, móti félags — þ. e. alt menningar- lífið meir en nokkuð annað, verður það samt mjög seint að íhugunarefni mannsandans. Það er of hversdagslegt, of sjálfsagt, of jarðneskt til að geta vakið sérstaka athygli á sér. Enda var það i raun og veru of fáþætt og einhliða til þess á meðan sárabtil félagsleg verkaskifting þektist. Viðskift- in voru miklu fremur undan- tekning en regla. Þannig var það á miðöldum i hinum ger- manska heimi. Jafnvel á blómaskeiðum fomaldarmenn- ingar Grikkja og Rómverja var sama máli að gegna. Að eins yfirstéttimar höfðu tækifairi til að rækja aðrar þarfir en hin- ar eiginlegu bfs- eða náttúru- þarfir. Stéttír þessar voru til- tölulega fámennar. Albr hinir voru ófrjálsir, bundnir á klafa framleiðslustarfseminnar i þágu æðri stéttanna eða voru blátt áfram sníkjudýr á póli- tískri metorðafýsn þeirra og hégómagirni. Öllum þox-ra f ólks- ins er það sameiginlegt, að lífs- nauðsynjar þær, sem þvi er skamtað úr hnefa, nægja að eins til að forða þvi frá hungri og dauða þegar best lætur. En af því að viðskiftín eru ekki orðinn neinn fastur þáttur i fé- lagslífinu, fylgir hungurvofan tiðum í fótspor harðæra og uppskerubrests. Samgön gurnar eru of ófullkomnar og ófub- nægjanvb tíl að geta jafnað ó- samræmið milli gnægðar og skorts, hvort sem heldur er i tíma eða rúmi. t fornöld og fram á síðasta hluta miðalda (frarn um 1100) yfirgnæfir frumfram- leiðslustarfsemin og eiginfram- leiðslaheiinilannaánfélagslegr- ar verkaskiftingar í athafnalif- inu. Þó að á stórbúuhum i róm- verska rikinu, sem mynduðu hinn efnalega grundvöll yfir- stéttanna, tíðkaðist mjög fjöl- breytt teknisk verkaskiftíng milli hinna ófrjálsu starfs- krafta, milli þrælanna, höfðu þausamteðaöllu heldureinmitt þess vegna öfluga tilhneigingu til sjálfsfullnægingar, til að úti- loka sig frá viðskiftalegu sam- bandi við umheiminn. A renaiesancetimunum í Ítalíu er þtíssi sama hugsjón enn þá hin rikjandi stefna i framleiðslu- starfseminni. 1 rómverska rik- inu bryddi snemma á tilraun- um af hendi rikisvaldsins til að auka velferð þegnanúa, t. d. með laguiugu vega, vatnsleiðsla og baða o. s. frv. En þessi við- leitni á uð litlu leyti rætur sínar að rekja til umhyggju fyrir viðskif talífinu. Vegirnir hafa fyrst og fremst hernaðarlega þýðingu og þeir eru bygðir að- abega.með tiUití til þess. í hin- um stórfenglegu byggingum op- inberast bsthneigð og metnað- argirni valdhafanna. Þær hafa jafnframt orðið minnismerki rányrkju þeirrar á vinnukraft- inum, sem alstaðar tiðkaðist, þó að það væri ekki tilætlunin. Mannvirki þeirra 'tima voru fyrst og fremst sprottin upp aí rótum valdboðs hinna voldugu en ekki viðskiftalegum stofni eins og flest mannvirki og menningartæki mitimans. .Af hinum tveimur sterku þátt- um viðskiftalífsins, valdi og viðskiftalögmáli, var sá fyr-* nefndi einn ríkjandi i at- hafna og framleiðslustarfsemi fyrri tíma. Fé og fjármunir höfðu enn ekki fengið nema ó- fullkominn aðgang að þeim véttvangi. Allan þennan tíma er hin líkamlega vinna í litlum metum höfð viðast livar. Hún er hlutskifti þrælanna og því frjálsbornum og tignum mönn- um ósamboðin. Ef þeir eiga að halda hinni félagslegu virðingu sinni óskertri, verða þeir alger- lega að snúa bakinu við ba-ði framleiðslu og arðstarfseminni "(hin síðarnefnda á þá enn nærri eingöngu heima i versluninni) en helga sig stjómmála- og heimspekisiðkunum. í fornöld er hagfræðin,að svo miklu leyti sem hún er til, ein grein af stjórnfræði og’ sið- fræði, á miðöldum tilheyrir hún siðfræði og guðfræði. Aristotel- es lagði grundvöUiim að verð- gUdis og verðkenningunni. A síðari hluta m,iðaldanna, þegar verslun og viðskiíti (þar með pernngaviðskiftin) taka að auk- ast, að nokkiái leyti i sambandi við krossferðimar, vefður kirkjan, sem gerir sig heima- komna á ölhim sviðum félags- lifsins, að taka afstöðn til við- skiftamálanna. Hún skoðar þau, eins og að bkindum lætur, fyrst og fremst frá spjónarmiði kristilegs siðgæðis. Aðalstarf- semi kaupmannastéttarinnar og vaxtatöku af peningum for- dæmir hún sein svik eða þjófn- að. Kenningar Tómasar frá Aquino, sem þýddi, jók og endurbætti i kristilegimi anda hagfræðiskenningar Aritoteles- ar leiddu af sér kirkjulegtbann gegn vaxtatökum. Annars legg- ur viðskiftastarfsemin enn leið sína fyrir það mesta um gamla farvegi. .larðvegurinn er þvi ófrjór fyrir framþróun við- skiftabfsins og þá einnig fyrir þióun þeirrar fræðigreinar, sem smám saman skapaðist i sam- bandi við þau, þegar fylbng timans var komin i þvi tillití. Þau viðhorf voru fyrst fyrir hendi, þegar nýi timinn hóf göngu sína. Ný öfl og nýir, áð- ur óþektir straumar bera við- skiftalífið inn á nýjar brautir. F.undur Ameriku og sjóleiðar- innar til Indlands gaf þvi þann :?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.