Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 27

Vísir - 24.12.1953, Blaðsíða 27
27 JÓLABLAÐ VÍSíS Farið ura hættusvædi. Þetta var seinlegt og þreyt- andi verk, en svo komum við á nokkuð stórt slétt svæSi, áður en brekkan upp að gígnum tók við. Þarna lentum við inn á sprungusvæði; margar stórar sprungur, að vísu með snjó- brúm, en samt varasamar og hættulegar. Við urðum að fara ótal króka og beygjur, fyrir endann á gínandi hyldýpis sprungum og yfir þær minni með mikilli varúð á mjóum snjóbrúm. Að síðustu komumst við' út úr ógöngunum og upp í gíginn. Eftir hvíld og góða mál- tíð á skjólgóðum stað, þar sem sólin gat meira að segja yljað okkur dálítið, snerum við aftui og sóttum hinn sleðann. Við vorum 70 mínútur á leiðinni og gengum þó hart, og tvo klukku- tíma tók það okkur að koma hcnum í tjaldstaðinn. Að öllu athug'uðu, var þetta erfiðasti dagurinn í ferðinni. Við vorum tólf klukkustundir á göngu, að frádregnum hvíldum, og' fórum 9—10 km. Gígurinn okkar, sem nefndist Grænafjall á korti okkar, var nú, til allrar hamingju, í hvíld- arástandi. Fyrir mörgum öld- um hafði hann brotið af sér klakahjúpinn á hinum bröttu hlíðum Hágangna"') og rutt úr sér hinum mikla hraunstraum, sem huldi botn dalsins neðan við fjallið. Nú hafði hann tekið sér hvíld, og hér og þar spruttu nokkur bjartsýn smáblóm, eins *) Hér er eitthvað málum blandað um nöfn og staðsetn- ingu. —- Þýð. og t. d. gleym-m«‘-ei ög fíflar. Gígurinn var næstum því- hringlaga um kílómeter í þvermál. Að norðan, austan og vestan var barmurinn lágur, aðeins 10—15 m. upp ur jökl- inum, en að sunnan voru tveir lágir hólar, og lá brattur jök- ulskorningur milli þeirra niður á sléttan jökulinn um 50 m. neðar. Við fluttum tjaldið okk- ar á sléttan blett undir vestari hólnum, en tveim dögum síðar færðum við það aftur í skemmti legan hellir, er ljósmyndarinn uppgötvaði. Þar höfðum við bækistöðvar okkar frá 26. ágúst. til 3. september. Vandinn að finna Núpsstað. Um þetta leyti fórum við að hugsa til burtferðar. Við vorum jafnókunnugir þarna eins og við norðausturbrún jökulsins og reynslan hafði kennt okkur hve lítið var að byggja á landa- bréfinu. Hr. (Ögmundur) Sig- urðsson hafði skrifað okkur, að við mundum geta komist til bæjar er Núpsstaður nefndist, ef við færum með fjallinu „Björn“, er væri nálægt Gríms- vötnum. Eflaust' var auðvelt að finna Björninn frá Núpstað, en vandinn var meiri að finna Björn og' Núpsstað frá einhverj- um óþekktum stað. Ef við færum sparlega með vistirnar, áttum við enn eftir hálfs mán- aðar forða. Fyrir heðan okkur lá dalur til suðurs og rann á úr vatninu eftir honum. Um 30 krn. frá þeirn stað, er við dvöld- um, í mesta lagi lá þjóðvegrir- inn rreð suðurströndinni og ein- hverstaðar við hann var Núps- staður. Það var engin ástæða til að báðir færu, svo að veð- urfræðingurinn, sem viidi koma bréfi í „póstinn“ sem fyrst, tók að sér að fara. Morguninn éftir kl. 8V2 út- bjó hann sig með nesti ög lagði af stað. Eítir hálfa klukku- stund var hann kominn niður af jöklinum og hélt áfram ferðinni niður hraunbreiðu, eftir vegi sem hann mælir ekki með fyrir fartæki á hjólum. Um hádegisbilið fór hann yfir breiða og straumharða á, er reyndist aðeins hnédjúp. Svo gekk hann um klukkustund upp í móti og komst fram úr beygju á dalnum. Þarna rakst hann á vörðu á dálitlum hól og fannst mikið um, þvi þetta var fygsta merki um mannaferð, sem hann fann eftir jökulferð þeirra fé- laga. Hingað og ekki lengra. Rétt á eftir fann hann götu- slóða, ógreinileg fyrst, er síðan skýrðust og lágu niður á velsprottið haglendi. Þar taidi hann á beit 35 kindur og 7 hross. Sultarkvíðinn var þar riieð úr sögunni og hann hélt öruggur áfram, og komst eftir alllanga göngu að þéttvöxnum birki,,skógi“.*) Um kl. 4 síð- degis heyrði hann fossnið, sem varð hærri og hærri og klukku stundu síðar endaði gatan frammi á háum höfða. Aðal- kvísl árinnar var á vinstri hönd og steyptist þar fram af klettum, er sýndust míluháir (ensk míla, 1609 m.), en á ") Núpstaðaskógur (?). hægri hlið féll kvísl úr henni niður jafnhátt og snarbratt gljúfur og sameinaðist aftur að- alkvíslinni neðan við hamrana. Báðar leiðir voru alófærar. Náttúra sagði, eins skýrt og hrópað væri: „Hingað, en ekki Iengra.“ í hálfa aðra ltlukkustund reyndi hinn óheppni land- könnuður við kvíslargilið, en árangurslaust. Ljúfir draum- ar hans um heitan kvöldverð og mjúka sæng urðu að engu. Hann gekk aftur til baka yfir í aðaldalinn, tíndi saman sprek í „skóginum“, kveikti eld, fékk sér að borða og lagðist til svefns. Daginn eftir sneri hann aftur til félaga síns og komst þangað um hádegisbilið í há- vaðaroki og kom mátulega snemma til að hjálpa til að færa tjaldið í hinn áðurgetna helli. Litast um af Hágöngum. Hellir þessi var regluleg vin í þessari eyðimörk snæs og klaka. Gólfið var mjúk, svört mold, sem ljósmyndarinn hafði sléttað og hreinsað með tals- verðri fyrirhöfn. En sá munað- ur — eftir að hafa legið í hálf- an mánuð á köldum og hörðum snjónum. Þarna var skjól fyrir öllum vindum og við gátum boðið byrginn illviðrinu sem var að skella á. í þrjátíu skrefa fjarlægð, hinumegin við jökul- gilið, rann ágætis vatn; við átt- um enn nægilegar vistir og. ef í harðbakka slægi, voru kind- urnar til taks. Hverju var svo sem að kvíða? Næsta dag kleif ljósmyndarinn Hágöngur ein- samall, því veðurfræðingurinn var dálítið latur eftir fýluferð- ina! Uppgangan var engum erfiðleikum bundin, að öðru leyti en því að jökulbrekkar, útheimti varfærni, þegar ferð- ast var einn. Af tindinum var stórkostleg útsýni. f ausiri gnæfði Öræfajökull, í suðri var hafið, til vesturs lá landsvæði, er við þekktum ekkert og 1 norðri mjallhvítar jökulbrekk- urnar, sem Watts og hinir hug- rökku íslenzku fylgdarmenn hans höfðu brotizt yfir fyrir þrjátíu árum í illviðrum og ófærð. Ágúst kvaddi og september kom með hvassviðri og krapa- skúrum. Síðasta dag ágúst- mánaðar hlóðum við „Scotia“- sleðann farangri, sem við þurftum ekki að nota næstu daga og drógum hann upp níð- angurslega bratta hjarnbrekk- una upp að efri brún gígsins. Þarna tókum við af sleðanum, drógum hann og bárum pokana yfir fimmtíu skrefa breiðan jökulruðning og lögðum á stað út á efri jökulinn og steí'ndum á áberandi svartan hamraklakk um 10 km. í burtu. Rétt eftir að við höfðum komizt milli tveggja sprungusvæða í jökl- inum, stöðvaði vindur- og krapahryðja okkur. Sprungusvæði IjJT framundan. Stundu síðar komumst við samt aftur af stað og þrömm- uðum áfram með erfiðleikum í blautum snjónum tæpan kíló- meter, þá byrjaði aftur að stór rigna og hélzt svo lengi; svo að við snerum aftur til tjalds- ins okkar í hellinum. Næstu » w » o © o o • o o o o o e • e © e o œ • • e o o o o » o © o m o <a @ a o « 0 «■ ® «9 e <» aupmenn Og Eagin augiýsing er jafn eftirsóknarverð og frá '"felcufeprenhm&iatt k£ & © © : Kringiö tii okkar strax i síma 1649 og fáið uppiýsingar • © • 9 © 9 • © © © © • © © V © © © ð © © © • © © © © © © 9 © © © © •- © © © • 9 © © 9 © © © © 9 © © © © © © © © © © © © © © © © © © Ö O © © © © © © © © © © © © © 9 © © 9 © © © <3 Q © © © © © © © © © d © © © © © 9 © © © © © © 9 © 9 © © © © ö © © © 9 © Ö © © © 9 © sa» © © © © © © © © © © 9 © © 9 © 9 © © © © © © © © © © © «y © © 9 © 9 © 9 9 • 9 • 9 HEILDVERZLUN ÞÚROODS E. JÚNSSONAR Hafnarstræti 15 - Reykjavík Sími 1747 - Símnefni: Þóroddur Selur: M&tssipis* ffiáS fofs»sÉft rerði: - . Ils-osslíás' Sarpr . Gæs'asr iiáöir Háifskisiira Seiskisira ÆSardún o. fi. Vefnaðarvörur o. fl. ttttMtttttttttttttettttttttMttttMtttttMttttMtttttMHi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.