Vísir - 24.12.1954, Blaðsíða 14

Vísir - 24.12.1954, Blaðsíða 14
14 jOlaplað visis VOKVALYFTAN Lyítir allt að einu tonni Næsta vor fáanleg lyfta fyrir 2^2 tonn Er stjórnað með einu handtaki Er hraðvirk og örugg Fáanleg fyrir allar venjulegar vörubifreiðar Einnig fáanleg fyrir dráttarvélar, aftanívagna og til uppsetningar á vinnustöðvum. HIAB má jafnframt nota sem palllyftu. HIAB hleður bílinn á auga bragði er í notkun á þúsundum vörubifreiða erlendis. Hún hefur verið reynd hér oc/ gefið góða raun. Ngkkrar lyftur eru vœntanlegar til landsins innan skamms. Grímstaðaholti einnig náð sér í nokkra fiska, hgiín heyrir þá sletta dauðum sporði.mn leið og þeii' sogast út, aðrir stöðvast yið fótleggi hans og hann sparkar þeim til baka upp á þurrt, en stendur kyrr sjálfur í flæðarmáljnu, vill ekki hopa. Unz allt í eintí að liann nemur skóhljóð í sandi. það er einhver staddur hjá honum í vörinni og þó ekki mjög nálægt. Hann heyr- ir stjáklað í vatni. „Hver er þar?“ i,Strákur,“ er honum svarað, „lítið eitt vngri en þú. Ég var að sníkja hjá þeim nýjan fisk áð- an, cn þ.eir sögðust vcra búnir að salta, ég skyldi fara niður í fjöru og slæða það sem tæki út hjá þér. Ég sé að þú ert ekki lengur með.róttu ráði Jón minn, það væri synd og vanæra að hirða ekki fiskinn, sem þú ert sama sem að fleygja, — auk þess hef ég til þess munnlegt leyfi hennar Bimu. sem þú várst svo nærgætinn að spýta á í morgun, hún sagðfst eiga inni hjá þér allt kaupið sitt í átta ár, sig gilti einu þó nokkrir aurar af því flyttust inn á minn reikning." þetta var djúp rödd með kát- um hreim og þó rám, það var eins og stokkönd væri að tala. .,Fífl!“ sagði blindi maðurinn. „Allir vita að þínir peningar eru sóttir í minn vasa og annarra dapureygra á þessari strönd, en varaðu þig — varaðu þig. Karl ríki, —- þegar við fáum sjónina. verður barið að dyrum í Auðs- ho!ti!“ Nú hló Karl ríki, gat ekki að sér gert, kna-kna-kna, liló öndin í bringu hans, dimmrödduð og kát, og í sama bili flanaði ný alda upp um vörina, þeysti froðu um klappir, þó hnésbætur garnla Jóns og dró sig út aftur með allt lauslegt. það var 'enginn fiskur eftir við fætur bljnda mannsins þegar hún hjaðnaði, bara einn þöngulhaus, sem kúskel liafði bitið sig í. „þöngulhaus með kúskel,“ heyrði hann nýja rödd segja mjög nálægt sér, „eftir fjörutíu ár í andófi: einn þaraþöngull og skel, — minna gat það ekki ver- ið.“ Síðan er þrifið til hans, tveir menn af malarkampinum eru komnir til hans ofan í fla-ðar- máljð þeirra erinda að draga hann undan sjó. Um leið og þeir lögðu af stað með hann á milli sín greip hálfdapuiieg kæti þann yngri þeirra, hann tólc upp salt- drifinn þöngulinn og sagði: .,það verður a.ð bjarga'aflanum hans líka,“ segir hann og lilær, „ekki dugir annað.“ „Hægan, Dóri,“ svaraði sá eldri, — „það er ekki búið að gera upp við þig ennþá. og verður þó gert; áttu það víst að þinn hlutur verði stærri, þorirðu að fullvrða það?“ Ekkert svar. Einkennilegri þögn slær á mennina tvo, eins og eitthvað varai þeim máls, eins og geigiu' hafi skyndilega gripið þá. Unz blindi maðurinn lieyrir dálífinn smell á bak við sig, það er skelin, þeir hafa kastað henni frá sér á hleinarnar, svo hún brotnaði, —• ekki þorað annað. „þeir vari sig sem sjónina hafa,“ segir blindi maðurinn og hlær napurt. — „þetta var ykkar skel en ekki mín, ég á mína ó- brotna —• í sjónum." Síðan eru þeir komnir með hann upp á gangstíginn baiv við kampjnn, þangað sem hi'isjn standa sem þéttust'og gangstíg- urinn liggur í sem kröppustum hlykkjum gegnum þorpið, stund- um eins og ess, stundum eins og tvöfalt vaff eða ernrn, og megin- stefnan þó frá vestri til austurs, eða öllu heldur öfugt, því það er í austurátt héðan að sjá sem öll siðmenning liéraðsins liefur að- setur sitt: yfirvald, kaupmaður og prestur. En fólkið hcfur ekki hirt um að gera sér beinan veg í þá átt, krækir fyrir liúskofann hér, kálgarðshornið þar, gefur sór ekki tima til þess, leggur ekki meira á enn sem svo. Aftur á mót.i býr jámsmiður- inn Björgvin í vesturjaðrinum. Hann er afkomandi Sveins heit- ins fanga, enda snýr bær hans hejlum gafli að götunni, snýr sér undan alfai'aleið svo vegfar- endur sjái ekki framan í hann, og, dregur nafn sitt af því: heitir Qafl. það er þangað sem þeir stefna með blinda manninn, þeir eru ennþá með aflahlutinn hans í huganum: þöngulhausinn og skelina, og liann sjálfan á milli sín, leiða liann báðir éða öllu > . heldur ganga undir honum, sporþungir, ferðalausir. hann andkannalcga háleitur, en heyk- ist í hnjáliðunum við livert skref, þeir undarlega lút.ir, eins og þeir hafi þegar liugboð um að verk þeirra kunni að hafa þung eftir- kiist: að draga Jón blinda inn fyrir kampinn. þangao til eldri maðurinn tek- ur allt í einu til máls: , -,,Ég geri ráð fyrir því, Jón, að við Dóri fylgjum þér til frænda þíns, iiann hefur artir til þín og er grstrisnari en margur annar. þeir vissu ekki fyrr til en blindi inaðurinn var farinn að hlæja, fyrst án þess það heyrð- ist. ,eii það var hægt að finua það skjálfta, sem.íór,um signar herð- ar hans cins og hann væri að fá köldu, síðan heyra liað líka — j)etta ui'gandi kverkahljóð, sem þeir könnuðust báðir við: end- urónnir úr fjörunni þar s,em skeljasandur og möl skrikar undan halla í útspginu — hlátur Jóns blinda. „Eins og ykkur sýnist, bræður — he-he, nei, livort sem þið vilj- ið heldur til Björgvins í Gafli eða Álfs í Ti'öð. lie-he, það kemur út á eitt —.“ Lágvær, brjóstlægur hlátui' hans slítur orðin hvert fi'á öðru, slíU'ir sjálf orðin í stubba, svo mennirnir eiga fullt í fangi með að skilja hann. Loks rennur yngri manninum í skap: „Heyrðu, Jón,“ segir hann og sviptir blinda manninum harka- lega til, „ég ráðlegg þér að láta föður okkar í friði. Álfur í Tröð á engan þátt í því sem við bræð- urnir enim að gem núna, að draga þig lifandi úl' þaranum. enda ekkj þrekvirki. Og vilji Björgvin í Gafli ekki taka við* þér, þá geturðu gengið í sjóinn fyrir mór.“ „Vortu ekki að þessu, Theodór, það tekur því ekki,“ sagði eldri maðurinn óánægður. „Hvað sem um hann Björgvin má segja, þá er liann þó að minnsta kosti gestrisinn, ég veit ekki betur en þú nafir sjálfur notað þér það nieð köflum. Hitt er svo annað mál, hyaða álit hann pabbi liefuri á honum." Blindi íuaðurinn var nú, luett- ui' að lilaigja. höfuðburður lians meira að segja orðinn eðlilegur, það v.ar eins og hann værj gllt í einu kominn til sjáffs sín, eftir óráð.og vitfirrjng. „Já, ,ég þekki,. þetíft. aj.lt. sam- an, drengir," sagði hann, „það er mesfpfti't út af rekanum ykk- ar. Ég lief oft sagt það við Björg- vin, að það boi'gftði sig ekki fyrir aðra ,en Karl ríka að draga sér spýtu frá Álfi í Tröð og öðruin jarðeigendum — ekki á annarra fæi’i en Karls að auðgast á því. En hvers vegna ekki að leita þangað sem fangs er von. það væri ykkui' nær— í sjálfar gull- kisturnar — aumingjarnir >'kk- ar, annað hvort í Auðsholt oða í prangarabælin. Hvers vegna er- um við allslausir, nema af því allt er rúið af okkur jafnóðum og maður vinnui' sér eitthvað inn, og hvar er aflinn okkar niðui' kominn, nema í afla'stum hjrzlum ræningjanna.“ ,.Svona þýðir ekki áð tala, Jón blindi,“ greip eldri maðurjnn allt í einu fram í, Matthias Álfsson í Tröð, — það var skjálfti í rödd hans, óttablandinn viðbjóður, — ,.ég hélt högum þínum væri svo komið núna, að þér vœri nær að hugsa eitthvað fallegt.“ „Ha, fallegt? Jón blindi að hugsa um eitthvað fallegt! Nú- jæja, ég heyri þá segja að Birna sé falleg. Kannske þið viljið fræða mig eitthvað um hana? Hvert er hún hlaupin, gálan?“ ,',Þú hefur ekkprt af henni

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.