Vísir - 24.12.1948, Blaðsíða 17

Vísir - 24.12.1948, Blaðsíða 17
JÖLABLAÐ VlSIS n GUÐLAUG BE^EDlKTSDÓtTIR: GESTURINN GÚÐI. Margrét á Áshóli hafði lengst af háð sina baráttu ein. Hún var dugnaðarkona, en þögul og dul i skapi. Aldrei hafði Margrét látið þuð uppi við nokkurn mann. hver var faðir drengsins hennar, sem i daglegu tali var kallaður Nonni, en Iiét Jón Fifill. Frá þeim fyrsta degi, er Nonni litli leit dags- ins ljós, vafðist um hann einhver hula, sem ávalt íylgdi honum síðan. Nonna litla skildisl það snemma, að móðir háns ATæri sú eina manneskja, sem hann gæti leitað til með þrár sinar og langanir, og þó fann hann til þess, að eitthvað stóð á milli þeirra, — ein- liver leynd, sem gerði þau oft þögul hvort i annars garð. | Drengurinn fann það ó- sjálfrátt, með barnslegum næmleika sínum, að það stóð eitthvað öðru vísi á fvr- ir honum, en öllum öðrum börnum þarna í kring. Hon- um datt þó aldrei i hug að ásaka neinn, en það kom eins og af sjálfu sér, að þeg- ar Jiann stækkaði, var hann nrikið einn og útaf fyrir sig. Hann var táplítill og fíngerð- ur, og því til lítilla slarfa ætlast af honum. Síðan Nonni fæddist hafði Margrét dvalið mest á Áshól hjá frænda sínum, er þar bjó. En vor og haust fór hún um nookkurra vikna skeið í þorpið, og vann þar að saumum. Þá var Nonni eftir hjá fænda sinum og frænku, eins og hann kallaði lijónin á Áshól. Þegar hánn væri orðinn stór, ætlaði hann með mömmu sinni i þorpið. Hon- um leiddist þegar liún var ekki heima, honum veitti ekki af að hafa mömmu sína nálægt sér, fyrst hann átti liana bara eina. Öll önnur börn, sem hann þekkti, áttu líka pabba. En mamma varð víst að ráða þessu. Einu sinni þegar mamma lians var í þorpinu, heyrði hann þau frænda og frænku vera að tala saman: — Aldrei lætur Margrét sig með það, að gefa upp fað- erni drengsins, —- sagði frænka. — Það er ekki úllit á því, svaraði frændi. — Það er kannske eittlivað í meinum lijá henni, sagði frænka þá. — O, það má skollinn vita, sagði frændi. Þetta varð mikið umhugs- unarefni fyrir Nonna. Bara liann vissi hvað það var, „að vera í meinum“. Auðvitað gat hann spurt mömmu sína að þvi, hvað væri í meinum hjá henni, en þá þurfti hann að segja henni, hvað þau sögðu, frændi og frænka, en það var eitthvað inni.i hon- um sjálfum, sem aftraði því. Hann var svo litill, og. áttj ekki að skipta sér af ]ívi. sem stóra fólkið talaði. það, hafði mamma hans.stundum ságt honum. Einn góðan veðurdag varð : frændi Nonna mikið veikur. Þá var maður af mesla bæ j fengfnn til að sækja lækn-j inn. Þegar Iæknirinn kpm útj aftur frá því að Iijálpa j frænda, stóð Nonni fyrir ut- an stofugluggann. .lónafan læknir gekk beint lil hans, klappaði á kollinn á honum, tók stóran pakka npp úr vasa sínum og sagði: — Þér hlýtur að þykja gott súkku- laði. Xonni gat aldrci gleymt því hvað honum varð heitt i kinnunum. Hann teygði upp andlitið og kyssti þennan ó- kunna mann. Þá tók læknir- inn hann upp i fangið, og þrýsti lionum fast að sér. Nonna Iitla varð svo'hlýtt í lijartanu og um allan litla kroppinn. Þetta var góður maður, jafnvel mamrna hans hafði aldrei verið svona blíð og góð við hann. Upp frá þessurn degi mundi Nonni litli éftir Jóna- tan lækni, og þráði að kom- ast i þorpið, þegar mamina hans fór þangað, svo hann gæti hitt þennan vin sinn. Loks herti Nonni upp hug- ann og bað mömmu sina að Iofa sér með til þorpsins, þegar hún færi að sauma. Mamma hans ansaði fyrst engu, en þegar Nonni endur- tók bón sína ,sagði hún: — Hvað heldurðu að þú hafir að gera þangað? — Eg ætla að finna hann Jónatan læknir, svaraði Nonni. Þá Ieit mamma hans til hans, með svo undarleguin svip, að hann varð hræddur. Aldrei aflur skyldi liann segja svona við hana. Arin liðu, og kringumstæð- ur Nonna breytlust lítið. Hann spíraði upp, eins og blóm, sem hefir verið sett í skugga. Alltaf þegar haiin gat, var hann einn sins liðs, og talaði, aldrei að fyrra bragði við nokkurn mann. Frændi hans hafði viljað lofa honum með sér i þorp- ið, árið sem hann fermdist, en móðir hans hafði lagzt fast á móti því. Nonna fannst eittlivað hart og kalt við þessa ákvörð un mömmu sinnar, en hon- um fannst það samt sjálf- sagt, að hún yrði að ráða hpnum ennþá. En hann hugs aði jafnframt mcð sér, að liúii skyldi ekki alltaf ráða. Þegar han-n yi-.ði stór, ætlaði hann oft i jmrpið. og vera góður við liíil börn, ei,ns og. Jónatan læknir. — Jóimlan læknir var eini maðurinn. .sejii hafði .sýnt.lion.upi blið.u, og þó var stundum talað. um. hvað hanu væri harður og kaldur. Þ að hafði Nonni heyrf. En það var líka oft svo undarlegt þctl.i stóra fíjlfc. það.gat Ycrið Yerra og kaldara að vera i návist þess en veírarkulda'iis. I skarumdeginu. rétt áður .ci.i Nppni varð sextán ára, geisaði skarlatssóttin. Marg- ir veiktust, og sumir urðu allhart úfi. Nonni var. cinn af þeirn. Margrét móðir hans hlúði að honum, með sömu köldu skyldurækninni og hún hafði gert öll árin, sem þau voru búin að vera sam- an. Hjónin á Áshól voru mjög mædd yfir veikindum drcngsins. Bóndinn vildi endilega sækja lækninn, en Margrét aftók það. Taldi að þess væri engin þörf, þar sem þessi veiki gengi svo víða, að hún myndi taka sinn tima fyrir Nonna, eins og aðra, sem væru veik- byggðir. og hún hefði lagst þungt á. En einn daginn var Jóna- tan læknir sóttur að næsta bæ við Áshól. Þar frétti liann um veikindi Nonna. — Það er bezt eg komi þar við í bakaleiðinni, sagði liann. — Þá losna ég við að verða sótt- ur þangað á morgun. — Þenna dag var Nonni mikið veikur. Hann bylti sér Iieitur og óþolinmóður, og var þungt um andardráttinn. Margrét móðir hans sat inni hjá Iionum með handavinnu sína. Hún var áhyggjufull yfir veikindum sonar síns, og ráðþrota með hvað hún ætti að gera. Hún vissi að í raun og veru var hún skyld- ug til að sækja lækninn, en það vildi liún sizt af öllu gera. Hún hafði aldrei gleymt kynningu sinni við Jónatan, þegar hún var á átjánda árinu. Þá þekktusl þau vel á tímabili. En eitt kvöldið, þegar Margrét hitti Jónatan, var hann nýkominn heim úr erfiðu ferðalagi, og nokkuð undir áhrifum áfengis. Þá fór hann að segja Iienni frá öðrum stúlkum, sem hann hefði þekkt jafn mikið og hana. Hann var blíður og einlægur, ekki vantaði það. En áður en hún gat ráðið við það, var hann í augum hennar. Hún hafði verið blekkt og svikin! Með lipurð og hlíðu reyndi Jónatan að tala um fyrir Margréti. Hún átti að verða konan lians, og móðir barna lians, — En henni fannst sér hafa verið alltof freklega misboðið. Hún var miður sin af blygðun og skapofsa. Margrét roðnaði við. Stundmn hafði það flögrað að. henni, óð kannskp hcfði hún verið óþarflega við- kvæm og heimsk, úr því sem komíð var. En hún hafði nú samt verið hart Ieikin. Engan hafði grunað sam- band hennar og þessa manns, —- og svo Iokaðist leyndarmálið um Margréti. Margrét lirökk uj>p af Iiugsunum sinuni, hún hevrði umgang og manna- mál, og rétt í sömu svifan stóð Jónatan Iæknir inni á ?ólfi. Húsbóndinn stóð í djæ- unum, og sagði fil skýringar þessari óvæntu heimsókn: — Læknirinn var á ferð, og frétti um veikindi Nonna, og vildi gera allt að einni ferð. — Svo hvarf bóndinn út úr dyrunum og hurðin Iokaðist. — Er ég óvelkominn? sagði Jónatan óvcnju lágt við Margréti. Hún svaraði engu, en vék sér til hliðar, svo hann gæti komist að rúminu. Um leið leít hún á drenginn, og hnykkti við, þvi hún sá það, sem liún hafði ekki séð um langan tíma. Nonni brosti, þegar hann sá hver kominn var. — Eg sé að eg er þó vel- kominn til þín, sagði lækn- irinn næstum viðkvæmur. -— Já, eg hefi vonast eftir þér á hverjum degi, síðan eg veiktist. Læknirinn þagði, og liend- ur hans skulfu lítið eitt, þeg- ar liann fór að athuga Nonna. Nonni gleymdi vanliðan sinni. Nú var hann öruggur og hamingjusamur. Enginn maður hafði verið jafn góð- ur við hann og Jónatan. Líf hans hafði alltaf verið svo kalt og fábrotið, alveg eins og hann æíti sök á ein- hverju. Hvað skyldi það vera sem var honum að kenria? En nú var Nonni rólegur og öruggur. Hvað gerði það til þó hann vært dálitið las- inn, fyrst Iæknirin var lijá honum? Aldrei hafði lion- um hugkvæmst það, að liann gæti fengið Jónatan til sín, cf hann yrði veikur. Honum hafði svo oft fundist þessi eini vinur sinn vera jafnvel lengra frá sér, en allir aðrir •— Það er töluverð alvara liér á ferðurn, sagði læknir- inn og sneri sér að Margréti. Hún lcit ekki á Jónatan, og augu liennar voru sljó og tilfinningalaus. — Hann er veill fyrir hrjóst- inu, en með góðri meðferð. gæti það mollnað úr honum. með vorinu. En hann verður viðkvæmur eins og lamað strá. Læknirinn ætlaði að segja eitthvað meira, en barnsleg rödd Nonna greip fram í fyr- ir honum: — Þú kemur þá aftur, efi eg lield áfram að vera veik- ur. orðinn eins og óarga villidýr I menn. .Tónatan læknir svaraðB ekki alveg strax, cn þegap liann Ieit á drenginn, mættE hann dökkbláum augum: hans, fullum af eftirvænt- ingu. -— Já, Nonni litli, ég kem> aftur og aftur, til að vitja' um þig, og cf þér versnar* þarf að láta mig vita um það strax. Þegar læknirinn fór, vari Nonni óvenju Jiress og á- nægjulegur. Margrét móðip hans gat ekki dulið sig þess, hvað líðan drengsins virtist hafa hreyzt og batnað þessæ stuttu stund, scm liann liafði haft heimsóknina. Við þáí jáfriingu kom einhver sekt- artilfinning upp í lienni. Var það synd af henni gagnvart barninu,-að gera drenginir föðurlausan? Hafði það» kannske óafvitandi kvalið þau hæði öll þessi ár? — Æ„ mikil flónska gat þetta verið í henni. Hvað ætlaði hún aðt fara að telja sér trú um Hún vissi það þó bezt, að það hafði aldrei kvalið hana. En eitthvað liafði henni þó mistekist, það var víst um það. Kannske hún hefði: ekki verið drengnum sínum: nóg? Hann var ekki að öllu} leyti hennar barn. Kannskei það væri þess vegna, scnu hún sýndi honum aldreu neina blíðu. Annars gat liúiu ekki ásakað sig, það varð að fara sem vildi. Eiginlegí?! vissi hún það ekki nú, livcrsi vegna Iiennar lif hafði orðið? 'svona. Hún sjálf var orðiui eins og gróðurvana auðn. Hún Iiafði þó ekki verið verr* gerð, en a’ðrar stúlkur í’ú hennar reki. Margrét leit til Nonna, Hann hafði sofnað unduit vært. Það var eins og hann* hefði fundið það, sem Ivanm var að leita að, öll erfiðnt uppvaxtar árin sin. — Einir: sinni hafð'i hann sagt við* hana: — Mamma, þvi á eg ekkí pabba, eins og önnur börn? — Hvað ert þú að huHas

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.