Vísir - 24.12.1954, Blaðsíða 30

Vísir - 24.12.1954, Blaðsíða 30
30 JÖLABLAÐ VÍSIS ræmur, og var hægt að nota þær fyrir hnífa. Nú þegar búið var að finna leiðir til mataröflunar, sem sæmilega öruggar mátti telja, fóru skipbrotsmennirnir að vinna að sínu aðaláhugamáli — að vekja eftirtekt skipa sem færu fram hjá. Þeir gerðu sér litlar tálvonir um það; sjó- mennirnir meðal þeirra vissu að eyjarnar voru langt frá skipaleiðum og að fá skip lögðu nokkurn tíma leið sína á þessi hættulegu svæði. Þrátt fyrir það varð að gera eitthvað. Ef ekkert skip kæmi, þá var nauð- synlegt áð finna aðferð til þess að láta umheiminn vita um ástand þeirra. Teer og stýri- maðurinn ræddu oft hvernig bezt væri að gera þetta, en fyrstu tilraunirnar misheppn- uðust af einkennilegri ástæðu. Þeir höfðu blásið nokkrar sela- blöðrur upp með lofti, bundið örugglega fyrir þær og bundið .spýtufjöl við hverja, en á þær höfðu þeir ritað með glóandi nagla stutta frásögn um afdrif General Grant og hinnar hamingjusnauðu skipshafnar. Blöðrur þessar voru við og við settar á flot skjólmegin frá ■eyjunni, en hinir stóru sjófugl- ar sem alltaf voru flögrandi fyrir ofan, eyðilögðu hverja einustu þeirra. Þegar þeir sáu þessa einkennilegu fljótandi hluti, hafa þeir eflaust haldið -að það væri einhver ný fisk- tegund eða annað ætilegt og renndu sér hratt niður að þeim ■og sprengdu blöðrurnar með hinum sterku nefum sínum. Ótrauðir fundu hinir úrræða- góðu foringjar skipbrotsmann- anna aðra aðferð til þess að gera vart við sig. Trjábútur, um meter á lengd, var höggvinn þannig að hann fékk skipslög- un og var hann síðan búinn sterku mastri. Ferhyrnt segl var fest á hann, en seglið var búið til úr zinkplötum, sem fundizt höfðu á ströndinn. Stutt frásögn um strandið var skráð á seglið, sömu skilaboðin voru einnig brennt með rauðhituðum nagla á þilfarið á bátnum. Við og við voru þessi smá- skip sett á flot, en með þeim fóru vonir og bænir fólksins. Þó að einkennilegt sé, varð þetta þeim til bjargar, en margt átti eftir að koma fyrir þangað til. 6. október, þegar þau voru búin að vera sex mánuði á eynni, sást segl langt úti í sjó. Eldar voru þegar í stað kyntir og bátur settur á flot, en allt árangurslaust; hið fjarlæga skip sigldi úr augsýn. Loksins endaði hinn hræði- legi vetur, og nú gátu skip- brotsmennirnir farið að búast við betra veðri. Þrengingar þeirra höfðu verið svo miklar og útlitið um björgun svo lítið, að þeir ákváðu að gera í það minnsta eina tilraun til þess að komast til næsta byggða lands — Nýja-Sjálands, — en það var rúmar fjögur hundruð mílur i norður átt. Bátsferðin. Þeir höfðu gætt báta sinna eins vel og kostur var, og nú var sett þilfar úr f jölum og sel- skinni á stærri bátinn, til þess að sjórinn kæmist ekki inn í hann. Mastur var sett á hann, og segl útbúið úr striga, sem fannst í gamla Musgravekofan- um. Síðan var báturinn hlaðinn geitakjöti, reyktu selskjöti, gnægð af sjófugli og vatni í selskinnsbelg j um. Þegar allt var tilbúið, var eftir að ákveða hve margir menn ættu að fara í hina á- hættusömu ferð. Var afráðið að fjórir væri nægilegt, og átti að velja þá með hlutkesti. En stýrimaðurinn mótmælti. Sem aðalfoi-ingi, var það skylda hans að stjórna flokknum; hann krafðist þess, að hann ætti óskertan rétt á þeirri stöðu. Þetta var samþykkt, og hinir þrettán karlmenn, sem eftir voru, drðgu hátíðlega um með merktum ostruskeljum hv-erjir fara skyldu. William Schott, Andrew Morrison og Peter McNiven voru hinir „hamingjusömu", og 22. janúar 1867 lagði þessi litli hópur af stað, án korts, áttavita eða sigl- ingatækja, í tjaldaða bátnum, í áttina til Nýja-Sjálands. Því miður er ekkert vitað um örlög þessara fjögurra djörfu manna; það spurðist ekkert til þeirra framar. Dagar og vikur liðu; vonirnar sem höfðu vaknað við burtför bátsins minkuðu smátt og smátt, og það var talið víst að félagar þeirra hefðu farist. Það tók að líða á hið alltof stutta sumar; veturinn kom aftur með snjó- komu sína og stöðuga stormá. Hið óblíða loftslag, og það hve maturinn var lítill og lé- legur, fór nú að marka spor sín á skipbrotsmennina, og í ágúst 1867 varð David McLelland veikur og dó. Hann var 67 ára gamall og var það fyrsta dauðs- fallið í hópnum, sem hafði fækkað í tíu. Síðan kom skyr- bjúgurinn, sem menn óttuðust mjög og veiktist hver eftir annan. í þessum þrengingmn varð hinn ■ hugprúði Teer sá sem treysta mátti. Hann hjúkraði hinum sjúku með aðstoð frú Yewell, sem missti aldrei kjark- inn og neyddi þá, sem höfðu lagzt niður til þess að deyja, til þess að hafa nauðsynlega hreyf- ing'u. Það undursamlega skeði öllum hinum sjúku batnaði. 19. nóvember — tíu mánuð- um eftir hina ólánssömu burt- för bátsins — sást segl aftur; skipbrotsmennirnir voru þess nú fullvissir ,að loksins hefði hjálpin borizt. Þeir veifuðu og kveiktu elda eins og áður en skipið sigldi fram hjá án þess að það sæist og skildi þá eftir vonsvikna. Tveim dögum síðar sást ann- að skip og sigldi nú beint í átt- ina til þeirra. Síðara skipið reyndist vera briggskipið Am- herst frá Bluff í Nýja-Sjálandi, og var á hvalveiðiferð. Það hafði ekki verið lengi á sjó þeg- ar eitt af smáskipum Teers sást og var innbirt. Þeir komust þannig fyrstir að því hvað kom- ið hafði fyrir hið týnda General Gii-ant, og' Gilroy skipstjóri ákvað að leita í Aucklandseyj- unum að skipbrotsmönnunum. Þegar briggskipið nálgaðist eyjuna er hægt að ímynda sér æsinguna sem varð hjá skip- brotsmönnunum. Þegar skipið kom að, setti Teer og þrír aðrir bátinn, sem eftir var, á flot og reru lífróður í áttina til skips- ins. En þá urðu þeir fyrir öðr- um vonbrigðum. Ný vonbrigði. Gilroy skipstjóri varð skelk- aður þegar hann sá þessar fjór- ar mannverur, klæddar loðnum skinnum, með næstum óþekkj- anleg andlit vegna hárs og skeggs, sem vaxið hafði óhindr- að í átján mánuði. Þegar hann leit til lands, varð sú sjón sem hann sá ekki neitt uppöríandi fyrir hann, því að þar sá hann sex álíka hræðilegar verur dansa glaðlega umhverfis eld. Honum fannst þeir ekkert líkir skipbrotsmönnum; hann grun- aði að það væru fangar, sem sloppið hefðu úr haldi, strand- aðir uppreisnarmenn eða brjál- aðir menn. Þess vegna neitaði hann Teer og félögum hans að koma um borð, þegar þeir komu að skipshlið. Mennirnir sem voru alveg agndofa af undrun, báðu og grátbáðu og mófmæltu þessu. Hvalveiðaskipstjórinn sat fastur við sinn keip, en að lokum lét hann það mikið und- an að hann leyfði Teer að koma einum upp á skipið, svo að hann gæti spurt hann. En þegar hann kom upp á þilfarið vai'ð mannvesalingnum svo mikið um það, að hann gat ekki svar- að hinum rannsakandi spurn- ingum Gilroys nægilega vel. Skipstjórinn tók þetta sem sönnun fyrir hinum slæma grun sínum, og skipaði veslings manninum aftur í bát sinn og neitaði að hlusta meira á hann. Þegar Teer í örvæntingu sinni var í þann veginn að fara yfir borðstokkinn, kom gamall negri, sem var einn af áhöfn Klæðið af yður kuldann! HuUaulpat frá okkur á alla fjölskylduna. Fúst í hvvri'i vurziun Skjólfatageröin h.f. Belgjageröin h.f. Pósthólf 961, Reykjavík •ivw%vvvvyvvvvvyvvv^^rtrtyvwvvwvvvvvd^wwvvvvv%iV^»'qivvi^^vvvvVvvvvvvvv*X/^iJvwvvvvvvvwvvvw jvwwvwwywwwvwwwwvwwvwwwwwv*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.