Vísir - 24.12.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 24.12.1954, Blaðsíða 4
4 Flóðið Forspjall til ritstjóra „Alman- aksins". Kæri vinur og frændi! Ég gat þess víst í síðasta bréfi mínu til þín, að nú væri ég far- inn, mér til skemnitunar, að rifja -upp gamlar endumiinriingar frá fyrstu landnámsárunum í Nýja íslandi, þar sem ég fyrst man eft- ir mér og var uppalinn, minning- ár um þá viðburði> sem eftir- minnilegastir eru og sárast við fliann komu, svo sem flóðið mikla 1879. Af því, og afleiðingum þess, hef ég nú skrifað allítarlega lýs- iligu, sem ég ætla nú að dirfast að senda þér. Heimilisréttarlandið, sem faðir minn nam vorið 1877 og nefndi Yíðivelli, var nyrsta býlið að austanverðu við Fljótið. Landið var fremur lágt og þakið trölla- skógi. En strax fyrir norðan Víði- vallaland tók við beggja megin Fljótsins lágt en björgulegt sam- Ihangandi graslendi, sem náði alla leið þangað, sem Fljótið rcnnur í Winnipegvatn. það er þrjár mílur frá Riverton. En vest- an við Fljótið var graslendið miklu lengra, átta til tíu mílur ríorður með vatni, þar sem ísa- foldar-byggðin hófst milli 1885— SO, og eyðilagðist aftur af flóð- um úr Winnipegvatni um síð- rnstu aldamót. þetta mikla gras- lendi kölluðu landnámsmenn Al- menning. þar hoyjuðu allir, sem vildu, og þar var úr miklu og .góðu að velja. Á þessu engja- landi heyjaði faðir minn sumar- ið fyrir stóra flóðið. í norðvestan fárviðrum flæðir snest, sé hátt í Winnipegvatni. Illviðri af þeirri átt hafa á öllum tímum komið hart niður á Víði- völlum, sökum hinnar miklu víð- áttu, sem blasir við bæði fyrir norðan og vestan. Ekki þóttust Indíánar, sem þarna höfðu dvalið árum saman áður en íslendingar komu að Fljótinu, vita nokkuð til þess, að flóð hefði þa.r nokkurn tíma kom- ið. Og íslendingar sáu heldur ekki nein merki til þess. Mjög er það líklegt, að bráðlega hafi vatnið farið hækkandi eftir að landnemar komu til Nýja fs- Jands. Hér á eftir verður lýst því ægi- legasta flóði, sem komið hefur í sögu Nýja ísiands, og afieið- ingum þess. Faðir minn fer að Unulandi. það var í kringum mánaða- mótin október og nóvember 1879, að gekk í ægilegt norðvestan veður með afskaiúegu skýjafari, sem jókst æ. meira oftir því sem lengra á daginn lcið. Fljótið var autt, aðeins mjóar íssltarir með- fram landi. Faðir minn liafði lofað Eyjólfi Magnússyni á Úmilandi, sem'er einni mílu ofar með Fijótinu, að vinna fyrir liann þenna sama dag. þegar faðir'minn var búinn að hirða um þcssar fáu skepnur nm rnorgiminn, og bera inn nóg- en eklivið, fór hann óðar af stað upp að Unulandi. Ég man tekki betur, en að ég sæi hann fara róandi á grænu byttunni sinrii. Ég man vel efiir henni. þenna litla bát, sem var snotur og prýðilega vel smíðaður úr JÓLABLAÐ VfSIS mikla í Nýja Íslandi Norövesianveður raU ratniö á laná9 og þá layöi þyhhan ís fffir aitt. furuviði- keypti faðir minn á allra fyrstu landnámsárum, áður en hann flutti að íslendinga- fljótir Á þeirri tíð voru engar brautir milli húsa, aðeins þröng- ir, krókóttir göngustigir, gegnum tröllaskóg og kjarr, sem var þétt eins og hár á hundi. þess vegna var mest farið eftir Fljótinu á bátum. Unuland er vestan við ána, en Víðivellir að austan. Styrkir það mig í trúnni, að ég muni það rétt, að faðir minn þurfti að fara yfir ána, til að komast að Unulandi. Áður en meira er sagt. ætla ég í fáum orðum að lýsa ofurlítið húsinu, sem faðir minn byggði árið 1878. það var 18 eða 20 fet á lengd og 14 fét á breidd. Gluggar voru á báðum stöfnum og dyr á austurhlið, nær norðurstafni en miðju. Húsið var byggt á þriggja feta hárri stétt. Loft var í hús- inu og rimastigi upp á loftið í norðvestúrhomi. Uppi á loftinu var með öllu ólíft að vera með ungbarn fyrir kulda, þvi allstað- ar sá út meðfram þekjunni. það var áðeins geymslupláss fyrir allskonar dót. í húsinu voru tvö eldstæði, lítill matreiðsluofn, No. 8, í norðurenda hússms, og lítill ofn, sem stóð á miðju gólfi. Við ‘austurhliðina í suðurendanum stóð mmið, sem við sváfum í. Mig minnir, að við öll svæfum í sama rúmi (einu rúmi). Móðir min var sárveik. Móðir mín var mjög heilsulít- il, eftir að hún kom til þessa lands. Hún lá í rúminu tímum saman. Var talið að það væii lifrabólga, þó er óvíst, að nokk- ur hafi vitað með vissu, hvað að lienni gekk. Hún var búin að vera við rúmið, og í rúminu, um lengri tíma, áður en flóðið mikla kom. En þann dag, sem faðir minn fór upp að Unulandi og flóðið skall á, lá hún sárveik í rúminu, með Guttörtn bróður minn fyrir ofan sig, þá riærri ársgamlan, en ég v'dr þá nærri finriri ára. Afmæli okkar beggja eru í nóvember. þenna eftirminnilega morgun, þegár faðir mirin var farinn, var ég einn á fótum til að halda eld- inum lifandi. Mamma var að kalla til mín og biðja mig að láta ekki eldinn deyja. Húsið var kalt, en óstjórnlegi, toeljandi fár- viðrisstormurinn úti, og kuld- inn var öldungis voðalegur. Mest af tímanum mun ég liafa verið hjá ofninum eða setið við litla borðið, sem stóð við norðurglugg- an, til að geta horft út. Man ég vel, að einu sinni hljóp ég að rúminu til mömmu og sagði henni, að Fljótið væri orðið svo stórt, væri komið upp á land, og væri að verða hvítt. það voru freyðandi öldur, sem ég sá. Kýrnar fluttar mn i husio. Ekki man ég um livert leyti dagsins það var, að ég fór inn til mömmu og sagði henni, að vatn- ið væri komið allt í kringum húsið. Mig minnir., að hún kæmi þá snöggvast á fætur og gengi út að glugganum, til að horfa út. Hún sagði eitthvað, sem ég nú man ekki hvað var. Svo lagði hún sig aftur í rúmið hjá bam- inu. það var komið rökkur, þegar faðir minn kom heim. þá var efsta lagið á stéttinni, sem húsið stóð á, upp úr vatninu. Hann fór strax út í fjós, til að vitja um skepnurnar. Kemur strax aftur, blautur upp að mitti, og segir mömmu. að kýrnar standi í vatni upp í kvið, en kálfamir á miðj- ar síðnr. Hann sagði eittlivað við mömmu, sem ég get nú ekki munað, svo fór hann í hasti úí aftur. Mamma klæddi sig fljót- lega og kom með barnið í fang- inu, vafið í fötum úr rúminu, og settist við ofninn. Eftir litla st.und kom faðir minn aftur með einn eða tvo menn með sér. Ég er ekki viss í þessu, þó mig minni, að þeir væru tveir. Rúmið var «.teit hjá stiganum í norðvestur>orninu nálægt ofninum. Mamma lagð- ist í það strax moð barnið hjé sér. Ofninn settu þeir nálægt borðinu. þar næst negldu þeir staura á vesturvegginn í suð- urenda hússins. Ég var sem steini lostinn, vissi ekki hvað allt þetta átti að þýða. Næst var farið að koma skepnunum inn í húsið. Fvrst komu þeir með tveggja ára bola, settu liariri við stafninn nálægt suðurgluggnn- um. Næst var komið með Reyði, þá Rönd,. næst henni stóð Hvönn. Við hliðina á henni stóð Raun, tveggja ára kvíga. Hún var köll- uð Raun, nf því, að Indíánahúnd- ur beit. hnefastört stykki úr lær- inu á hcnni, þegar hún var kálf- ur. Síðan voru kúlfarnir sóttir, þrír að tölu. Kálfunum lógað. þá vildi mönnunum það slys til, að þeir misstu einn kúlfinn úr höndum sér. Hann synti út í skóg, þeir leituðu, en gátu ekki fundið hann, þvi kolsvarta myrk- ur var komið. Löngu seinna fundust kálfsbeinin talsvert langt frá. Kálfarnir urðu að synda milli fjóss og húss. Hinir tveir, sem inn í húsið komust. voru * innkulsa, gátu ekki staðið. Síð- ar um nóttina varð faðir minn að lífláta þá báða, svo þeir kveldust ekki lengur. Ég var óstjórnlega hæddur, þegar þegar komið var með gripina inn í húsið. Illjóp hágrátandi upp í rúmið til mömmu og bað hana að passa mig fyrir kúnmn. Hún klappaði mér grá tandi og bað mig að vera óhræddan, mér væri óhætt. Svo hvarf mér hugur og svaf til morg- uns. Ekki get ég munað, hverju mamma og ég nærðumst á þenna hræðilega dag„ sem við vorum ein heima, líklega hefur það ver- ið brauðbiti og mjólk, hafi það verið nokkuð. Mamma var ekki fær um að matreiða néitt. Hún hafði Guttorm á brjósti, ef ég man rétt. Hafi faðir minn ekki borðað kvöldmat á Unulandi, áð- ur en hann fór heim. þá hefur hann ckki bragðað mat þar til næsta dag. Geta má nærri, livort hann liefði ekki þurft lu-essingar með, þar sem hann var ískaldur og holdvotur upp fyrir mitti, frá því að koma skepnunum inn í húsið. ís lagði yfir allt á eftir. Mamma gat lítið eða ekkert sofið þessa voðalegu nótt. Fáðir minn var á fót.um alla nót.tina, héfur, ef til yill, ekki þorað ann- að, því fárviðrið var lrið sanra. Stormurinn, ískaldur og ægileg- ur, lamdi húsið utan miskunn- 79. arlaust, og flóðöldurnar skullu upp á stétt.ina, sem húsið stóð á. en koldimm skammdegisnóttin bannaði alla útsýn. Hver vissi, nemft flóðið yrði svo hátt, að vatnið færi að streyma inn í hús- ið — hvað þá? EkM get ég munað hver, eða hverjir, mennirair voru sem. hjálpuðu föður nrinum til að korna gripunum inn í húsið. Mér þykir trúlegast, að það hafi ver- ið þeir Jón Bergvinsson á Ósi og Tómas Jónasson á Engimýri. þeir voru næstir. Geta má nærri, hvað það hefur verið hart og erfr itt. verk að koma skepnunum upp á stéttina, sérstaklega kúnni Rönd, sem var þung og stór eins og uxi. Ég er viss um. að ég man það í’étt, að flóðið skall yfir á laug- árdag, og að skepnurnar voru í húsinu fram á mánudagsmorgT un. Á sunnudagsnóttina, eftir miðnætti, tók stomiinn að lægja, unz alveg lygndi. þá lagði þykk- an ís yfir allt, sem brotnaði nið- ur og þakti jörðina, þegar fjaraði. út. En ísinn,, sem eftir varð, á eikum og kjarri beggja megin. Fljótsins, sýndi hvað vatnið liafði orðið hatt. 3—4 fet, meira eða minna. Hræðileg nótt { fyrir föðurinn. Á sunnudaginn og fyrri part mánudagsins hreinsaði faðir minn fjósið, sem fullt var af ís, og bjó um skepnumar sem bezt hann gat. Strax eftir hádegi á mánudaginn gekk faðir minri á sterkum ís yfir Fljótið að Ósi og fékk Jón Bervinsson til að hjálpa sér að koma gripunum í fjósið aftur. Gekk það allt betur en að koma þeim inn í iveruhús- ið um nóttina. — Hversu vist- legt íveruhúsið okkar hefur verið fyrir veika manneskju og ung börn, meðan gripirnir vöru þar inni, getur hver og einn gizlcað á. Öldungis er mér óskiljanlegt, hvemig faðir minn hefur getað fengið nægan eldivið til að halda eldinum lifandi í ofninum. Ég var víst búinn að brenna mest- öllum viðnum, sem hann bar inn um morguninn. ])á var komið langt fram á nótt, þegar búið var að bjarga skepnunum, heljar- veði'ið úti, og aj.lt á kafi. í vatni. Hræðileg nótt hefur þessi veríð fyrir tolessaðan karlinn, hpklvpt- an upp að mitti cða meira, svefn- iausan, og jafnvel hungraðan. En það liefur hjálpað honum, að Það er títt, að blöð og útvarp flytja fregnir af því, að frændum okkar vestan hafs sé margvíslegur sómi sýndur sakir dugnaðar og margvíslegra mannkosta. I»ó hefur lífsbarátta íslendinga vestra oft verið ströng, ekki sízt í upphafi landnámsins í hinum nýja heimi. Frá- sögn sú, sem hér fer á eftir, er gott dæmi þess,við hverja örðugleika hefur verið að etja fyrir landnemana.. Birtist hún upphaflega í Almanaki Ólafs Thorgeirssonar, sem sagt var frá í Vísi fyrir röskum mánuði, að hefði nú verið gefið út í 60 ár, og leyfir Vísir sér að taka hana upp. EFTIR VIGFLJS J. GUTTQRM55DN.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.