Vísir - 24.12.1954, Blaðsíða 27

Vísir - 24.12.1954, Blaðsíða 27
JÓLABLAB VÍSIS 2T Æílar ' Listskautar eða „Hockey“ skautar á skautaskóm kr. 391.00. — Hlaupaskautar á skóm kr. 576.00. — Listskautar kr. 172.00. — Skautar með skautalykli kr. 97.50. og neituðu að fara af skipinu. Skipstjórinn, sem sýndi frá- bært hugrekki á meðan á þessu stóð, reyndi það sem hann gat til þess að viðhalda ein- hverskonar reglu, og yfirmenn á skipinu veittu honum þá að- stoð sem þeir máttu. Að lokum var aðeins einn farþegi eftir, kaldur og ákveðinn, en það var James Teer. Þegar hann hafði með góðum árangri aðstoðað nokkra þeirra, sem voru orðnir ruglaðir, ka.staði hann sér út- byrðis til þess að bjarga nokkr- um vesalingum, sem voru að brjótast um í sjónum, og hjálp- aði hann til að bjarga mörgum. Honum tókst að koma matselj- unni, frú Yewell írá Manchest- er upp í bát, og hann bjargaði eiginmanni hennar líká. Vegna aðgerða Teers lenti Caughey í sama bát og Yewell. Á skipinu voru tveir litlir skipsbátar og einn stór. Fyrr- nefndu bátarnir voru settir niður örugglega. Mik.ið af nauta- og svínakjöti, auk 50 dósa af súpu var í bát þeim sem Teer var bjargáð upp í. Vegna þessa mikla farms voru aðeins fjó.rir ;menn-. í -þátnum þegar hanri lágði írá skiþinii. Stóri skipsbáturinn var á afturþilfarinu. Hann var mann- aður nokkrum sjómönnum, og síðan fylltur farþegum, eink- um konum og börnum.'Það var vandaverk að setja þennan tuttugu feta langa bát á flot á hinu takmarkað’a svæði, en vandinn var leystur á alveg óvæntan hátt. Skipið sekkur Skyndilega reið alda inn í hellinn, stærri en fyrri öldurn- ar; hún hóf General Grant. upp á öldukambinn um leið og hún fór fram hjá. Þegar hið ósjálf- bjarga skip lyftist upp, rakst endinn á aðalmastrinu upp í hellisloftið með þvílíkum ógn® arafli að það stakst í gegnum skipsbotninn. Skipið sem nú var orðið mjög brotið, hlýtur að hafa verið orðið talsvert lekt, en nú sökk það skyndilega þegar sjórinn fossaði inn um gatið. Innan skamms fóru öldurnar að ganga yfir þilfarið og stór- báturinn fór á flot og skyldi skipstjórann. eftir, en hann gerði enga tilraun til þess að bjarga sér, en fór upp í mið- mastursreiðann — .einnig skildu þeir eftir margt fólk, sem þeir vissu ekki tölu á og var horfið sjónum. Eitt óhapplð enn. Þegar stórbáturinn var laus við skipsílakið, reri áhöfnin lífróður til þess að komast út í h dlismunnann og sameinast hinum sem af komust. En áður .n! pátúrinn, var búinn að fafa me'.íá 'én 100 raetra kóm önnur stór alda inn í hellinn. Stór- báturinn komst ekki Upp. á hana og fór þegar í stað í kaf, en bátsverjar urðu að berjast fyrir lífi sínu í hinum úfna sjó. Tveir sjómenn og einn farþegi brutust djarflega út í hellis- munnann, en þar voru þeir teknir upp í bát'Teers — aliir hinir fórust. Við björgupartilraunir sínar reri áhöfn bátsins alveg fyrir hellismunnann — þeim var dauðinn vís, hefðu þeir farið inn í hellinn aftur — og komu rétt nægilega fljótt til þess að sjá síðustu „fjörkippina11 í hinu gæfusnauða General Grant. — Skrokkurinn yar þegar alveg í kafi og brotin afturmöstur var það eina sem stóð upp úr sjón- um. Á meðan að Teer og félag- ar’ hans horfðu á þetta, hurfu þau óðfluga. Að síðustu sukku k^osstrén á miðmastrinu og tóku skipstjórann með sér, en hann hafði klifrað það hátt. Skipið hafði rekið um það bil tvær lengdir sínar inn í hell- inn, og í hinni daufu skimu gátu þeir greint dökka veru, sem veifaði til þeirra síðustu kveðju. Þar eð engir fleiri voru eftirlifandi, og staða þeirra sjá\fra hættuleg, reru þeir sorgmæddir í burtu. Þegar búið var að róa bátun- um nægilega langt frá slys- staðnum, lögðust þeir hlið við hlið á meðan áhafnirnar ræddu hvað gera skyldi. Bátverjar voru sorglega fáir — aðeins fimmtán, og þar af ein kona, frú Yewell, matseljan. Sextíu og sjö félagar þeirra höfðu far- ist í hellinum. Þau komust iljótt að því að þau skorti mjög; naíiSsyrijar. Allir voru lejt- klæddir; í flýtinum og skelf- ingunni höfðu. þau gleyrrit að taka með sér hlý föt, áhöld og' marga aðra hluti, sem hefðu orðið ómetanlegir í löngum sjó- hrakningum eða í langri dvöl á óbyggðri eyju, en önnur þess- ara tvenna ógna virtist vera framundan. Kuldinn var napur, ennþá .grúfði, dimm þoka yfir.sjónum, og einu lífsmerkin á þessum hráslagalega stað voru fáeinar hnýsur sem komu við og við upp úr sjónum og fáeinir máfar sem görguðu og renndu sér upp í loftinu. Teer virðist hafa haldið hinni aðdáanlegu rósemi sinni allan tímann, og hér gétum við kom- ið með eigin orð hans: — Svo langt sem við gátum séð eftir ströndinni, var hún aðeins háir þverhnýptir klettar, og við sáum enga leið til að lenda.... Það var álitið heppi- legast að fara til Ðisapoint- ment-eyjar, sem var í um það bil sex mílna fjarlægð í vestur- átt. Vegna þess hve báturinn var hlaðinn, var mjög erfitt að komast þangað, en í bátnum voru auk sjö manna kynstrin öll af nauta- og svínakjöti og súpudósum. Stöðugt varð að ausa til þess að bátinn ’fvllti ekki. Einu sinni eða tvisvar fyllti hann næstum því, og a'ð síðustu gáfumst við upp dg; ætluðum að freista gæfunnar í klettunum, . sern"-^co;n Jy hjé- borða. . . . Við héldum áfram í norður og sáum að vindinm og öldurnar lægði. Við héldum á- fram á móti vindinum og stefndum á stóran stein,; sem við sáum í um háifrar anriarar mílu fjarlægð norðaustan-.við Disapointment-eyju, og náð- um þangað þegar dimma tók. Hinn báturinn, sem hafði gefist upp eins og við áður en að veðrið lægði, kom til eyjarinn ar um 20 mínútum á eftir okkur. Þessir fimmtán skipbrots- menn, sem voru alveg upp- gefnir, illa klæddir og skjálf- andi af kulda, hnipruðu sig saman á milli klettanna til þess að dvelja þar yfir nóttina. Þar var ekki neitt skjól að fá. Um morgunin klifruð'u þeir aftur í bátana og heppnaðist að kom- ast til stærri eyjar, sem síðan hefur verið sæmd nafninu Adamseyja. Næsta vika var skipbrots- mönnum óslitin kvöl og þján- ing. Á daginn reikuðu þeir fram og aftur um auða strönd- ina í leit að einhverju ætilegu til að drýgja með birgðir sínart á næturnar sváfu þeir undir klettunum. Freistingin að eyða öllum matarforðanum var mjög mikil, en Teer og Brown, fyrsti stýrimaður, vildu ekki heyra á það minnst. Menn deildu nokk- uð um það, en Teer var bæðt sterkur og ákveðinn, en af þeira sökum var hann viðurkenndur leiðtogi þeirra félaga. Þeir lifðu því í heila viku á allskonar skelfiski, sem var næringarlítill og ólystugur. Nú var maímánuður að enda og, aðstaða þeirra svo hræðileg að hinn hugaðasti maður hefði -mátt örvænta. Vetur suður- hvelslns var að byrja,. dags- biytan var minnkandi og veðriA kólnaði stöðugt og var ýmist kuldaþöka eða snjóél. Við skulum staldra aðeins við í frásögninni og athuga eyjuna, sem þessa vesalinga hafði hrakið upp á. Auclandseyjar eru um það bil á 54. gráðu suðlægrar breiddar, og hafa myndast við eldgos. Mestan hluta ársins geisa þar svo mikl- ir stormar að mönnum er tæp- lega fært að búa þar, en þrátt fyrir það er gróður þeirra mikill. Stærri eyjarnar eru vaxnar kvistóttum harðviði og furu; skógarbotninn er vaxinn runnum, grasi og burkna, sem Framli. á bls. 29. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.