Vísir - 24.12.1948, Blaðsíða 15

Vísir - 24.12.1948, Blaðsíða 15
JÓLABLAÐ VlSIS 15 stöðvarkatlinum, sem rétti úr sér rheð þungíun skell, hvert sinn, sein ketillinn liitnaði. Hvað i dauðanum gat þetta verið? Hann smokkaði sér í inniskó sína, lauk við að lineppa axla- böndin og gekk á hljóðið, er kom úr kolastíuni. Lykillinn stóð i að utan. Það mátti liann ekki gera. Guði sé lof, að rektorinn héfir ekki kom- ist að þvi! Já, en hér er mað- nr lokaður inni! Já, fari þeir nú bölvaðir þessir stráka- slánar, bannsettir óþokkarn- ir. Heyrið þið hvernig liann lemur og ber, ýmist með ber- um hnefunum cða kola- stykkjum, liamast á hurð- inni, milligerðinni eða múrn- um. „ Og nú öskrar hann! Hann bölvar! Vikakarlinn náfölnaði svo liastarlega, að honum fannst andlitið á sér storkna eins og vax. Þvi að þetta var rödd rektors; um það varð ekki villst. Hið fyrsta, sem hon- um flaug í hug var að þjóta til og Ijúka upp. En í sömu svipan fékk hann aðvörun — a'ftan fiá. Rektor hafði nefnilega einu sinni, — i einu af sinum ægilegu ofsa- köstum, — sparkað beint í rassinn á honum, — jæja beint, — heldur lenti það nú til hægri. Vikakarlinn hafði fengið liundrað krónur um- fram launin sín næsta mán- uð og þar með var það mál úr sögunni. Úr sögunni af rektors hendi. Og vikakarls- ins. En hægri rasskinnin á honum hafði bersýnilega ekki gle^mit þvi, því fyrr mátti nú vera hvað liún minnti liann nú á þelta spark! Og svona líka nota- lega, eða liitt þó heldur! Hann strauk og nuddaði hinn auma stað án a'fláts. Það lá ekkert á að opna þessa hurð. Það var yfir höf- uð ekki gagnlegt, hvorki fyr- ir rektorinn sjálfan, eða bæ- inn, eða skólann, eða kóng- inn, og þar mcð heldur ekki fyrir landið i heild, að þessi hurð væri opnuð, fyrr en liann liafði jafnað sig ofboð lítið. Því að þessa stundina var liann trylltur eins og Ijón, — alveg eins og villi- dýr. Úhú! Það sauð víst mun betur í honum, en það hafði nokkurn tíma soðið i mið- stöðvarkatlinum hér í skól- anum. Og vikakarlinn nudd- aði liinn helauma gigtarstað. Vikakarlinn hafði verið háseti á yngri árum sínum og fannst sjálfum, að hann ætti rétt myndarlegan forða af blótsyrðum í sarpi sinum, ef á þyrfti að halda. En hon- um skildisl nú að í þeim efn- um hlyti hann aðeins að hafa siglt innfjarða. Hér heyrði liann að vísu mynd- arlega tekið upp í sig af þjóðlegum formælingum, en iniklu meira var af því tagi, sem hlaut að vera aflað á hinuin alþjóðlegu veraldar- Iiöfum hlót.syrðanna. Það steingekk fram af vikakarl- inum. En nú tók fyrir blótsyrðin og i stað þess kom langdreg- ið þokulúðurshljóð, sem lauk með hvínandi snökti. Þá skildi* Sörensen vikakarl, að rektorinn var að gráta; þá skildi Sörensen vikakarl, að það var ósæmilegt að standa lengur á hleri, og gekk hægt og hátíðlega á brolt, en nuddaði jafnframt látlaust hinn auma bakhluta sinn. Sörensen vikakarl var þag- mælskur maður; hann hafði ekkert séð, ekkert heyrt; hann hafði notað frídaginn sinn til þess að spóka sig i bænum; það var frjálst og fullkomlega heiðarlegt. Æor ettt 'cndr°r S 08 b0,° SukI 7/oo • n ' Jk,>v I! „Það er vikakarlinn“, sagði Lempe gamli yfirkennari. Og svo höfðu menn þá gleymt að sýna kóngipum bæjarbaðið. Um það varð ekki fengizt. Er meira að sjá? spurði konungur, þegar menn komu aftur til ráð- hússins. Pelersen frá Hótel Danakonungur mundi eftir bæjarbaðinu, en þorði ekki að segja það. Það er hálf- tími, þangað til farið verður af stað, sagði konungur, þá höfum Vér. einnig tima til þess að Iíta á skólann yðar, herra reklor! Og það var litið á skólann, hann var skoðað- ■ ur liátt og lágt. Ivennararnir voru kynntir hans hátign á tröppun um, n em en d urnir hrópuðu Iiúrra fyrir konung- inum á leikvellinum, og allir fvlgdu honum. Siðan nm kennslustofur og söfn. Þér liafið miðstöðvarhitun, licrra ’ j rektor, sagði konungur og drap fingri á eina pípuna, svo að í einstaka atriðum er- um vér þó komnir fram úr Forn-Grikkjum. Ójá! svar- áði Lempe og brosti, en þess i slað höfðu þeir meiri hjartayl! A, eruð þér nú viss um það? spurði konungur al- varlcga.. Æ! Það var nú vist nieira tiI að svara einhverju, herra konungur, sem ég sagði það. En ef þér hefðuð bent á rafmagnsljósið, hefði ég i sannleika geta svarað, að Ijós andans loguðu skær- ara lijá þeim. Ivonungur kinkaði kolli og dirfðist ekki að andmæla; hann gekk í gegnum bekki lærdómsdeild- arinar, opnaði sjálfur púlt- in og gægðist niður í þau, dró út skúffur og rétti við mál- verk, sem hékk skakkt á veggnum. Hann koni . aftur ofan i garðinn, leit yfir allan hópinn, sem fylgdi honum, klappaði Elísabetu á kinn- ina og sló á öxlina á Axel og sagðist sjá það á honum, að hann mundi verða sæmdar- borgari og gera ættlandi sinu sóina. Og augu Axels leituðu uppi hin fögru augu Elísa- betar, sem ennþá virtust Ijóma i tárum, og drengur- ■inn var að því kominn að varpa sér niður, faðnia kné konungsins og segja: Ó, herra konungur! Þér ættuð að vila, hve mikill aumingi ég er! Þér ættuð að vila, hvað ég lief gert í dag! Þá mynduð þér ekki heiðra mig með því að slá á öxlina á mér og tala til min vinsemd- arorðum! En konungurinn leit á úr sitt og spurði: Höfum vér þá séð allt? Allt nema kjall- arann, yðar hátign, dirfðist frönskukennarinn að segja;. því hann þóttist vera fynd- inn. Þá skoðum við hann líka, svaraði konungurinn, þvi hann hafði það einmg tjl að vera fyndinn. Og' sam- stundis arkaði öll hersingin niður i kjallarann. Og þannig fór það svo, að hinn raunverulega „setti fou- seti bæjarstjórnar“ fékk þó tækifæri til þess að heyra rödd konungs síns á meðan liann dvaldi i hænum, Hann var orðinn uppgéfin á því að ólmast og formada, Jiann var orðinn þreyttur á að gráta og lá nú kolsvartur í andliti, nema hvað gráhvit- ir tárataumar lituðu kinnar hans, grafkyrr á kolabyng, Qg klæði hans öll tætt og rif- in í hengsla. Þannig lá hann jiegar hann lieyrði fyrstu skréfin og hina konunglegu rödd. Dálítil rifa var á hurð- inni; þangað slcreið hann hljóðlega og lagði augað við. Og þannig bar það við, að liinn raunverulegi rektor fékk einnig að lita aug'a sinn tigna gest. Ilér er náttúrlega ketill- inn, sagði konungur og klappaði á múrvegginn, og hér skrangeymslan, sagði hann og opnaði ósjálfrátt hurðina að kolastiunni, en varð um leið að hoppa snögg lega til hliðar til þess að hon- um yrði ekki velt um koll af einhverri stórri og válega út- lítapdi furðuskepnu, sem kom bröltandi i átt til dyr- anna. Hvað ,er þetta? spurði konungurinn. • Qg var Jiað furða, þó að hann spyrði, I einstaka at- riðmm, líktist þetta einna hels.t manni, en einna likast

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.