Vísir - 24.12.1948, Blaðsíða 26

Vísir - 24.12.1948, Blaðsíða 26
26 JÓLABLAÐ VlSlS hann, sem Minerva elskaði. „Heyrðu“, sagði Thor Vil- hjálmsson að lokum. „Hall- dór er stiginn upp í ljósið, eins og þú sérð; þá ekki fag- urfræðilega rökrétt, að við sökkum okkur ofan í myrkrið? Það eru samfarir andstæðnanna, sem geta af sér lífsdramaið, eins og til dæmis i skáldsögum Faulkn- ers“. „Já“, svaraði ég, „ef þú veizt nokkurt helvíti hér í Rómaborg, þá heimsækjum við það núna. Fyrst ekki er nein fegurð, og guð á móti okkur í dag, gef mér þá í staðinn andstæðuna sjálfa — ég meina viðurstyggð eyði- leggingarinnar á jörðu.“ Við ræddum þetta lengi og spurðum jafnvel Maffei ráða, ákváðum loks að lieim- . sækja Cimitero dei p.p. Cappuccini, þ. e. „Kirkju- gar^ hettumunkanna“. Við gengum út berhöfð- aðir og kápulausir, gáfum regninu ekki gaum. En þegar við komum á Via Veneto númer 27, leit lielzt út fyrir, að Maffei hefði logið að okk- ur: Hér var engan kirkju- garð að sjá, aðeins sam- felldar raðir húsa heggja megin götunnar, sum húsin meira að segja nýleg, þar á meðal aðsetur viðskiptamála- ráðuneytisins i Róm. „Scusi, signox-e. Dove e da cimilei'o dei cappuccini?“ Við lögðum þessa spurn- ingu fyrir mann nokkurn senx stóð hi’eyfingarlaus á gangstéttinni og%virtist ekki hafa annað fyi'ir stafni en hlusta á úrféllið, hvei'nig það buldi á þaninni regn- hlífinni yfir höfði hans. „Costi“, svai’aði hann og benti yfir þvera götuna á næsta Jxús, hélt síðan áfram að hlusta* á rigninguna án þess að láta nærveru okkar trufla sig. Hann meira að segja smákinkaði ltolli og brosti inn í sjálfan sig laun- drjúgur, og það var ekki vandi að sjá hvað hann hugs- aði: „Jæja, loksins kom að því, að maður fengi að heyra sæmilega rnúsik hér á ltalíu“. Við snerum okkur frá hon- um beindum atliygli okkar að húsinu. Kk-k ja eða hvað? Þetta virtist að minnsta kosti gamalt liús, og eitthvað í út- liti þess minnti greinilega á kirkju, eða kannske öllu lield- ur klausturbyggingu. Uppi á tröppunum brá sem snöggvast fyrir munki í moldarbrúnum kufli. „Er hann dauður eða lif- andi þessi?“ spurði eg, en Thor vildi ekkert fullyrða að óreyndu, kvað hins vegar ekki úr vegi að veita kauða eftirför og láta rannsókn skera úr þeim vafa. Þar með var teningunum kastað: Við héldum upp steinþrepin og gegnum inn í húsið, uppgötvuðum að við vorum staddir í lítilli kirkju i f eða klausturkapellu frá mið- öldum. Við námum staðar innan við dyrnar og í fyrstu virtist okkur sem engin sála væri hér inni stödd. Helgi- goð liinna kaþólsku störðu á mann í þögn af stöllum sín- um, umflotin hinni hlárauðu hálfbirtu, sem seytlaði inn um litaðar gluggarúðurnar. En svo komum við allt í einu auga á munkinn. Hann stóð álútur yfir vatnsfötu úti við einn vegginn með gólfkúst í höndunum. Við ávörpuðum hann há- tíðlega og sögðum: „Padre, hvar er kirkju- garður hettumunkanna ?“ Hann leit upp, studdist sem snöggvast fram á kústskaft- ið og Iienti síðan innar eftir kirkjunni án þess að mæla. og fylgdum við bendingum lians, ,Gracie‘, livísluðum við og gengum síðan að dyrum sunnan við kórinn. Þær stóðu opnar i liálfa gátt og lágu frá þeim tröppur upp í dá- lítinn sal, Þar inni sat gam- all síðskeggur í munkakufli við borð lilaðið ýmiskonar söluvarningi, svo sem gerfi- hauskúpum úr fílabeini, talnaböndum,. mislitum gler- kúlum og póstkortum af beinagrindum. Við gerðum þarna ofurlítil innkaup, en spurðum kaupmanninn að því búnu, hvar vegurinn lægi ofan í kirkjugarð háps. „Bcint af augunx og svo um dyrnar til Ji;egri“, svav- aði hann og lienti inn í horn á salnum. Við tókum liann trúanlegan, enda þó við sæj- um enga glufu á veggjunum, hvað þá dyr, þaðan sem við stóðum, við vorum jafnvel undir það búnir að sjá múr- inn opnast fyrir kraftaverk, svo óheimlegt var þctta um- hverfi, svo kynleg ásýnd þess. Jú, það voru dyr i horn- inu og þurfti eklu á krafta- verkinu að halda, lágar dyr að vísu, en þó manngengar, og tólt nú við langt undið steinrið; sem ekki varð að svo stöddu séð, livar endaði. Við hófum niðurgönguna þöglir en skóhljóð okkar bergmál- aði ruddalega frá hvelfdum múrnum, eins og bundin tunga steinsins hefði allt í einu losnað og tekið að skella í góm. Einhverri annar- legri lykt sló fyrir vit manns neðan að, líkt og eimi gam- alla skinna, sem elcki þafa fengið aðra verkun en þá, sem dragsúgur áranna getur í té látið, þetta sambland af þurru rylii og þrárri fitu, sem einkennir andrúmsloft- ið í sumum gömlurn skemm- um til sveita. Allt í einu vorum við staddir meðal liinna dauðu — ekki tákníegá talað, lield- ur í liókstaflegum sldlningi — staddir mitt á meðaj’fjög- ur þúsund dauðra hettu- munka, senx látizt höfðu á áruniun 1525—1870. Því þe-tta var enginn venjulegur Iniiilegusíu jóla- og iiÝársóskir færum vér öllum nær og fjær. 'Ui&tœlziaL'erzliAn n í / • • 'zjaverzlom nmóivió. 0 p. ,Langpil dauðans“, datt mér í hug. kirkjugarður með áletruð- um legsteinum, blómstur- vöndum og grasi á leiðum, ;ekki einu sinni líkldstum, heldur blaSti nú við manni fjörutíu metra langur gang- ur með gluggum til vinstri, en sex stórum kíefum á hægri hönd, hvelfdum í loft og opnum fram á ganginn, nerna hvað girt var fyrir með lágum trégrindum. Það var i þessum klefum, sem líkin voru geymd. Flest þeirra höfðu þegar notið að fullu náðarsamlegrar þjónustu eyðingaraflannna, að beinun- unx undanteknum. Beinin vorii enn ófúin, þótt skinin væru, og var þeim raðað i nxargvísleg mynztur; hvelfingar klefanna allar flúraðar heinrósum, sönxu- leiðis táknunx forgengileik- ans: ljánum og sigðinni; jafnvel ljósakrónurnar vom eingöngu gerðar úr manna- beinum. En sérstaka athygli hlutu þó að vekja likin, senx varðveizt höfðu að mestu ó- skenxnxd til þessa dags. Þau voru eitthvað um fjörutíu, og lágu sunx út af í einskonar lokrekkjum án sparlaka, senx hlaðnar voru úr liauskúpum og lærleggjum, stóðu uppi höfði lútandi, en lendarliðum og mjaðmarspöðum lilaðið Vibgerðarstofa útvarpsins Annast hverskonar viðgerðir og breyíingar útvarpstækja veitir leiðbeiningar og' sér um viðgerðaferðir um landið. ÁBYGGILEG VINNA FYRIR KOSTNAÐARVERÐ Vidgerdarstofa útvarpsins ÆGISGÖTU 7. SlMI 4995. Útibú — AKUREYRI — Skipagötu 12„ Sími S77.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.