Vísir - 30.04.1933, Side 58

Vísir - 30.04.1933, Side 58
VlSIR 7 CHEVROLET /j 9 3 3 DUNLOP bílagúmmi á vöru- og t'ólksflutninga-bíla fæst af öllum mögulegum stærSum og margs- konar verðlagi. — Striginn hefir verið endurbættur nýlega að vefn- aði og efni, sem ekkert annað firma notar og fær ekki að nota. Ending er alveg frábær og Dun- iop gúmmí endist nú alt að helm- ingi lengur en flestar aðrar teg- undir. DUNLOP framleiðir gúmmihm, bætur til viðgerða á hverskonar gúmmívörum og lientug verkfæri til viðgerða. Ennfremur límbönd, kappa í dekk, bauka með limi, bótum, ventilum og viðgerðar- lækjum fyrir bíla og lijólhesta. Mjög lientugt til að hafa með sér á ferðalagi. ASalumboðsmenn á íslandi: Jóh. Qlafsson & Co., Reykjavík. FRIGIDAIRE Aðalumboð á íslandi: Jóh. Ólafsson & Co., Reykjavík. DUNLOP fann upp loft- fyltu gúmmihringana og hefir verið braut- ryðjandi ávalt siðan á sviði gúmmíiðnaðarins. CHEVROLET vörubílarnir liafa verið endurbættir í alla staði og bera 2500 kíló. Vélin er svo gangþýð og viðbragðsskjót að unun er að aka biln- um. Tvær lengdir eru smíðaðar og hægt að afgréiða með stuttum fyrir- vara. Endurbæturnar eru svo margar og mikilvægar, að of langt mál er að telja þær upp. Biðjið um myndir og verðskrá. JóhL. Ólafsson & Co., Reykjavík. FRIGIDAIRE kæliskápar eru nauðsynlegir á hverju lieimili til að verja hverskonar matvæli skemdum. Öllum ætti að vera ljóst, að skemdur matur er óhollur, að fleygja mat vegna skemda kostar heimilin mikið fé árlega. FRIGIDAIRE kæliskápur er þarfur hlutur og ekki dýrari en svo, að flestir gcla veitt sér hann. Skápurinn sparar heimilinu verð sitt á stuttum tima. FRIGIDAIRE gengur fyrir rafmagiý og eyðir sára litlum straum, þarf enga pössun og er mest seldi og ábyggilegasti kæliskápur sem þekkist. FRIGIDAIRE er venjulega fyrirliggjandi liér á staðnum. Spyrjist fyrir um verð og skoðið gerðirnar. GENERAL MOTORS. — FRIGIDAIRE. Hvaða gúmmívörur sem Dunlop merkið er á, standa fremstar i röð- inni á öllum tímum. Berið þessar vörur sam- an við aðrar tegundir og dæmið síðan. CHEVROLET verksmiðjumar selja nú fleiri bíla en tvær stærstu bila- verksmiðjurnar i heiminum samanlagt; það er þvi ekki nein verksmiðja hálfdrættingur á við CHEVROLET. CHEVROLET mannflutningabílarnir eru sterkari, vandaðri og fegri en flestir aðrir, liversu dýrir sem þeir kunna að vera. Þó hefir verðið lækkað. Rúðurnar á Chevrolet drossíunum eru þannig útbúnar, að hægt er að hafa alla glugga opna í einu án þess að nokkur minsti dragsúgur sé í bíln- um. Á þessum úlbúnaði er einkaleyl'i svo engir aðrir bílar en General Motors fást með slíkum þægindum. Þetta er talinn mesti kostur og vekur eftirtekt um viða veröld. Umboðsmenn á íslandi: Aðalumboð fyrir ísland: Joh. Ólafsson & Co., Reykjavík. 19 3 3 Hvaða rakvörur sem þér kaupið, þá gætið þess að Gillette vörumerkið sé á þeim, því þá fáið þér það besta fyrir litið verð. GILLETTE rakvélar fást nú af öllum mögulegum gerðum, frá allra lægsta verði og upp eftir. Ódýrustu vélarnar sem þær dýrari eru bygðar af sömu nákvæmni og vandvix-kni. Þótt þér lcaupið ódýrt, fáið þér vandaða ralcvél, sem ber af öðrum tegund- um í hvivetna. Eigið ekkert á hættu og kaupið Gillette. — Nýju Gillette rakvéla- blöðin eru smíðuð með stórum endur- bættri aðferð, sem tekið hefir verið einka- leyfi á um allan heim og engin önnur verk- smiðja má nota. Nýju blöðin eru úr tvennskonar stáli þannig, að eggin og blaðið upp að skoru er jafn fokhart, en endarnir á blöðunum úr seigu stáli svo blöðin geta ekki brotnað, hversu mikið sem þau eru beygð. Öll nýju blöðin eru jöfn og flugbita, bitið endist lengi, svo þér rakið yður best og ódýrast með Gillette. GILLETTE rakkremið er þekt um allan heim eins og aðrar vörur frá þessu firma. Það verkar fljótt, mýkir vel liúðina og kostar minna en flestar aðr- ar tegundir.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.