Vísir - 24.12.1953, Side 34
34
JÓLABLAÐ VÍSIS
inn. Og í fyrsta skipti sem hanri J
fór þarna ofan var hann svo
óheppinn að stingast á öxlina
og meiddist töluvert. En börn-
in horfðu á hann stjarney.gð og'
hrifin og gleymdi hann allri
kvöl er hann sá eftirvæntingu
þeirra. „Þau voru svo yndisleg,.
að þau gagntóku hjarta mitt
og ég elskaði þau eins og ég
ætti þau sjálfur. Næstu nætur
gat ég lítið sofið fyrir verk í
öxlinni en á meðan ég var í
hópi barnanna gleymdi ég hon-
um alveg.“ Þarna áréttaði hann
þau sannindi að menn eigi að
gleyma sjálfum sér annarra
vegna.
Börnin eru hrifin af honum
og álíta hann vera regulegan
jólasvein. Þau urðu 15 þúsund
sem sátu á kjöltu hans síðast
liðið ár, er hann hélt tvær
sýningav á dag
Komið við hjá
SjódrottningunnL
Sýningarnar eru bæði að
morgni og eftir nón. Þá heyrist
fyrst 1 sleðabjöllum og síðan
þagna þær. Þá standa allir á
öndinni af eftirvæntingu og
enginn bærir á sér. Svo koma
stígvél jólasveinsins, með
hringlandi bjöllum, í Ijós við
arinopið á reykháfnum, síðan
sjást rauðu buxurnar hans og
síðast kemur hann allur í ljós,
með blikandi augu og baugana
rjóða af kulda, eins og hann
sé nýkominn úr sleðaferð.
Þetta er aðeins upphafið að
leiknum. Síðan sezt hann í
öndvegi hjá arinum og á -ar-
inhillunni eru smágjafir handa
börnunum. Börnin ganga nú
fyrir hann eitt í einu. En á
leiðinni koma þau við hjá
snjódrottningunni, sem situr
honum til hægri handar og
þau hvísla nöfn sín að henni og
hvers þau óski helzt um jólin.
Síðan koma þau til hans titr-
andi af eftirvæntingu og stór-
eyg af æsingi, en þau sefast
brátt er hann ávarpar hvert
utn sig með nafni. Áheyrendur
undrast þetta en börnunum
þykir það eðlilegt. Hér eru
reyndar dálítil brögð í tafli.
Snjódrottningin hefur hnapp í
eyranu, sem er | raun réttri
hljóðnemi, og þánnig berast
nöfnin til hans.-
Hann spyr aldrei börnin hvað
þau vilji fá í jólagjöf. Með
mjúkri og hljómmikilli röddu
talar hann við þau um hina
yndislegu jóiahátíð og þann
anda sem þá ríkir. Minnir
börnin á að til sé börn, sem
og bendir börnunum á hversu
sælt sé að gefa og að sýna
öðrum góðvild og ástúð. Fyrir
tveim árum varð lítil stúlka svo
yfirkomin af þessum orðum
hans að hún reif úr sér lausa
tönn og gaf honum!
Stundum eru börnin all að-
súgsmikil, en hann er ávallt
ljúfmannlegur og góður við
þau. Að síðustu tekur hann
smágjafir af arinhillunni og
gefur þeim. — Hann hefur lag
á að sjá það út hverjir séu for-
eldrar barnanna og hefur þá
oft góð orð um að það sé lán-
samir foreldrar, sem eigi svo
efnileg börn.
Klunnin
og svínift.
í matstofu verzlunarinnar
geta hundruð manns setið yfir
borðum,, og, þar;... snæða þau
daglega hádégisyerð, jóla-
sveinninn og snjódrottningin.
Er þáð þá stárf .jólasveinsiris
að skera srieið af dýrindisköku,
sem svo er úthlutað og getur
hvert barn í salnum sótt köku-
sneið til hans. Og Um leið og
hann byrjar það verk les hann
ætíð stutta og fallega bæn. -—
En við verzlunina er um jóla-
leytið annar skemmtikraftur,
Felix Adler ag nafni. Hann er
klunni að atvinnu og er ekkert
hrifinn af því hvernig fólk þyrp
ist um jólasveininn. Hann ligg-
ur á því lúalagi að reyna að
draga athygíina að sér, og með'
ajöfullegri nákvæmni ryðst
hann inn í salinn, þegar Bill
Strother fiytur hina sakleysis-
legu borðbæn. Og ekki er nog
með að klunninn komi inn þeg-
ar verst gegnir, heldur hefur
hann gyltu með sér, sem heitir
Amalia. Er hún aðstoð hans
þegar hann skemmtir. Lengi
þoldi Bill þessar smánarlegu
móðganir, en að því kom að
hann gat ekki þagað. Hann fór
til forstjóra verzlunarinnar og
baðst undan því að klunninn
og svín hans kæmu inn á þess-
um tíma. Þau stingi svo ó-
þvrmilega í síúf við þann hug-
blæ sem hann vildi skapa með
bæn sinni. Voru þá klunninn
og gyltan Amalia gerð útlæg
úr matsalnum á þessum tíma.
Heimsókn
í fangelsi.
En jólasvemnmn Bill Strother
kemur víðar fram en í stór-
verzluninni. Einu sinni höfðu
góðviljaðir menn farið þess a
leit að hann værí sendur til
ungra misgjörðamanna, sem
dvöldu á betrunarheimili. En
heimsóknin var vanhugsuð,
enda hafði Bill ekki sjálfur
fengið þá hugmynd. Hinir
ungu óbótamenn gerðu gys að
frómleik jólasveinsins og þyrpt-
ust um hann svo að hann ótt-
aðist að hinn dýri jólasveins-
-skrúðl yrði fyrir skemmdum.
Þá kom nú klunninn. erkió-
vinúrinn, cg gylta hans til
hjálpar og dreifðu áhuga pilt-
anna, svo að þeir gleymdu að
hnýsast í hákolluna, skeggið
og annan búnað jólasveinsins.
Mesta ánægju hefur Bill af
því að heimsækja börn, sem
sökum. vanheilsu eða einhverra
líkamlegra bækla verða að vera
, i hinni nýju verksmið!" “-*«
nýjar vélar og framlei&siunanurri
breytt til batnaðar. Nú er kaffi-
bætirinn mótaður í töflur, sem eru
handhægari og auðveidari í not-
kun heldur en stangirnar voru. I
töflunum helst hinn óviðjafnanlegi
keimur og angan kaffibætisins
stöðugt.
töfiurnar
verða öllum húsmæðrum kær-
komnar. Notið meira af kaffibæti
og sparið með því kaffikaupiu.
m AVAILT ER IUEST OG BEZT GRVALIÐ
AF BARtVA*! OG KVEIVPEYSGiVl í
HLIINi
^J\omit) ocj ócmnjœriót
^JJvenji lcetjra vero
Sendum gegn póstkröfu um land allt.
Prjónastofan HLÍINI h.f.
Skólavörðustig 18. — Sími 2779.