Vísir - 24.12.1954, Blaðsíða 13
JÓLABLAÐ VlSIS
1S
Guðmundui* Ðaní elsson:
Blindi maðurinn og skelin.
]3að yar orðið fámennt um-
liverfis blinda manninn í fjör-
unni, skipsfélagar hans allir bún-
ir að gera að hlutnum sínum og
gengnir heim. formaðurinn líka.
peir höfðu komið til hans hver
af öðrum jafnótt og þeir voru
búnir og boðið honum að kippa
upp á malarkampinn þéssum
fiskum lians, jainvel slægja þá,
og í hvert skipti, sem hann hafui
heyrt fótatak þeirra nálgasl;
hafði hann sparkað i fiskhrúg-
una og hrópað reiðilega:
„Er þetta Bima? Ertu komin.
Birna? Onei, hún kemur ekki
enn. pað vildi ég þetta væri allt
kornið til andskotans, þangað
sem það var!“
petta var á síðasta degi haust-
vertíðar. Hann vissi þeir niymlu
ekki kalla sig oftar, það var hú-
ið. Iiann hafði verið blindur í
fjörutíu ár og þó lengst af í skip-
rúmi, þeir höfðu haft hann í and-
ófinu, síðast í dag, en hann var
ekki lengur sá sami, sem hann
hafði áður verið — nema til sál-
arinnar, fann engan billmg á sér
þai’.
Víst vissi hann að hann var
þeiin ekki ^ lengui' til gagns á
skipinu. ekki einu sinni í andófi
eins og fyrrum, heldur átti hann
það góðsemi formannsins að
þakka að Iiann hafði fengið að
fljóta með til þessa, hásetunum
til ama, þeim öllum til tjóns og
erfiðisauka. En í landi hafði
hann hingað til getað bjargað
sér — með hjálp stelpunnar. Hún
var vön að standa í vörinni, þeg-
ar þeir lentu til þess að bera upp
fisltinn hans og hjálpa honum
síðan að slægja hann og koma
honum í verkun — frá því hún
var tólf ára og fram til þessa
dags. í átta ár. Fyrstu árin auð-
sveip og vinnufús, kannske þakk-
lát honnm fyrir að hafa tekið
liana að sér munaðarlausa, en
þegar tímar iiðu smátt og smátt
tómlátari, eins og hún væri far-
in að luigsa um eitthvað annað
cn hann, eins og hún liefði ekki
lengur neitt að þakka lionum
fyrir; þannig langtímum saman
fálát og þegjandaleg, en nú und-
anfarið fjarlægzt enn meir sitt
upphaflega dagfar, gerzt hyskin
og þver, jafnvei hortug. eins og
það væri hann, sem nú ætti að
vera auðsveipur henni, ef ékki
þakklátur í ofanálag, ekki nema
það þó! Hann var viss um að það
voru liðnar tvær stundir síðan
þeir lentu, og enn var hún ekki
lcomin.
peir höfðu lent uffi nónbil og
sjór þá tekinn að falla að, sjór nú
að líkindum hálffallinn, eftir
eina stund mundi flæða undir
-fiskinn hans, ef hún yrði ekki
komin, fiskurinn hans þá hverfa
aftur til sinna heimlcynna: í
saltan sjó. Óhjákvæmilega þann-
ig. Gat ekki öðru vísi farið. Úr
því hann hafði ekki þegið það af
þeim strax að þeir kipptu hon-
um upp á kampinn og úr þvi
hann hafði a annað borð tekið
það í sig að bíða hér eftir henni
í stað þess að þreiía sig heim í
kofann og sækja hana, þá skyldi
fiskurinn liggja hér óhreyfður!
Annað hvort bæri hún. hann upp.
eða hann fengi að fljóta út aftur!
Hann lieyrði ölduna hefjast æ
ofar í flæðarmálinu, færast æ nær
sér og fiskhrúgunni sinni, og
urgandi skrið skeljasands og
malar, seni fylgdi lienni eftir í
útsoginu. Reiðin í brjósti lians
nú í beinu sambandi við fall
sjávarins, fór hækkandi án af-
láts, grængolandi í djúpinu, með
hvítum froðufaldi hið efra. Hann
heyrði hrópað til sín ofan af
kampinum, frá hjöllum og ver-
búðum, háðsraddir stráka, hlát-
ur og fliss. peir höfðu safnast
þar saman til þess að horfa á
hann fara í hundana, sjá lífsbar-
áttu hans á landi og sjó fá sin
hæðílegu endálok.
.,Ert það þú, Birna?“
Onei. Hann var nú hættur að
gera sér vonir um að hún kæmi,
engin von til þess meir. Hún
hafði jafvel sagt honum þetta
fyrir í morgun meðan liann var
að búa sig á sjóinn — hótað því
þá að fara frá honum, en liann
hafði ekki tekið mark á því,
tæplega léð því eyra, en hlegið
á sinn hátt — og reynt að grípa
hana.
„Ég ætla að láta þig vita, Jón
blindi, það skal verða einhver
önnur en ég, sem þú spýtir á
næsta daginn,“ hafði hún sagt.
>,Spýtti ég á þig?“ hafði hann
svarað. „Er það mér að kenna?
peir vari sig sem sjónina hafa.“
Og hió við og reyndi að ná taki
um leið og liún svipti sér undan.
Síðan hurðarskellur og hratt
fótatak sem fjarlægðist, síðan
þögn.
Máfarnir .svífa gargándi vfir
höfði hans og gerast nú nærgöng-
ulir, svartbakurinn, rita og fýil,
hann finnur af þeim hrælyktina,
heyrir drit þeirra falla. á klapp-
irnar umhverfis, liljóðið iíkast
því sem kossi sé kastað til hans
af fingri, eða tungu skellt í góm.
Blindi maðurinn hefur ekki
skynjað slíkt áður, aldrei fyrr
uppgötvað sjófuglinn í hópi ó-
vina sinna, sjófuglinn hingað til
ekki verið honum annað en níein-
laús þytur í lofti, ekki annað en
marklaus tónn í laglausu
skvaldri dægranna, en nú ekki
lengur: nú hlakkandi og illkvitt-
inn; hann tekur upp smástein og
kastar honum á hljóðið, heyrir
að steinninn keniur í vatn.
„Allt er þegar þrennt er,“ dett-
úr honUm í hug: fyrst svikinn af
manneskjunni, þá höfuðsetinn aí
fugli. og loks fer sjálft hafið að
honum í ránshug. Með öðrumT
orðum: sá hlutur er ekki lengur,
til, sem ekki hefur svarizt gegú
honum og þessum fiskbrönduut
hans — allir gegn honum einums
af því þeir halda að nú sé hann!
ekki lengur fær um að verja sig,
að nú eigi þeir alls kostar við
hann, blindan og örvasa. Kannske
er hann svo sem á valdi þeirra,
það getur vel verið, en að hann
verði þeim þægur ljár í þúfu eðaj
nánar sagt: auðsveipur meðferö-.
ar — það kynni hins vegar að
orka tvímælis. '
„peir vari sig sem sjónina!
hafa,“ segir hann byrstur, hlust<
ar eftir hvar munntóbaksspýtán!
kemur niður, einnig hún kemur,
i vatn! Og ekki að furða: nú
sleikir flóðtungan fætur hans,
sölt og vot og umlandi, og gref-
ur undan þeim sand, hún h'efiu}
ÖSXSÍÍIKKSISOtttÍötiOÍÍSiíinSOOOOöaOtXiöííOÖOÖOOÍÍOÍÍíSGtÍÍÍKOÖKOílöíÍííÖOOÍSÍinOStSÍÍOOOÍiOÍSÍStSÍÍOSSÍÍÍÍÍÍOÍÍSÍÍSOOOÍÍÍSttSÍtiÖÍÍSiíÍíStSöOítííSSrií
i?
HEÐINN
Utvegsmenn!
Vanti vindu í bátinn þá farið
að ráðum beirra vandlátu.
Semjið við okkur pm vökva-
vindu, það tryggir bátnum góða
afkomu.
♦
Bátarnir með
= HÉÐINN =
vindunum fara sigrandi um
miom.
HRÍNGNÓT ARVIND A
LÍNUVINDA
VÉLSMIÐJAIM HÉÐIIMIM H.F.
REYKJAVIK
OOOOOOOOOOOOOOOOSSOOOOOOOOOOÍiOOOOi;