Vísir - 24.12.1954, Blaðsíða 25

Vísir - 24.12.1954, Blaðsíða 25
JÓLABLAÐ VÍSIS 25p Þegar „General Grant“ fór§t Byggt á frásögu, sem tekin var sam- an af dr. W. A. Osborn. Við Dundrumfjörðinn í Norður trlandi er smábærinn Newcastle. Neðanundir brattri fjallshlíðinni við gömlu höfnina er lítið fiskimannahverfi, en hjá einum þessara harðgerðu fiskimanna; Jack Teer að nafni, heyrði eg fyrst hina athyglisverðu frásögn um seglskipið „General Grant“. Teer hafði heyrt söguna hjá frænda sínum, James( Teer, en hann var farþegi á skipinu og höfðu þeir búið saman í Ástralíu um nokkur skeið. Ég fór nú að spyrjast fyrir um söguna, því þetta vakti strax áhuga minn. Eg komst að því, að bróðir og systir James Teer bjuggu ennþá í Newcastle, og auk þess einn fai'þegi enn, sem komst af á General Grant — Mr. Patric Caughey, sem var fyrrve^andi félagi Teers í gullleit í Ástralíu. Ég heimsótti nú allt þetta fóik og fékk hjá því ýmsar góðar upplýsingar, sem staðfestu enn- þá betur upprunalegu söguna, en bættu einnig nýjum hræði- legum staðreyndum við. Síðan var sagan öll leiðrétt með samanburði við ýmsar opin- berar skýrslur, sem öruggar voru. Þetta, sem hér fer á eftir er eflaust ein athyglisrerðasta frásögn um sjóslys, sem nokk- urntíma hefur verið birt. Árið 1845 fór James Teer,. þá stór og stæðilegur 19 ára piltur, frá fæðingarbæ sínum Newcastle, í ævintýraleit. Næst, þegar fréttist af honum, sex eða sjö árum síðar, var hann á gullleitarsvæðum Ástralíu og! var orðinn myndarmaður. — Hann var sex fet og tveir þumlungar á hæð, mjög sterk- lega vaxinn og afar sterkur. Auk þess ber öllum frásögnum saman um það, að hann væri stálábyggilegur, mjög kjark- mikill og aðlaðandi í alla staði. Allt var ofsafengið og órólegt í á fyrstu árum gullleitanna. — ( Námumennirnir voru hrjáðir og kvaldir af stigamönnum, spilasvikurum og þess háttar lýð, og var líf þeirra oft stutt og miður ánægjulegt. ( En Teer komst óskaddaður í gegnum allar hættur, hann var maður til þess að verja sig. Skólabræður hittast. Dag nokkurn, þegar hann var önnum kafinn við vinnu á gullleitarsvæði sínu, tók hann eftir því, að á næsta svæði við, var maður sem kom honum kunnuglega fyrir sjónir, og með fáeinum spurningum fékk hann að vita það, að þetta var gamall skólabróðir hans, Patric Caughey, og kom hann frá heimilisbæ hans sjálfs. Þeir urðu mjög fegniv og unnu sameiginlega á leitarsvæðum smum og nutu. afrakstursins. í byrjun virðist hamingjan hafa verið þeim hliðholl, og söfnuðu þeir talsverðu magni af gulli. — Þar sem þeir voru nú orðnir auðugir menn, tók þá að langa til að sjá aftur heimili sitt í hinu fjarlæga ír- landi. Löngun þessi varð brátt svo ómótstæðileg, að í apríllok 1866 leituðu Teer og Caughey sér að fari til Englands í borg- inni Melbourne. Þeir komust fljótlega að því, að skip sem hét General Grant væri á för- um til London innan fárra daga. Þetta var nýtt og gott 12 hundruð lesta seglskip, en eig- andi þess var félag í Boston, og var þetta fyrsta ferð þess frá Bandaríkjunum til Melbourne. Félagarnir ákváðu að taka sér far með General Grant og höfðu gullið með sér, sem þeir höfðu lagt svo mikið á sig til að ná í. Síðar kom í ljós, þeim til stórtjóns, að þeir höfðu ekki vátryggt gull sitt og sparað sér við það 2Vz shilling á hverja únsu. En Teer hafði gert þá varúðarráðstöfun að sauma 300 eins punds gullpeninga í þykkt leðurbelti, sem hann skildi aldrei við sig, hvorki nótt né dag. Skipshöfnin á General Grant virðist ekki. hafa verið fjöl- menn, en mjög afkastamikil. Skipið var fullskipað farþeg- um, og flestir þeirra voru — eins og Teer og Caughney — heppnir útflytjendur, sem voru nú á leið til gamla landsins og tóku með sér ýmsa verðmæta hluti. Þegar skipið lét úr höfn, voru samtals með því áttatíu og þrír menn. Mest af farmi skipsins var ull og húðir, en í einhverjum afviknum krók, sem aðeins skipstjórinn og tryggustu undirmenn hans vissu um, voru geymdir fjórir ferkantaðir trékassar, mjög járnslegnir, og í hverjum þeirra voru þúsund únsur af gulli. Þessar fjögur þúsund únsur af gulli var það magn sem vátryggt var í skipinu; einnig höfðu farþegarnir mjög mikið af gulli með sér. Fjórða maí 1866 fór General Grant úr út Hobson flóanum í síðustu ferð sína. — Skipið stefndi í suðaustur og var ætl- unin að koma við í höfn nokk- urri á Nýja-Sjálandi, en af á- stæðum sem enginn gat nokkru sinni skýrt, fór skipið langt út af réttri leið. Leið uppgötvun. Klukkan tíu um kvöldið 13. maí tilkynnti sá, sem var á verði, land á hléborða. Landið var 3—4 mílur í burtu, og virt— ist fyrst vera þokubakki. Lítill’ suðvestanvindur var á, en und- iraldan var mjög mikil. Skipið' hélt áfram til suðausturs í eina eða tvær stundir, þá varð-> ströndin sýnileg og kom í ljós, efiaust til mikillar skapraunar fyi'ir skipstjórann — að þetta. var Disapiontment eyja, sem er ein af Auclandsleyjunum, um fjögur hundruð milur fyrir sunnan Nýja-Sjáland. Stuttu eftir ldukkan eilefu sama kvöld, lá allur eyjaklas- inn fyrir framan þá, og ákveðið' var að sigla á milli Disapoint- ment-eyju og aðaleyjarinnar. Til allrar óhamingju varð logn á úrslitastundu og það varð nú von bráðar ljóst, að undiraldan. bar skipið að klettunum. Skip- James Teer. MICHELIN því að hinir lipru MICHELIN hjólbarðar endast lengur EINKAUMBOÐ Á ISLANDI: - H.f. Egíl Viihjálmssor Laugavegi 118.—^ Sími 81812. Allt á sama stað Það munar miklu að aka á MICHELIN hjólbörðum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.