Vísir - 24.12.1954, Blaðsíða 11
JÓLABLAÐ VfSIS
11
Seða láta það í kvartél, cf Jmð á
að gcymast, ])ar á eftir er tekið
til við uppþvott á áhöldum, vél-
iim og. húsimi sjálfu. þessu cr oft
'ekki lokið fyrr cn klukkan 12—2
á nóttinm.
Aldrei var stn kkað ncma ann-
an iivcrn dag. liinn daginn var
Xrtæld íifa, teknir ostar og unnin
önnur.slí. :f. »iu ekki vannst töm
til að Ijv.ka iíIjo'i:vn scm strokkað
Við Margrét töi.um okkur nú
kaffihlé og levfuin okkm- stund-
arkorn að hvarfla frá efninu,
háöum lætur okkur vel léttara
hjal íbland. Talið berst að
skemmtunum og hún segir. mér
hvað sér ha.fi löngum þótt
skcmintilcgast um dag.ana, það
eru btekur og börn. og að kouia
á liestbak og skoða nátíúruna í
fögrn veSri. „Mé.r þótti lika ákaf-
)ega gaman að d'msa, en ég
liætíi__því íyrir nokkrum árum.
Verst er hvað margt fólk nú á
dögum virðist ciga erfitt með aö
skemmta sér án áfengis," sagði
hún, „mér er mjög illa við vínið.'*
Tók aldrei sumarfrí.
Efíir kaffið víkur sögunni cnn
að rjómabúinu á Baugstöðum.
Margrét hefur fcngið mér í hend-
ur prentaða ritgerð -um það eftir
Sigurð Sigurðsson fyrrv. búnað-
armálastjóra. I þcssari ritgcrð
cru margar tölur scm tala og
væri freistandi að birta sumar
þeirra hér, cn rúmleysið bannar
slikan munað: Örfáar skulu þó
teknar upp: I’yi'sta starfsárið,
1905, eru félagar 48, en flestir
urðu þeir árið 1913. 94, síðan fcr
þeim fækkandi. A fyrstu 28 starfs-
árunum seldi búið vörur fyrir
rúmar 644 þúsund krónur. Arið
1905 fá félagar kr. 1.50 fyrir hvert
kg. Til er nákvæm sltýrsla um
rekstur húsins i'rá árinu 1910.
Hún lítui' þannig út: Félagar
voru 88. Starfstími 125 dagar.
Kúgildi 460. Rjómi 45.700 kg.
Smjör framleitt alls 11.690 kg.
Rekstrai'kostnaður pr. kg smjörs
0.23 kr. Félagar fengu grcitt pr.
kg 1.64. Úr 3.65 kg rjóma fékkst
1 kg.smjurs.
í þessari í'itgerð segir svo um
Margréti rjómahústýni: Hún hef-
ur lagt allt sitt starfs- og vilja-
þrelc í að leysa störf sín. scm bezt
af liendi, eigi aðeins-hin venju-
legu bússtörf heldur og alla
reikningsfærslu og forstöðu pönt-
imarfélags, sem er í sambandi
við búið. Margrét hefur aldrei
haft sumarfrí.
„j)að ci' einmitt það. Og nú
sleppi ég þér ekki lengur við
að ræða við mig verzlunarmál-
in,“ segi ég.
Löng leið á vinnustað.
„])að var árið 1931, sem hlut-
hafar rjómabúsins stofnuðu pönt-
unarfélagið. Ástæðurnar voru að-
allega þær, að bílarnir sem fluttu
vörur búsins til Reykjavíkur
hefðu líka flut.ning til baka. Ég
var ráðin til að hafa á hendi út-
vegun varanna og útdeilingu
þcirra meðal félaganna. Á þessu
hefur ekki oi'ðið teljandi breyt-
ing enn. Sumir af gömlu félög-
unum lialda enn tryggð við pönt-
unarfélagiðng verzla nálega ein-
göngu við það, flestir verzla við
það nokkru leyti. Verzlunin
gengur þokkalega, enda hafa við-
skiptavinirnir mínir reynzt mér
afburðavel, bæði heildsalarnir
syðra og bændurnir hér eystra."
’jFylgir því ekki mikið líkam-
legt erfiði a.ð reka verzlun svona
Iangt frá heimili sínu, til dæmis
í ófærð á veturna?"
„Jú, óneitanlega er það stund-
um dálítið erfitt að þurfa að
ganga klukkustundargang heim-
an frá sér á vcrzlunarstað. En
það geri ég nú samt. Verzlunin
er opin 3—4 daga í viku, frá há-
degi og fram á kvöld. Vörumar
cru pantaðar í síma eða skriflega.
Eg lief ágæta hjálparstúlku með
niér, hún er búin að vera með
mér í 19 ár samfleytt, Guðrún
Andrésdóttir frá Hellukoti. Við
pökkum vörunuin inn yfir dag-
inn, síðan eru þær sóttar á kvökl-
in.
Lærði á reiðhjól 56 ára.
Já, lengst af hef ég farið gang-
andi hcr á milli Baugstaða og
Móhúsa. En þegar ég var 56 ára
keypti ég.mér reiðhjól og lærði á
])að. Mér þötti gaman á hjólinu
og ég notaði það til sjötugs. Ég
á enn sama lijólið og lét nýléga
„flikka það upp“. Oft var færðin
svo slæm að ekki varð komizt
ríðandi á því. J)á leiddi ég það.
en Iét það hcra „skrifstofuna"
mína — verzlunai'bækurnai' og
peningakassann. Jiessa. hluti skil
ég aldrei við mig, hvert sem f-ar-
arlækið er og hvernig sem færð-
in er.“
Svo sem fyrr er frá sagt, hef-
ur Margrét Júniusdóttir lengst
allra kvcnna á Islandi starfað
sem rjómabústýra, hartnær hálfa.
öld. Árið 1945 sæmdi Búnaðar-
félag íslands hana heiðui sskjali
fyrii’ frábært starf hcnnar.
Skjalið hljóðar svo orðrétt:
„Margrét Júníusdóttir, Baug-
stöðum.
pér hafið í meira en aldarþriðj-
ung unnið við rjómabússtjóm og,
verið árvakur brautryðjandi á
því sviði. Öll yðar störf hafið þér
unnið af frábærri alúð og trú-
mennsku og hefur starf yðar
mjög stutt að aukinni vöruvönd-
nn á sviði mj ólkurvinnslunnar.
Búnaðarfélag íslands flytur
yður hugheilar þakkir fyrir hin
ágætu störi yðar í þágu landbún-
aðarins og óskar yður allra heilla
á óíörnu æviskeiði.
Reykjavík, 19. nóvcmber 1945.
í stjórn Búnaöarfélags íslands:
Bjami Ásgeirsson, Pétur Ottcsen,
Jón Kannesson."
Grannvaxinn maður, sem far-
inn var að hærast, sté fætinum
ofan á 100 marka seðil, sem lá
fyrir framan hann á gólfinu. í
augum hans var svipleysi og
tómleiki svefngöngumamisiris.
Konari í loðfeidinum greiddi
reikning sinn í leikfangadeild-
inni, læsti handtösku sinni, tók
böggulinn og sneri sér við.
Hún hafði ekki tekið . eftir
neinu. Hann beygði sig niður,
fór að rjála við skóreimar sín-
ar og lét seðilinrt hverfa ofan í
vasann á frakkagarminum.
Og þá skeði það. Um leið og
hann reisti sig fann hann að
hönd var lögð á herðar hans.
Hann kipptist við eins og hann
hefði orðið fyrir rafstraum.
Skelfdum augum starði hann á
mann klæddan dökkum stutt-
jakka, er lágt og ákveðið sagði:
„Skilið þér peningunum aftur!“
Maðurinn, sem var hvítur
eins og kjúka af samvizkubiti,
hlýddi tafarlaust. Hann sá eins
og í mó.ðu að maðurinn hneigði
sig um leið og hanni rétti kon-
unni seðilinn og hvernig hún,
felmtri slegin, opnaði töskuna
og þakkaði.
Hann langaði til að hverfa
inn í iðu mannhafsins í búðinni
En hann gat ekki hreyft sig.
Fætur hans voru þungir sem
blý.
Þá stóð hinn maðurinn við
hlið hans og skipaði honum að
koma með sér.
Þungum sporum fylgdi hann
honum um langa gang, þar
sem fólk kepptist við að troða
sér áfram, rakst hvað á annað
og tuldraði: „Afsakið, afsakið,"
og áttaði sig fyrst, er hann var
kominn inn í skrifstofu eina og
dyrnar lokuðust á eftir honum.
„Setjizt þér niður,“ sagði
kvalarinn. Þjófurinn seig niður
í stól. Fætur hans voru ekki
lengur blý heldur magnlausir
eins og kvoða.
„Þér ætluðuð auðvitað að
halda peningunum.“
Ógæfusama hrúgaldið í stóln-
um kinkaði kolli.
„Og tölduð aðfangadaginn
heppilegastan til að hnupla
annarra eigum.“
„Eg . . . ég . . . hafði ekkert
slíkt áforjn í huga.“
„En þér frömduð verknaðinn.
Hvaða erindi áúuð þér eigin-
lega hingað?“
„Eg ætlaði að kaupa brúðu.
Elsa okkar hefir ekki um ann-
að talað síðustu dagana.“
„Kaupa brúðu, það er svo. Og
þá látið þér, blátt áfram,
bankaseðil hverfa —“
Blóðið steig fram í kinnar
hans og litaði magurt andlitið.
„Það kom svona yfir mig, ég
skil það ekki sjálfur, það er
hræðilegt. Hræðslan hlýtur að
hafa svipt mig öllu viti. Þetta
er fyrsta sinni.“
„Hræðslan? Hvað þýðir það?
Hver eruð þér? Eg vil vita,
hvernig á þessu stóð.“
„Eg heiti Arthur Heinze, ég
er verzlunarmaður, þ. e. a. s. ég
var það. Nú er ég atvinnulaus.
Fyrir tveimur mánuðum hætti
ég. Verzlun mín lenti í gjald-
þroti.“
„Það er engin afsökun. Þér
hefðuð getað komið yður aftur
á laggirnar með atvinnuleysis-
styrknum yðar, eins og aðrir
gera.“
Það varð þögn í herberginu
og svo hljótt að heyra mátti
stuttan andardrátt Heinzes og
sjá mátti hvernig barkakýlið
gekk upp og niður.
„Já, ég hefði átt að gera það,“
sagði hann með ákefð.
„En ég sagði yður þegar —
já, þessi hræðsla, hún víkur
aldrei frá mér síðan ég kom
aftur frá Rússlandi."
„Voruð þér í stríðsfanga-
vist?“
„Eg kom í fyrra til baka frá
Belygrad.“
„Sögðuð þér frá Belygrad?"
„Já.“
„Og hvað?“
„Við eigum tvö börn, hið
þriðja er á leiðinni. Þegar ég
kom heim urðum við að byrja
að nýju, eftir loftárásir sem við
höfðum orðið fyrir. Konan mín
er veik. Það er hjartasjúkdóm-
ur. í mörg ár frétti hún ekkert
af mér. Svo það er engin furða.
Þegar ég hætti við verzlunina
þorði ég ekki að segja henni frá
því. Eg var hræddur. Læknir-
inn sagði að hún þyldi enga
geðshræringu. Eg fór á hverj-
um morgni að heiman eins og
áður. Hún hélt að ég væri á
skrifstofunni. Þá sat ég inni á
lestrarstofu eða ráfaði um í
borginni og var hræddur. Hún
talaði um jólahátíð. Fyrir þókn-
un mína ætlaði hún að kaupa
barnafatnaðinn. Elsa vildi fá
brúðu og hana ætlaði ég að
kaupa hér.
Þegar seðillinn féli á gólfið
kom það yfir mig. Líklega hafa
mér hvarflað í hug þeir hlutír,
sem okkur vantaði. Eða máske
hef ég ekki hugsað neitt. Eg veit
það ekki.“
Hinn maðurinn gekk um gólf
með hendur fyrir aftan bak. Nú
>Jólasagaeftir|
| Paul M. |
[ Brandt.
skrifaði hann eitthvað á miða
og hringdi bjöllu.
Búðarstúlka kom inn.
Hann rétti henni miðann og
sagði: „Strax laus.“
Hún hneigði sig og fór.
Heinze varð ennþá fölari en
áður. Varir hans titruðu og
hann kom ekki upp nokkru
orði.
Maðurinn, sem sat andspænis
honurn við skrifborðið virti
hann fyrir sér og hnyklaði
brúnir.
„Þér verðskulduðuð umburð-
arlyndi, ef ástæður yðar væru
slíkar sem þér látið í veðri
vaka.“
„Eg hef sagt yður sannleik-
ann. Herra . . .“
„Volland," bætti hinn við.
„Nei, þér hafið dregið það
undan að þér eigið einn efn-
aðan skuldunaut sem þér gátuð
snúið yður til. Hvers vegna
hafið þér ekki gert það?“
Heinze reyndi að segja eitt-
hvað. En hann kom engu orði
upp. Með hálfopinn munn
glápti hann á Volland eins og
bján.
„Eg ... ég ... á engan
skuldunaut, herra Volland.11
„Jú, Arthui', og þó, þú átt
einn skuldunaut og nú Situr þú
gagnvart honum. Geturðu nú
ekki loksins kannast við gaml-
an félaga þinn frá feigðarbæl-
inu Belygrad. Þarf ég fyrst að
minna þig á jólin fyrir sex ár-
um, þegar Volland undirfor-
ingi laumaðist út úr hermanna-
skýlinu til þess að binda enda
á allt saman vegna þess að hann
hélt að hann gæti ekki lengur
afborið síbírska vítið. Þú fórst
á eftir mér. Þér á ég líf mitt að
launa. Þá minntir þú mig á
Betlehemsstjörnuna — í dag
minni ég þig á hana.“
„Eiríkur, þú!“ hrópaði Heinze
utan við sig. Og þá fann hann
sig umvafinn. Hann skalf af
hljóðlausum ekka. Volland
strauk snöggt' með handarbak-
inu yfir augun, ræskti sig og
sagði:
„Strax og ég sá þig kannað-
ist ég við þig, en ég vissi ekki
hvernig ég átti að taka þig. Nú,
jæja, í þá daga vorum við allir
eins og skuggar okkar fyrri til-
veru. Þegar þú fórst að tala um
Belygrad þekkti ég þig. Eg
hafði hundaheppni með mér,
fékk heimfararleyfi með
sjúkrasendingu fyrir fimrn ár-
um. Rétt á eftir dó íaðir minn
og ég tók við verzlun hans.
Hinn fyrsta janúar getur þú
byrjað hjá mér. Eg býst við að
það komi þér vel. Talaðu við
mig strax eftir hátíðina, hér
færðu einkasímanúmer mitt.
Og nú vei'ður þú að hafa mig
afsakaðan, Arthur. Það er alltaf
sama sagan á hverju ári, við-
skiptavinirnir muna fyrst eftir
því þegar komið er að lokunar-
tíma, að þeir eiga eftir að gera
jólainnkaupin."
Volland þrýsti á bjölluna.
Aftur stakk aðstoðarstúlka úfn-
um glókolli inn í forstjóraskrif-
stofuna.
„Vagninn minn bíður hér
fyrir utan. Ungfrú Schúker
fylgir þér þangað. Svo þú þarft
ekki að rogast heim með barna-
fötin og aðra smáhluti. Við
fengum nóg að burðast með í
Belygrad. Skilaðu kærri kveðju
frá mér til konu þinnar og
barna og' láttu mig svo bráðum
heyra frá þér.“
Vagnstjórinn hjálpaði Arthur
Heinze með bögglana upp á
þriðju hæð. Kona hans, sem
var að skreyta örlítið jólatré
inni í dagstofunni, varð alveg
orðlaus. Hún leit á barnafatnað-
inn, þar se'rn ekkert á vantaði,
hcldur var alfullkominn og á
hlýju, góðu efnin, konfektkass-
ann, fallegu leikföngin — stóru
brúðuna, sem eiginlega var
heldur stór fyrir Elsu, Og hún
átti ekki eitt einasta orð yfir
allt þetta.
Þá varð hann að segja frá
öllu. En hann átti eliki hæg't
með það. Þegar hann hafði
sKriftað fyrir henni, grúfði
hann sig' að brjósti hennar og
hún strauk yfir hár hans.
Inni í svefnherberginu ærsl-
uðust börnin.
Úti byrjuðu klukkurnar að
hringja. Hinn skæri hljómur
frá Severi blandaðist dimmum
sellotónum dómkirkjunnar.
Hann dró konuna að sér og
kyssti hana.
„Kveiktu nú á kertunum,
Anne mín. Betlehemsstjarnan
skín líka fyrir okkur!“
„Hún skin öllum þeim sem
eiga kærleika í hjarta sínu,“
sagði hún, „og þar sem kær-
leikur er, þar er Guo?“