Vísir - 24.12.1953, Síða 10

Vísir - 24.12.1953, Síða 10
10 JÓLABLAÐ VÍSIS dregur frá miðbaug. Nú var rétt að sannprófa þær tölur, sem héðan höfðu fengist og því var hringsólað kringum Hana, Hpenu, Grasleysu og Hrauney. Allir urðu „bergnumdir“ og það var rýnt í gegnum gler kíkjanna og talið, skrifað og' borið saman. Þá var að nýju lagt út í þokuna og stefnt á Álsey. Allt í einu gægðist Þjófanef út úr þokunni á bak- borða, og um leið rofaði til, svo að sást upp í efstu brúnir gras- teyginga á vestanverðri Álsey. „Hæ, hér sést loksins fýla- byggð á borð við þær á St. Kilda,“ hrópaði J. Fisher. „Þetta líkar mér. Nú skal talið og skyggnzt eftir dökkum fýl,“ en öfugt við langvíuna, verða dökkir fýlar fleiri eftir því sem noi'ðar dregur. „Hvað, þarna flýtur nú tröllaukin, skörðótt undirskál,“ varð Huxley að oi'ði, er Brand- urinn kom undan Álsey, en ein- mitt frá vestri nýtur gígurinn sín bezt. Skjöktbáturinn var nú dreg- inn upp að síðunni, hoppað út í hann og eftir að sætt hafði verið lagi, var lagt á vestur- sundið og róið inn í gíginn (höfnina), og lagt að sjóflá og stigið á land. Allar bi’ekkur voru hvítar af lundabringum, yfir eggjum og köntum eyjar- innar svifu gjallandi mávar, hlóðir fýlar og arrandi súlur. Úr gjalllögum hafnarhamars- ins skutust tístandi rauðmynnt- ar teistur og klunnalegar álkur. „Hér er margt að skoða,“ varð J. Fisher að orði, er hann vagaði eins og „silafullur fúl- már“ upp frá sjóflánni.------- Þokan luktist um Hábrand að baki okkur, en um tilveru hans í grámóðunni bar vitni bergmálið af „hljómkviðu“ bjargfuglsins, og við og við renndu sér forvitnar súlur fram með Lundanum og véku til okkar hafgráum nefjum, eða út úr þokunni svifu alvöru- gefnir fýlar og sýndu okkur botn og bak, hristu sig og hurfu vofulega inn í þokuvegg- inn, en fram undan bátnum stungu sér lundar og langvíur eða bögsuðu í skelfingu undan þessari kjukkandi ófreskju og endastungust flaumósa í öldu- hnútana eða þeir skutust út úr öldimtun á hlið eða afturundan bátnum. Okkur var svo sem fylgt úr hlaði — út í þokuna á leið til Helliseyjar. Nú hafði syrt að aftur, og var slegið af vélinni, er við heyrðum úr þokunni „ómana“ frá hinum þverhníptu björgum Helliseyjar. Við tókum Hellisey við Sámsnef, en vart grillti i nefið, hvað þá Sám, nátttröllið, sem allir fuglar drita á. Æflunin var að telja bjai'g- fuglinn í Stórhellunum, norð- vestur bjai’gvegg Helliseyjar. Enginn vegur. Þokukufl niður að sjóflám. „Við skulum leggjast undan Sóttarhelli og sjá til hvort ekki rofar.“ Þegar þangað kom í var fyrir austankvikunni, freistaði bjai'g- ið fjallamannanna. „Við ætlum að ná annai'i urt í soðið“, — en aðra urt kalia Vestmannaeyingar þau egg, sem fuglinn verpir aftur eftir að hann hefur verið aðsóttur um mánaðamótin maí-júní. Þeim Englendingunum var ekkert um þetta háttei'ni, þvi að þeir eru félagar samtaka sem berjast gegn eggjatöku, en löngun í egg og f jallaferð mátti sín meira hjá hinum ágætu Vestmanneyingum. „Meðan við bíðum ættirðu, Þörsteinn, að segja okkur sög- una um anda Súlnaskers.“ Og eg hóf frásögnina, sitjandi á lestai'lúgunni, og kringum mig þrír Englendingar sem voru heillaðir að fuglalífi og töfi'um úteyja, en í kringum okkur gx’úfði þoka í sjó niður, fugla- garg úr bjargi, ruggandi bátur og kjukkandi vél — ágætar að- stæður til þess að kynna Sker- prestinn. „Fornar sagnir segja, að tveir menn, sumir segja bræður, hafi fyrstir manna lagt veg upp á Skerið og hafi þeir starfað að því í hálfan mánuð, sem vel má vera, þar sem björgin um- hverfis eynna eru allstaðar þverhnípt, og þeir hafa orðið að notast við hnoðburð, en hnoðaburður er það kallað, þegar fjallamenn slöngva bandi með áfestum steini í enda yfir snös, láta svo þunga steinsins draga bandið niður til sín handan snasarinnar. Þegar mennii'nir hafa þannig báða Sigurður Jóelsson, einn af förunautum höfundar að leggja af Stað upp á Súlnasker. (Ljósm.: James Fisher). enda hjá sér, en buginn um snösina, leggst annar á end- ana, en hinn klifrar upp híð sama band eða annað, sem þeir hafa dregið yfir snösina. Slíkt er glæfra ferðalag og seinlegt. Eftir því sem fikrast er á þennan hátt upp bjargið eru klöppuð för til þess að taka í fingrum eða tylla í tám. Stund- um voru járnfleygar reknir inn í bjargið, þar sem verst var að fóta sig eða ná taki. Hver svo sem tíminn var, sem þessi vegarlagning tók eða hvaða að- ferðir voru viðhafðar, þá hafa einhverjir orðið fyrstir upp á Skerið, en sögnin segir, að sá sem fyrr varð upp í þessari fyrstu Skerferð, hafi rnælt: „Hér er eg þó kominn fyrir guðsnáð“, en sá síðari á þá að hafa vegið sig upp fyrir bi'ún- ina og sagt: „Hér er eg kominn, hvort guð vill eða ekki.“ Við þessi oi’ð brá svo, að Skerið snaraðist á hliðina og hristi guðleysingjann af sér út í hyldýpið og týndist hann þar. Hinum birtist stórvaxinn mað- ur, sem greip hann eða studdi, svo að hann skyldi ekki fara sömu för. Upp frá þessum degi hefur Skerið hallast til suðurs, og stórvaxni maðurinn verið verndari allra fjallamanna, sem á Skerið ganga og nefnist Skei’prestur. Skerpresturinn er sagður koma fram á Skerið og benda á móti eyjabúum og' vísa þeim frá, ef hann veit fyrir illt veður og eins, væru þeir upp komnir og illt veður í aðsigi, birtist hann hjá Vöi’ðum í di’ag- síðum kufli og studdist við stóran járnstaf og benti þeim að halda ofan af eynni. Ef þeir sinntu ekki þessum bendingum hans, hlek-ktist þeim æfinlega á, löskuðu skip, eða maður slasaðist af þeim. Stundum bar það og við, að þótt illt væri við Skerið, benti hann þeim að leggja að því allt að einu, enda var þess þá víst að vænta, að sjó og vindur gekk til bötnunar. Fyrir þetta voru eyjaskeggjar Skerprestinum þakklátir, og enn í dag helzt það við, að hver sá, sem í fyrsta sinni kemur upp á Skerið, legg- ur pening í þró innundir vörðu, sem hlaðin er á norðaustur- kanti Skersins. Á þetta að vera gjöf til Skei’prestsins. Enn- fremur er það gamall siður, þegar ganga skal upp á Skerið og komið er upp af sjóflánuiTi í 6—-7 faðma hæð á syllu, sem nefnist Illugabæli, að menn geri bæn sína upp við bergi'ð. Skerpresturinn er í sögunni talinn hinn bezti klei’kur, bæði fyrir altari og í stól, og flytur ómengaða kenningu. Einu sinni á ári, hei’mir sögnin, heimsæk- ir hann starísbi’óður. sinn á Ofanleiti. Kemur hann þá ró- andi tveim árum á steinökkva í Víkina, sunnari Ofanleitis, og tekur Ofanleitisprestur honum tveirii höndurn, leiðir hann til stofu og setur fyfir hann k.affi, hangikjöt og ýmsar kræsingar. Þegar Skerpi’esturinn heldur aftur heim, á Ofanleitisprestur að fylgja honum til skips, di’ekka honum til og' hjálpa honum að ýta á flot um mið- nættið.“ „Það er alsvört langvía á sjóflánni,“ var kallað utan úr þokunni. Við spréttum á fætur og út að lunningunni, og Þorgeir for- maður heldur bátnum á hægri ferð upp að sjóflánni og alsvört langvía er skoðuð í ki'ók og kring, feimnisleg tvístígur hún á sjókræðunni, hneigir sig og reigir eins og bezta kjólasýn- ingadama. Við höfum haldið frá Hellis- ey, sem aldrei bii'tist til athug- ana, og erum á leið til Súlna- skei's, vondaufir um að við fáum þennan töfranökkva aug- um litið. Þokan efnir til blind- ingsleiks, og það er ekjsi fyrr en eftir langt hringsól að við heyrum fuglagarg, og er við siglum á hljóðið, verður Þor- geir allt í einu að slá af og taka afur á, til þess að foi'ða ástími við Geldunginn. Skerið er steinsnar til stjórn- boi’ða," fræðum við Englend- ingana. „Eg fer suður fyrir Skerið og læt reka, meðan við bíðum og sjáum hvort eklti rífur af Skerinu. Við mötumst á með- an,“ kallar foi'maðurinn til okkar, en við rýnum tárvotum augum út í þoku og vind.------ Sjóðheitum langvíueggjum er raðað á lestai’lúguna, ásamt kjöti, brauði, harðfiski og rjúkandi kaffiföntum. Það er duglega tekið til sín af rétt- unum, en Englendingarnir eru feimnir við eggin vegna hins eriska félagsskapar. „Hvar er Huxley?“ Það er rétt, hann vantar að „borðinu . Þegar að er gáð, finnur J. Fisher hann, og segir Fisher okk- ur, að hann hafi hringað sig niður í kaðalshöirk fyrir fram- an lúkarskappann. „Við skul- um lofa honum að sofa,“------- og svo er etið og drukkið, talað og hlegið, reykt og tekið i nef- ið. Löng stund hefur liðið, þegar Þorgeir á Sælundi birt- ist í einum stýrishússgluggan- um og við heyrum hann tauta við sjálfan sig: „Hann er geng- inn til suðurs. Sjólagið er að breytast.“ Hann tautar þetta á sinni tungu, en framan frá lúkars- kappanum heyrist: „Wait!“ (Bíðið) og þar stendur kufl- klæddur maður með húfu og gleraugu í hendi., Hann starir aftur yfir bátinn. Á hvað? Skerið er að birtast. Þökan. eins og vefjast upp. Hún vefst. upp eins og gluggatjald, og við horfum eftir vendlinum, þar sem hann vindur upp á sig: eftir haffletinum. Þarna vefst þokan af Hellis- ey, — Suðurey, — Heimaey —< og eftir undui'stutta stund sést land. Það er ekki fyrr en sviðið frá Reynisfjalli að Reykjanes- fjallgarði er þokulaust, að ein- hver heyrist dásama þetta und- ur, sem gerst hefur og þá feg- urð og tign, sem hefur upp- lokist. Nú vill Huxley leggja að Skerinu, og um leið og hann. kemur til mín, hvíslar hann: „Skerpresturinn hefur bæn- heyrt mig.“ — Þessi veðra- brigði sem við lifðum þarna. úti fyrir sunnan Súlnasker og aldi'ei gleymast, voru upphaf þeirrar hitabylgju, sem gekk yfir ísland daganna 19.—23, júní 1949 og bar með sér lang- þráð vor. — — — Eg hafði orðið að fara sem. aðstoðarmaður í skjöktbátn- um, til þess að hjálpa til að; leggja að Skerinu og við báts- menn biðum við flána, þar til fjallamennirnir voru komnir á- Illugabæli, og er þeir bænda sig, — sem eg hræddist, að þeir myndu eigi gera af feimni við Englenaingana, — var mér litið til Lundans. Þar stóðu þrír berhöfðaðir Englendingar við: lunninguna og lotningin skein úr svip þeirra, en við himimx sá yfir brún Skersins á hina fornu veði'uðu vöx'ðu Sker- prestsins. Þorsteinn Einarsson. 1 Ríkisútvarpið Afgreiðsla auglýsinga er á IV. hæð í Landssímahú smu. Otvarpsawglýsingar berast meS kraða rafmagnsins og áhrifum hins talaoa orðs tií nálega alíra landsmamia. Æíi$r$>iðsíuitBs&i ííf virka daga, nema laugardaga, kl. 9,00—11,00 og 13,30—18,00. Laugardaga kl. 9,00—11,00 og 16,00—18,00. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 10,00—11,00 og 17,00—18,00. — Sími 1095.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.