Vísir - 24.12.1948, Blaðsíða 2

Vísir - 24.12.1948, Blaðsíða 2
2 JÖLABLAÐ VISIS Jól Eitir í VI innipff/ 1947. síra Eirík Mirtjnjjótfssttit. prrsi fid MJtshátunt- í Winnipeg clvaldi eg ásanit fjölskyldu jninni frá iúnilokum 1947 til júlíloka 1948. Þetta var merkilegur tími og verður ógleym- anlegur fyrir margra hluta sakir. I'ólkið i FyTsta lút. söfnuði bar okkur á liöndum sér af frábærri vinscmd og elskusemi. Tvær nefndir stjórna málefnum safnaðarins, safnaðarnefnd- in og djáknancfndin. Forseti hinnar fvrr- nefndu er Lineoln G. Johnsen en hinnar sið- arnefndu Árni G. Eggertsson, ágætir menn, gáfaðir, háttprúðir, samvinnuþýðir og inni- lega áhugasamur fyrir kristindómi og kirkju. Sanistarfið með nefndum þcssum var frábær- lega gott. Yfirleitt hjálpuðust allir að því, að gera okkur dvölina og starfið sem ánægju- legast. Sumarið leið, lilýtl og milt. Uaustið kom og fór, heiðrikir dagar og stjörnubjartar, Irið- sælar tungiskinsnætur, 20 stiga hiti allan okt- óbermánuð og ekki blalcli hár á höfði. Og skammdegið nálgaðisl, dagarnir stvttust, dimman cix, en þetta óriúfanlega myrkur a norðurslóðum kom ekki. Það var eins og í myrkrinu væri hulin birta, sem lofaði nýjum degi. Svo komu jólin með birtu og yl. I’aö er gömul og ný revnsla. Þau hafa veriö Isjend- ingum mikil háliö í þúsuntl ára sögu. en feg- urst i íilhlökkun, vomim og draumum. Þaö sama má segja um allt, sem manninum er lijartfólgnast. Þegar íslendingar gerðust land- námsmenn i Ameriku: í annaö sinn, héldu þeir uppi þeim siöum, venjum og heimilis- liáttum, er þeir ólusl upp við á íslandi. Það var þeim eðlilegt og sjálfsagt, annað kom eiginlega ckki til greina. Þess vegna voru jólin þeirra islenzk í marga áratúgi og eru víða enn, einkum hjá fólki, er flutti þan úr íslenzkum jarðvegi og gróðursetti þau á ný i framandi landi. í fvrsta lúl. söl'nuði í Winnipeg hófust siðustu jól með söngsam- komu barnanna í yngri deildum sunnudaga- skólans. Kirkjan var skrcvtt með grænum greinum og fjöhla jólaljósa og i kórdvrum var stórt og fagurt jólatré. l'r því klukkau var sex byrjaði fcilkið að streyma lil kirkj- unnar og á skammri stund fylltist hún af fólki, öll sæti voru þéttskipuð og margir stóöu í göngum og meöfram veggjum uppi.og niöri og þá tólf mánuði, sem eg starfaði sem prest- ur í Winnipeg, var aldrei eins margt i Fyj'stu lút. kirkju eins og þetta aðfangadagskvöld. Fyrst var jólaguðspjallið lesið, flutt ávarp og bæn, síðan súngu yngstu börnin, fjögurra, fimm og sex ára, falleg, brosandi og fín i jóla- fötum og jólaskóm. Hreinar og skærar barna- raddir fylltu kirkjuna. Þær snertu viðkvæma strengi í hjörtum kirkjugesta og margir hugs- uðu til íslands, þar sem bernskujólin voru haldin heilög, jólin sem aldrei gleymast. Svona tók hver flokkur við af öðrum og söng jóla- lög en ung stúlka las á íslenzku kvæði Guðm. skálds Guðmundssonar um jólin; annars fór allt fram á ensku. Að lokum sungu allir sálm- inn „Heims um ból“. Það var afar tilkomu- mikiÖ og hrifandi. A jóladaginn kl. 11 var flutt islenzk messa Islenzk börn við styttu Jóns Sigurðssonar fyrir framan ráðhúsið í Winnipeg. og íslenzku jólasálmarnir voru sungnir af öllum kirkjugestum. Eg trúði því varla, að eg væri i órafjarlægð frá Islandi. Það er eftir- tektarvert, að í dómkirkjusöfnuðinum í Rvík og i Fyrsta lút. söfnuði í Winnipeg munu fleiri íslenzkar messur hafa verið fluttar síð- astl. sjötíu ár en í nokkrum öðrum islenzkum söfnuði. Og ánægjulegt var að veita því at- hygli, að i Fyrstu lút. kirkju voru oft kirkju- gestir, íslenzkir menn og konur víðsvegar að úr Ameriku, úr mörg hundruð mílna fjar- lægð. Við jólamessu í islenzkum söfnuðum i Vesturheimi eru víða fluttir Hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar og það af mestú snilld. Þvkir öllum það auka afar mikið á tign og helgi guðsþjónustunnar. Sunnudaginn milli jóla og nýárs fluttu eldri deildir sunnudagaskólans fagran jólasöng- leik í Fyrstu lút. kirkju. Mun mér sú stund seint úr minni líða, svo fögur var hún og tilkomumikil. ( Jólin eru heimilishátið í Winnipeg eins og víðast annars staðar. Frændur og vinir skipt- ast á jólagjöfum og sitja lieimboð hver hja öðrum og njóta alls þess bezta sem heimilin hafa að bjóða. Víða er hangikjöt á borðum; sumir fá það alla leið heiman frá íslandi og þykir það hið mesta linossgæti. Aðal jólamat- urinn er steiktur kalkún. KalÉst hann „turk- ey“ á'ensku en tyrki á íslenzku. Þótti mér það einkennilegt í fyrstu er talað var um steiktan lyrkja sem hátiðamat. Og ckki þurfa lútersk- ir prestar í Winnipeg að óttast það, að þeir hafi ekki tyrkja á borðum sínum um jólin, því Arinbjörn Bardal, útfararstjóri gefur þeim sinn lyrkjánn hverjum. Eru fuglar þessir oft á við væn lömb að þyngd og með afbrigðum ljúffengir. • 1 AVinnipeg er falleg borg í hátiðabúningi. Marglit jólaljós og ýmislegt skraut í gluggum verzlananna, cn ]>að sem er faílegast af öllu eru slóru jólatrén, alsett marglitum rafmagns- Ijósum. Þau eru við ópinberar byggingar, ihúöarhús og verzlanir og á öllum götuhorn- um um borgina. Marglit Ijósadýrðin i græn- um trjágreinum er yndisleg jólaminning frá Winnipeg. Jólin hjá okkur í Victorslræti 776, prests- setri safnaðarins, voru mjög ánægjuleg. Á Þorlaksmessu færðu okkur nokkrir félagar úr æskulýðsfélagi safnaðarins stórl og fallegt Myndin t. h. er af skírnarathÖfninni, þegar sonur prestshjónanna var skírður í Winnipeg. Fremst á myndinni sjsxst frú Guðr. Guðmundsdóttir, Guðmundur Eiríksson og sr. Eiríkur Brynjólfsson. í næstu röð eru dr. Wengel, Lincoln G. Johnson, formaður Fyrsta lút. safnaðarins í Winni- Brynjólfur Eiríksson, Otskáluin, og Hjördís Guðmundsdóttir, Reykjavík. peg og Árinbjörn Bardal, útfararstjóri. Aftast eru Dolores Eylands, —Myndin t. vinstri er af kaffisamsæti, sem haldið var í kjallara kirkj- Rósa Sigurðardóttjr, líeykjarík. Katrín Brynjólfsdóttir, Útskáiura, ■ ‘ ll|; ■ .......unnar að lokinni skírnarathöfninni.. . -j_ u:: .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.