Vísir - 30.04.1933, Síða 35

Vísir - 30.04.1933, Síða 35
VtSTR I SLÁTÐRFÉLAGr SUBURLANDS | §§ Sími 1249 (3 línur) Reykjavík Símnefni: Sláturfélag Meildsala. Smásala. Niðupsuðuvörup allskonar. 1 Áskurðup ( 'sst (á brauö) fjöldi tegunda o. fL o. fl. E §§ Verslanip! Athugid tilkynn- s S ingu vora í vöruskrá „isiensku vik- EE E unnar“ og þér munuð sannfærast um, ,E að úrvaliö er fjölbreyttast og best bjá oss | Alt eigin framleiðsla. | Verðskrár senðar og pantanir afgreidðar um alt lanð. g ^niiuiiiiiiiEBiiiiiEiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiuiiiiiiiiiiBiiiiisBiiiifiiiiniHiBiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiivnimiii? erlendis. á þeim tíma, er mestar breytingar áttu sér sta‘5. Þeir eru áhugasamir mjög og hafa sett sér það takmark, aS íslensk heimili standi ekki a'5 baki bestu heimil- um erlendis um húsbúna'5 og útlit og aö þau verði ekki á eftir tím- anum í þeim efnum. Báru munir þeir, er þeir sýndu á iðnsýning- unni 1932, þess ljósan vott. Á Vatnsstíg 3 er nýbyrju'5 stál- húsgagnagerö, er starfar í sam- bandi viö smíðastofuna Reyni. Er }>a5 ný iSngrein hér á landi og á sennilega mikla framtiS fyrir sér. Veita því fyrirtæki forstöðu þeir Gunnar Jónasson og Björn Olsen, báöir hagleiksmenn hinir mestu. Dvöldu þeir bá5ir á Þýskalandi og kyntu sér þar, jafnhliöa ö5ru námi, stálhúsgagnagerö. Nýja Kaffibrensian, AÖalstræti 9, var stofnsett 1929 af Carli Ryden. í sept. 1931 urÖu Carl Rydén. þeir H. Ólafsson & Bernhöft með- eigendur aÖ hálfu, en Carl Rydén áfram framkvæmdarstjóri. Hefir kaffibrenslan stórar og fullkomn- ■ar vélar, og er útbúnaÖur allur eftir fylstu lcröfum nútímans. Framkvæmdarstjórinn, Carl Rv- ■dén, er fæddur 1891 í Reykjavík. Hefir hann starfað sem verslunar- maður frá unga aldri, m. a. sem ■deildarstjóri hjá Thomsen og Prop- pé-bræðrum. Var við kaffibrenslu hjá Thomsen, er hún hófst her 1905, með ágætum kunnáttumanni útlendum, og er því öllum hérlend- ■um mönnum kunnugri þessu starfi. Prentsmiðjan Acta. Haustið 1920 hóf Prentsm. Acta starfsemi sína í kjallara húss- íns nr. 6 við Mjóstræti. Byrjaði hún í smáum stíl, með aðeins 5 starfsmenn, en brátt uxu vinsæld- irnar og vinnan svo ört, að eftir fyrsta árið voru starfsmennimir orðnir svo margir sem frekast var hægt að hafa í þeim takmörkuðu húsakynnum. Árið 1922 var sett á stofn lítil bókbandsstofa í sambandi við prentsmiðjuna, sem annaðist alla smærri bókbandsvinnu, en 1924 keypti Acta allar bókbandsvélar Ársæls Árnasonar og hafði þá stærstu og fullkomnustu bók- bandsstofuna hér á landi. . Guðbjörn Guðmundsson. ■ Allar vélar, letur og áhöld prentsmiðjunnar voru keypt ný frá Þýskalandi og Ameríku og var allt af bestu og fullkomnus'tu gerö. Auk þess kom þessi prentsmiðja fyrst með ýms áhöld og hjálpar- vélar, sem óþekt voru áöur hér, en aðrar prentsmiðjur síðan tekið upp, gerðu ýmsa vinnu auðveld- ari og ódýrari. Varð þetta allt mjög til að auka á vinsældir prent- smiðjunnar og afla henni fastra viðskiftavina. Prentsmiðjan hefir jafnan leyst af hendi með sérstakri prýði hina vandasömustu vinnu, einkum hef- ir henni tekist vel með litmyndir, t. d. mynd eftir málverki Tryggva Magnússonar sem Sig: Þorsteins- son, Freyjugötu 11 gaf út og er það stærsta litmynd sem prentuð hefir verið hér á landi. Auk þéss er unnin þar öll almenn prent- og bókbandsvinna á bókum, blöðum, eyðublöðum, skrautprentun, o. s. frv. í fyrra vor flutti Acta vinnu- stofurnar á Laugaveg 1, og félck þar stærra og betra húsnæði, sem gerir henni mögulegt það, sem ekki var unt áður, að bæta við sig nýjmn vélum og áhöldum, svo hægt sé enn betur að fullnægja ströngustu kröfum viðskifta- manna, og mun það verða gert að nokkru nú á næstunni og svo áfram eftir þvi sem þörf krefur. Forstjóri prentsmiðjunnar hefir frá upphafi verið Guðbjöm GuS- mundsson, prentari. Er hann fæddur 23. nóv. 1894 að Vatns- koti í Þingvallasveit. Fluttist hann hingað til Reykjavíkur vorið 1906 og byrjaði prentnám í ísa- foldarprentsmiðju 1912. Sumarið 1919 fór hann utan til að kaupa prentsmiðjuna og kynti sér þá jafnframt ýmsar nýjungar á sviði prentlistarinnar. Hefir hann getið sér einróma vinsældir meðal við- skiftamanna sinna fyrir sanngirni í öllum viðskiftum. Áfengisverslun ríkisins hóf fyrir nokkru framleiðslu á hárvötnum og bökunardropum. Er hárvatnsframleiðslan enn á frum- stígi, en varan þykir þó góð, mið- að við verð hennar. Annars þarf mikla reynslu og þekkingu til þessarar framleiðslu. Ilmvötn og hárvötn batna við geymsluna eina saman, sé hitastígið hentugt, og eru bestu tegundir margra ára gamlar er þær koma á markaðinn. Bökunardropana tók Áfengis- verslunin að framleiða þegar óhjákvæmilegt þótti, að taka fyrir frjálsa verslun með þessar vörur sakir misnotkunar. Var svo komið um eitt skeið að fluttar voru til landsins áfengar drykkjarvörur í smálestatali, undir því yfirskyni að um bökunardropa væri að ræða. Eykst framleiðsla dropanna ár- lega hjá Áfengisversluninni, enda munu gæðin þar ekki standa að baki þvi sem gerist um erlendar vörur samskonar. , Lárus G. Lúðvígsson, skóverslun, er elsta skófatnaðarverslun bæj- arins, stofnuð árið 1877. Versl- unin ber nafn stofnandans, sem var skósmiður, átti fjölda barna en komst þó vel áfram með dugnaði sínum og reglusemi. Efni voru lítil í byrjun hjá stofnandan- um og litlir vaxtarmöguleikar með þeim ástæðum, sem þá voru í Reykjavík; þó jókst fyrirtækið smámsaman, sérstaklega eftir að synir stofnandans komust á starfs- aldur, og reka þeir verslunina nú og mun hún langstærsta fyrir- tæki þeirrar tegundar hér á landi. Verslunin hefir ávalt rekið skó- smíðavinnustofu jafnframt. í apríl í fyrra, eða fyrir réttu ári, var sett á stofn innlend skógerð i sambandi við hana. Voru fengnar nýjar vélar til þeirrar iðju og og starfa þar 5 manns. Framleidd- ir eru uð eins hússkór (inniskór) úr striga, skinni og flóka, og er framleiðslan nú 70—100 pör á dag. Skór þessir eru hinir prýði- legustu, standa alls ekki að baki erlendri vöru að útliti og er sér- staklega vandað til alls efnis i þá, svo sem vænta mátti af þessu firma, og verðið þó samkepnis- fært við erlenda vöru af sömu gæðum. Er von um, að með hag- sýni stjórnenda firmans takist þeim að láta þessar tegundir af skófatnaði leggja undir sig inn- ienda markaðinn. Prjónastofan Malín var stofnsett árið 1925. Stofnendur hennar voru Malin Hjartardóttir og systkini hennar, en Malin hefir staðið fyrir henni frá byrjun og gerir enn. Stofnun þessi byrjaði í smáum stíl og af litlum efnum, eins og oft vill vera hér hjá oss, en hefir altaf haft mikið að starfa og framleiðsl- an farið sivaxandi með ári hverju. líún hefir nú eignast hin nauðsyn- legustu verkfæri og vinna þar nú 8—12 stúlkur. Framleitt er alls- konar prjónles, sém nofnum ijá- ir að nefna, en þó einkanlega kvenna- og barnafatnaðir. Vinnu- stofan er þekt að vandvirkni, eti liefir þar að auki unnið sér sér- staka hylli almennings fyrir fjöl- breytni i formi og útliti fatnaðar þess, er hún framleiðir. Prjóna- stofan er í húsakynnum á Lauga- veg 17, en hefir útsölu á fram- lei'ðsluvörum sínum á Laugaveg 20. Magnús Þorsteinsson er fæddur 1892 á Álftanesi. Nam hann konfektgerð í Kaup- mannahöfn, var þar í 4 ár. 1918 stofnaði hann, í félagi við nokkra aðra menn, konfektgerðina „Freyju“, en tók við henni sjálfur árið 1922 og hefir rekið hana ein- Magnús Þorsteinsson. samall síðan. Hefir Freyja vaxið hægt, en stöðugt, sem sýnir það, að Magnúsi er sýnt um starfsem- ina. Hefir hún nú 16 manns í þjón- ustu sinni og mundi hafa fleiri ef húsnæðisleysi hamlaði ekki. Eins og sjá má af þessu er Freyja a& verða hin föngulegasta, og verður þó hér engu um það spáð, hve stór hún geti orðið eða umsvifamikil. Eru framleiðsluvörur hennar hin- ar prýðilegustu, bæði að gæðutn og smekklegu útliti. Framleitt er allskonar sa^gæti, suðu- og át- súkkulaði, konfekt o. fl. Hefir hún nýverið fengið í þjónustu sína þýskan korffektgerðarmann, lærð- an mjög og listgefinn, og býður hún nú fram konfekt, sem í engu stendur að baki góðum tegundum erlendum. Mjög kvartar Magnús undan ósanngjörnum tollum, eins og fleiri slíkir framleiðendur, en hér er ekki rúm til að fara nánara út í það. Þessi skápur § 4-1 ' ■ ! er til syms | í Blnggum 1 æ Guunsteins § Eyjólfssonar, | Laugaveg 34. Tek að mér allskonar trésmíði. æ Snæbjörn ©. Jónsson Laugaveg 3<£ B. — Sími 4935.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.