Vísir - 24.12.1954, Blaðsíða 26

Vísir - 24.12.1954, Blaðsíða 26
26 JÓLABLAÐ VÍSIS stjórinil, sem var mjög örvænt- ingarfullur, gerði allt sem í hans valdi stóð til þess að forða slysi. Rárnar voru færðar fram og aftur til þess að nota þá litlu golu sem enn var, en gol- an minnkaði jafnt og þétt og hvarf að síðustu alveg þegar skipið kom í skjól af klettunum á eynni. Nú var General Grant alveg á valdi aldanna og sjávar- straumanna, sem færðu skipið, nær og nær hinum fjögur hundruð feta háu klettum. — Nóttin var niðdimm, vegna þess að lágskýjað var og mistur í lofti. Einnig var mjög kalt, veturinn á suðurhvelinu var að byrja. Eflaust munu sjómenn spyrja, hvers vegna skipið hafi ekki kastað akkerum jafnskjótt og vindinn lægði. Tvær mis- munandi skýringar hafa verið gefnar á þeirri vanrækslu. Ein skýringin ('sem er mjög ósenni- leg) er á þá leið, að akkerin og keðjurnar hafi verið geymd- ar í lestinni, og hafi þess vegna aldrei verið notuð, önnur saga bendir á, að tilraun hafi verið gerð til þess að lcasta akkerum, en ekki hafi verið hægt að finna botn með blýsökkum. — Hvernig sem þessu er varið, er staðreyndin sú, að hið ósjálf- bjarga skip lá mjög nálægt klettunum um miðnætti; skips- höfnin og farþegarnir gátu heyrt brimhljóðið og séð hina háu kletta rísa upp svartari en svartnættið og virtust þeir slúta fram yfir möstur sltipsins. Sterkur straumur virðist nú hafa borið skipið General Grant með fram hinn’i bröttu og klettóttu strönd, en skömmu eftir kl. 10 rakst það á klett, sem skagaði út frá bjarginu. Fremri hluti bugspjótsins brotnaði með ógnarhávaða, og tók það með sér stagsegl. Skip- ið skalf og nötraði eftir á- reksturinn, því næst hrökk það aftur á bak og rak aftur á svolítinn spöl, þangað til skut- urinn rakst á aðra kletta. í þetta skipti fór stýrið og aftur- bóman í sundur. Bóman féll ofan á manninn sem var við stýrið, og varð það hans bani. Skipið, sem var í nokkurs- konar gildru milli þessa tveggja höfða, rak fram og aftur, og hver alda færði það nær landi. Öllum á skipinu til hinnar mestu undrunar virtust klett- arnir opnast fyrir skipinu, og það varð fljótlega Ijóst að það var á leið inn í stóra gjá. Ljós- kér voru hengd utan á hliðar skiþsins, og í hinu daufa skini þeirra, sást sléttur klettaveggur rísa báðumegin skipsins, mikið hærra en séð varð. Fram undan var kolsvart myrkur, aftan við stórar öldur í óslitinni röð, sem ráku skipið áfram. Það rak lengra og lengra inn í þessa dimmu gjá, og stuttu síðar kváðu við angistaróp frá öllum, vegna þess að nú sást, að hinir flöktandi geislar ljósker- anna endköstuðust frá blautum klettum fyrir ofan, og sýndi það, að þakvar langt fyrir ofan. Það var ekki fyrr að hinn hræðilegi sannleikur kom í ljós. Skipið var á leið inn í geysistóran helli, svipaðan kirkju að lögun, þar sem það lá óhjákvæmilega fyrir því að verða sjónum að bráð. Skipið var nú komið í þessa vonlausu stöðu, sem er ef til vill alveg einstök í siglinga- sögunni, og skipaði skipstjór- inn þá svo fyrir, að setja skyldi björgunarbátana á flot, en eitt- hvað kom í veg fyrir að hægt væri að gera það. Skipið rak nú lengra og lengra inn í hell- inn, og möstrin töku að rekast í hellisloftið, með þeim afleið- ingum að kynstur af möl og steinum féll niður á þilfar þess ásamt toppseglabúnaðinum. Caughey sýndi höfundinum fram á, að ekki væri hægt að ímynda sér neitt hræðilegra heldur en þessa miklu skothríð úr sortanum fyrir ofan, eink- um þar sem skeytin voru ó- sýnileg fyrr en þau voru lent. Hávaðinn var óskaplegur. Hljóðin, sem mynduðust við gný og dyn sjóanna, hinn ofsa- lega slátt seglanna og brotn- andi trjáa, voru rofin við og við af drununum sem komu af hrynjandi grjóti. — Öll þessi hljóð, sem mögnuðust í hinni miklu hvelfingu, leiddi af sér mestu ringulreið og skelfingu. Farþegarnir, sem voru ofsa- Jack Teer. hræddir, þustu aftur á, þar sem aðstaðan virtist betri, og hnipr- uðu sig saman til þess að kom- ast hjá því að verða fyrir hin- um hrynjandi hnullungum og grjóti, en þeir komu í hryðjum við hverja hreyfingu skipsins. Dýpið var mælt um þetta leyti og var þá fimm faðmar neðan við kjöl skipsins. Skip- stjórinn ákvað að ekki kæmi til mála að setja út bátana i því líku myrkri, vegna hættu á að steinar úr þakinu leníu á þeim og sökktu þeim. Það virt- ist því ekki hægt að gera neitt fyrr en dagaði. Löng nótt. Þegar leið á þessa nótt, sem aldrei ætlaði að enda, skall á ofsaveður úti fyrir, og öldurnar sem ruddus.t inn í hellinn, urðu stærri og stærri. Dýfur hins innikróaða skips urðu dýpri og dýpri. Yfirmenn skipsins ótt- uðust að möstrin myndu fljót- lega brotna, vegna þess hve þau rákust harkalega í þak hellisins í hvert skipti sem skipið lyftist upp. Þessi ótti varð að veruleika, vegna þess að annað royal-mastrið brotn- aði fljótlega og datt niöur á þilfarið með mikla flækju kaðla og ráa. Næst fór topp- mastrið, því næst hitt fram- mastrið. Þar sem möstrin rák- ust í loftið og hindruðu skipið í því að komast lengra inn í hellinn, komst það lengðra inn í kleítagröf sína eftir því sem fleiri möstur brotnuðu. Þetta jók mjög á hættu þeirra sem voru á skipinu, vegna þess að nú rákust stubbarnir af hinum sterku afturmöstrum af svo miklu afli í hellisloftið að kynstrin öll af grjóti féllu niður á þilfarið með þrumugný. Framþiljurnar yfir skips- mannaklefanum brotnuðu fljót- jlega, og fáum mínútum síðar jvar þilfarsklefinn stjórnborðs- meginn hálfgrafinn undir grjót- mulningi, Öllum var skipað að fara . í skut skipsins, en skömmu | eftir dögun brotnaði mið topp- mastrið, og munaði minnstu að |það lenti á fólkinu sem hafði 'safnast saman í skutnum. | Nú var augsýnilega úti um , General Grant; og skipstjórinn . hikaði ekki lengur við að láta j setja bátana á flot í daufri morgunskímunni. Alla þessa hræðileg'u nótt hafði fultkomin ró ríkt hjá hinum sárþreyttu farþegum, en nú fór skelfingin og ringulreið- in að byrja, sem ekki er að furða. Þetta hefur verið nægi- lega siæmt fyrir skipshöfn og skipstjóra, sem nú horfðust í augu við aðstæður sem þeir höfðu aldrei upplifað áður, en í augum landkrabbanna hlýtur skylda þeirra að hafa verið I mjög skelfileg. Sjórinn á milli skipsins og klettaveggjanna reis og féll vegna hinnar miklu j undiröldu, og gerði það afar hættulegt að setja bátana út, j og strax þegar þeir voru komn- ir á flot, varð að koma þeim nokkurn spöl frá svo að þeir moluðust ekki. j Þegar hér var komið hentu sumir farþeganna sér útbyrðis í örvæntingu, en aðrir börðust örvita um að klifra upp í bát- ana og hæítu á að sökkva þeim. Fáeinir voru alveg yfirkomnir Ætlt ú ftfasmm staö WO.ÖÍIO.O ®O — EStt Saiisiíílrisll CHAMPIONKERTl eria daglega í netkaiM á IteinisKiism EinhaumbtÞÖ ú Msiandi, HJ. Egitt Vil SPARK PLUG5 FACTORIES: ToUdo,' U. S. A.; Folthom, Eng.; Windior, Con. Laugavegi 118. — Sím 81812 (5 línur). Símnefm: EGILL.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.