Vísir - 24.12.1948, Blaðsíða 4

Vísir - 24.12.1948, Blaðsíða 4
4 JÖLABLAÐ VlSIS Jón Þorleifsson lisfmálari Eg er fæddur að Iiólum í Hornafirði 26. des. 1891. Foreldrar minir, Sigurborg Sigurð- ardóttir og Þorleifur Jónsson, bjuggu þar á ættaróðali föður mins, sem enn er á lífi nokk- uð á níræðisaldri og við góða heilsu. Á æsku- lieimili mínu dvaldi ég óslitið 'fram yfir ferm- ingaraldur í samvistum systkina minna og margra annara heimilismanna eins og títt var fyrir fjörutíu árum og meir. Þegar ástæður þóttu til fór eg í Flensborgai’- skólann og var þar i tvo vetur í heimavistinni undir handleiðslu þeirra ágætu hjóna Ög- mundar Sigurðssonar og Guðbjargar Ivrist- jánsdóttur. Ögmundur skólastjóri hafði frá- bæra liæfileika til að þess að gera mönnum viðfangsefnin minnisstæð og trú lians á landið og þjóðina var óhvikul. Síðla veturs, þann seinni sem eg var í skólanum, varð eg mjög veikur af brjósthimuubólgu og átti eg lengi i henni. Naut eg þá enn betur góðra kynna skólastjórahjónanna og námsfélaga minna, sem lögðu á sig margt ómak mín vegna. Minnist eg þar meðal annara Isleifs Jónssonar, sem nú er nýlátinn, cn hann var einn af lier- hergisfélögum mínum, og átti með mér marga vökustund. Eins og kunnugt er átti hann skyggnigáfu í ríkum mæli. Lýsti hann seinna fyrir mér manni, sem oft kæmi að rúmi mínu og stundaði mig að því er virtist. Eftir stutta dvöl að Vífilsstöðum um sumarið komst eg heim og dvaldi þar um noklcurt skeið og vann við almenn sveitastörf til sjós og lands. En þeg- ar stríðinu lauk 1918 bugði eg til náms á ný og fór til Kaupmannahafnar með þeim ásetningi að verða málari. Eg komst fljótt að raun um, að ’vegurinn, sem eg valdi xnér, væri þröngur og torrataður. En það er kannske hvað mest töfrandi við málaralistina að liún verður aldrei numin til fulls og að enginn geíur sagt „eg cr útlærður“. Nei, oft tekst mönnum þetur því fleiri sein starfsárin vcrða. Eg byrjaði nám mitt i „Det tekniske Sel- skabs Skole“ og var það Gunnar Gunnarsson skáld, sem ráðlagði mér að hefja þar nám i dráttlist fyrst og fremst. Eg undi mér þar vel og kennararnir voru mér hugþekkir. Hinir kátu og spaugsömu Danir, skólasystkini min, urðu mörg góðir kvmningjar mínir. í þessum skóla vann eg oft 10 tíma á dag. Var það nokk- uð þreytandi, en hvíld fannst mér í því að ganga á milli þeirra þriggja kennara, scm skiptu með sér deginum. Carl Meyer hét einn þeirra og var kunnur málari, góður maður og góður kcnnari, annar var Lundeborg, nokkuð við aldur, spaugsamur og sagði margar sögur frá námsárum sínum og ströngum skóla, svo var það Lund, sem kenndi perspektiv- teikningu, hann var sérlega nákvæmur og snyrtilegur um allan frágang. Frá þcssum skóla lauk eg prófi og á eg prófteikninguna enn og ætla aldrei að farga henni. Hún var af gibsmynd eftir franska myndhöggvarann Hudon af Benjamín Franklín. Nú liafði eg liugsað mér að komast inn i Akademíið danska, en þá veiktist eg á ný og var á spitala í hálft ár. Um þetta levti risu upp i Danmörku deilur miklar um Akademíið og sýndist allt í óvissu um framtíð þess, svo eg afréð að fara til Frakklands um haustið 1921 og var eg þar þann vetur og fram í júní 1922. í París gekk eg á Academie de Colarossi og teiknaði þar eingöngu eftir lifandi fyrirmyndum. Skóla þenna sóttu margir Norðurlandamenn auk fjölda annarra. Eg varð þegar gagntekinn af franskri list og fannst mér frönsk menning liafa mikla yfirburði yfir Norðurlandalist, sem eg í rauninni ekki gat hrifist af að frátcknum málaranum Karli Isakson, sem eg hafði mikl- ar mætur á, og hefi enn. í París yar eg hrifn- astur af Corot, Delacroix, Cesanne, Matisse og Bonnard. Það stórkostlega við franska list er, hve hefðbundin hún er og hve hinir ein- stöku listamenn eru þó sjálfstæðir og unna náttúrunni og viðfangsefni því er þeir leggja sig eftir hverju sinni. Það eru varla til orð yfir livað góðum frönskum listamanni tekst að gera mikið úr litlu efni að manni finnst. Þeir blása þvi lífi og þeim aðdáanleik í mynd- ir sínar að einskis er saknað. í Paris leigði eg mér vinnustofu, sem eg málaði í á milli þess, sem cg teiknaði. Parísar- borg var þá eins og jafnan miðstöð lista og aðdáenda þeirra. Fjöldi listamanna hvaðan- æfa lögðu leið sína þangað til þess að vinna Jón Þorleifsson. Kona við rokk. Sú venja hefir haldizt á undanförnum árum, að Jólablað VLsis kynr.ti hverju sinni einhvern íslénzkan listamann, Að þessu sinni varð Jón Þorleifson listmálari fyrir valinu, en ham, er í hópi hinr.a þekktustu listmál- ara okkar Lslendinga. Jólablaðið hefir beðið Jón að segja sjálf- an frá ævi sinni og starfsferli. Jafnframt bað bað hartn að láta í Ijósi álit sitt á fram- tíð óslenzkrar myndlistar, en á bví sviði er Jón bjartsýnn og kvíðir engu. og nema og grandskoða liin frábæru listasöfn, sem geyma bæði nýtt og gamalt. Á þessum árum var það Café Dome og Rutorne á Bl. Monlparnasse, sem voru uppálialdsstofur lista- manna, en það liafði lengi verið venja meðal listamanna í París að koma oft saman að loknu verki, tefla, spila eða bara tala saman yfir einum kaffibolla, glasi af víni eða öðru og gal svo gengið lengi kvölds. Þessar lista- mannastofur í París vöktu á sér athygli, ekki sízt aðkomumanna, enda gat þar oft að líla „mann dagsins“ eins og það var orðað. Nú er sagt að þessir staðir á Monlparnasse séu auðir og yfirgefnir af listamönnum og aðrir sezlir þar að. Sjálfsagt balda listamennirnir áfram að koma saman annars staðar á þann frjálsa og óbrotna hátt, sem þeim einum er lagið. Höfuðkostir listamanna er sáttfýsin. Þeir eru ósammála í dag, en bræður á morgun. Um velurinn 1926—27 var eg aftur í Paris, cn kona mín og börn voru í Kaupmannahöfn, svo eg dvaldi þar ekki lengi. Eg sýíidi í fyrsta sinn á Charlottenborg 1923 og síðan oft. Jón Krabbe, Axel Borgberg og fleiri stuðluðu mjög að sölu á verkum mínum og var okkur lijónum að því mikill styrkur á þessum erfiðu náms- og þroskaárum mínum. Eina sérsýningu liafði eg lijá Chr. Back, Gam- mel Strand, Khöfn, fékk hún góða dóma og seldust 14 myndir og nokkrar teikningar. Það var háttur minn hin síðari ár, sem eg dvaldi í Kaupmannahöfn að fara heim á sumr- in, mála og lialda sýningu að haustinu. Satt Frá Vestmannaeyjum Frá Hellisgerði í Iíafnarfirði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.