Vísir - 24.12.1954, Blaðsíða 31

Vísir - 24.12.1954, Blaðsíða 31
JÓLABLAÐ VÍSIS 31! ■5í5í»55íÍíiílOí5í5íSíÍí5>3í>!Í<ííÍ5iíSíÍt <hf 'Js ■Omf -Í1 'ú 3Í - í? Ö •r í? « ö Ö ö « ÍJ ö ö «d tiraílt er atest o<f/ be&t ssrvaliö \ i) fgvalit W sseest &tjj best úrvaliö HLÍN o « í; í; J!* Í5 í; ií Lýsisstsmltsf íslemzhrta baite trtprpnsstjta Símar 7616, 3428. Símnefni: Lýsissamlag, Reykjavík. ,ö « « ö <!r ö « £ ■« « ~J\omú °$ iann '^ceriit -JJueml íc í o « ö ö « « e tí » « í; » » « <; « lœgra uer> Sendum gegn póstkröfu um iapd allt. PRJÓNASTOFAN Htún Skólavörðustíg 18. h. í. - Sími 2779. <; <; íi... r.r .rvf.r. r. 'T,—-VEV;.''»: Amerst, af tilviljun upp á þil- far og heyrði síðustu örvænt- ingarbæn skipbrotsmannins og Jhina stuttu endurtekningu skip- stjórans á skipuninni að fara. Hann horfði hvasst á hinn stóra og loðna mann og rak þá upp undrunaróp og stökk í átt- ina til Gilroy skipstjóra. Eins og við vitum þá er heimurinn mjög lítill stundum, og hér var eitt dæmi um það. Þrátt fyrir þær breytingar sem tíminn, þjáningarnar og hinn klunna- legi búningur hafði orsakað, þá kannaðist hinn skarpeygði negri við Teer sem skipsfélaga í sjóferð, sem hann hafði farið fyrir nokkrum árum. Hann sagði skipstjóranum strax frá þessu og ábyrgðist fullkomlega áreiðanleika hins ókunna manns. Að svo búnu samþykkti Gilroy að leyfa Teer að segja söguná eins og hann kysi helzt. í þetta sinn tókst honum betur og vann brátt traust skipstjórans. Gilroy hlustaði með stakri þolinmæði á frásögn Teers um strandið og síðari afdrif skipbrotsmann- anna, og í býtið næsta morgun sendi hann einn af bátum sín- um til þess að sækja það sem eftir var af hópnum. Björgun að siðustu. „Orð eru gagnslaus", sagði einn þeirra síðar, „til þess að lýsa tilfinningum okkar er við vorum lausir við þjáningar og skort, sem við höfðum orðið að þola í átján mánuði“. Til þess að bæta fyrir fyrri g'run sinn, gerði Gilroy skip- ■stjóri og menn hans það sem jþeir máttu fyrir gesti sína. -r- Skipstjórinn gekk jafnvel það langt að hann bauðst til þess að hætta við hvalveiðiför sína og fara með þá beinustu leið til Ástralíu. En Teer, sem var fulltrúi hópsins, neitaði að taka við svona höfðinglegu og óeig- ingjörnu boði. Þar eð þeir hefðu beðið svona lengi eftir björg- un, þá gætu þeir, sagði hann, beðið í nokkra mánuði ennþá. Gilroy skipstjóri yrði að halda áætlun sína. Síðan létti Am- herst akkerum og hélt í áttina að suðurheimsskautsbaugnum í leit að hvölum. Það vakti mikla ólgu í Ástralíu þegar það fréttist að skip sem var á leið til Melbourne hefði komið í höfn á Nýja-Sjálandi og gert þar heyrum kunnugt hina óvenjulegu sögu um hið týnda skip General Grant. Stuttu síð ar lagðist Amherst að bryggju í skipakvíum í Melbourne, en þá höfðu þúsundir áhorfenda safnazt saman á nálægum bryggjum og byggingum. Skip- inu var veitt litil athygli; at- hygli þeirra var á smáhóp manna, sem voru níu karlmenn og ein kona og hafði safnd.zt saman á þilfarinu, ög yorufþau ennþá í hinum luralegu sel- skjnn&fötum,. sem þau höfðu verið á Auclandseyjum. Skipsbrotsmönnum var mjög fagnað, og allt sem hægt var, var gert fyrir þá, en það mætti láta sér detta í hug að Teer hafi metið mest smeklclégan þakklætisvott, sem hrakriinga-* félagar hans sýndu honum. Á einkafundi gáfu þeir honum þungan gullhring og skjal, sem þeir höfðu allir áritað, þar sem þeir vottuðu hunum þakklæti sitt fyrir óbilandi hugrekki og leiðtogahæfileika, sem höfðu átt drjúgan þátt í að bjarga þeim örugglega úr þrengingum þeirra. En hann átti ennþá meiri heiður í vændum. Teer og Caughey höfðu ekki vátryggt gull sitt og áttu ekki heimtingu á neinum bótum fyrir tap þess. En stjórn Nýja-Sjálands var svo hrifin af hugprýði Teers, að hún tók að sér að endur- greiða allt verðmæti fjársjóðs- ins, sem hann hafði haft svo mikið fyrir. Þó að boðið væri göfugt, neyddist Teer til þess að afþakka það, nokkuð fjar- stæðukennd afstaða. Það sem hann hafði gert hafði aðeins verið skylda hans; ef yfirvöldin vildu bæta honum upp gull hans, yrðu þau að gera hið sama fyrir Caughey og nokkra aðra sem höfðu svipaða afstöðu. Það ætti ekki að gera neinn •greinarmun á milli manna, sem hefðu verið í sameiginlegri hættu. Stjðrnin sá sér ekki fært að gera þetta, en hún gat fengið hann til þess að taka við dýr- mætu gullúri og keðju, sem ’táUri þfess, hve hún mat hann mikils. — — — Næst er að snúa sér að þeim tilraunum, sem gerðar voru til þess að ná hinu mikla gulli, sem vitað var að væri í General Grant, þegar það sökk. Þar sem mikil leynd var yfir þess- um tilraunum, er ekki hægt að lýsa þeim í einstökum atriðum, en eftirfarandi frásögn er hægt að taka sem örugga. Teer átti ennþá beltið með 300.£..pg auk þess átti hann STÆRSTA OE FULLKDMNASTA KALDHREiNSUNASTDÐ Á ÍSLAND! Lýsissamlagið selur lyfsölum, kaupmönn- um og kaupfélögum fyrsta flokks kald- hreinsað meðalalýsi, sem er framleitt við hin allra beztu skilyrði. — peninga í einum af bönkunum í Melbourne. Hann og Caughey söfnuðu f jármunum sínum sam- an og unnu kappsamlega að því að finna ráð til þess að ná í hina sokknu fjársjóði. Lítið gufuskip var tekið á leigu og kafari fenginn til þess að koma með þeim til Auclandseyjanna. Skipstjórinn og kafarinn voru þeir einu, sem vissu um raun- verulegan tilganga fararinnar. Skipið hélt beina leið til eyj- anna, og var Teer leiðsögumað- ur. Það kom brátt að hellis- munnanum þar sem General Grant lá. En um þessar mundir skall á mikill stormur, sem blés frá landi. Litla skipið gat aðeins haldið í horfinu með því að hafa vélarnar á fullri ferð, og ómögulegt var fyrir bát að komast inn í hellinn vegna hins mikla brims. Gullleitarmenn- irnir voru þarna þangað til öll kolin voru búin, þá neyddust þeir til þess að halda til Mel- bourne, með því að nota segl. Eftir þessi vonbrigði hætti Caughey við fyrirætlunina, kvaddi félaga sinn og fór heim til gamla írjands. Teer var kyrr í Ástralíu og var viss um loka- heppni. S Næsta, sem vitað er um hann, er að stjórnin í Nýja-Sjálandi réði hann í leiðangur, en hlut- verk hans var að gera ná- kvæma rannsókn á eyjaklasá Auclandseyja. — Skipstjórinn vissi um hina týndu fjársjóði og gerði margar árangurslausar ti1 raunir til þess að fá Teer til þess að benda á hvar hellirinn væri. Þeir fóru rétt við munna hellisins, en hinn fyrrverandi gullleitarmaður lét ekkert á neinu bera, svo að skipið sigldi framhjá. Nókkru síðar var annar leið- angur undirbúinn með leynd til þess að leita að flakinu, ur.dir stjórn eins þeirra, sem af komst. Það er erfitt að vita hið sanna í þessu máli, en það virð- ist svo, að Teer hafi verið boðin þátttaka. Hann vantreysti hæfi leikum skipstjórans og neitaði. Það var heppilegt að hann gerði það, vegna þess, að skipið fórst í ofviðri með allri áhöfn. Fjórði leiðangurinn var skipu- lagður og var honum einnig stjórnað af einum þeirra, sem af komust, en hér er einnig mjög erfitt að vita hvað skeð hefur. Svo mikið er samt hægt að fullyrða: gullið fékk að vera í friði í hinu sokkna skipi. — Það er vitað, að skipið hagði komizt að hellinum og undir- búningur að leitinni hafðí verið gerður. Þá hafði eitthvað skeð, — ef til vill deila við kafar- ann, sem allt reið á — og hætt var við áformið. Árið 1889 undirbjó hinn ó- þreytandi Teer lokatilraunina; hann var þá sextíu og tveggja ára og ennþá mjög áhugasam- ur. Hann gferði áætlanir sínar mjög nákvæmlega, og allt virt- ist vera fyrirtækinu í vil. Burt- fararkvöldið var ekki langt und an, þegar þessi merkilegi mað- ur fannst dauður í hóteli í Mel- bourne, — ótímabær endir á viðburðaríku lifi. Að því er bezt er vitað liggur gullið ennþá innan um fún- andi viði General Grants í hin- um mikla helli á hinum af- skekktu Auclandseyjum, þar sem öldurnar brotna án afláts.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.