Morgunblaðið - 26.06.1930, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 26.06.1930, Qupperneq 3
V Úí^ LtJÓÐUM DAVÍD^ jb'ÞEBÁN^jáONAIþ II. Þú mikli, eilífi andi, sem í öllu og alstaðar býrð, þinn er mátturinn, þitt er valdið, þín er öll heimsins dýrð. Þú ríktir frá upphafi alda, ert allra skapari og skjól, horfir um heima alla hulinn af myrkri og sól. Frá því hin fyrsta móðir fæddi sinn fyrsta son, varst þú í meðvitund manna mannkynsins líf og von. Alt lifandi lofsyngur þig, hvert barn, hvert blóm, þó enginn skynji nje skilji þinn skapandi leyndardóm. Við altari kristinnar kirkju, við blótstall hins heiðna hofs er elskað, óskað og sungið, þjer einum til lofs, því dýpst í djúpi sálar er hugsunin helguð þjer. Þú gefur veikum vilja og vit til að óska sjer. Hver bæn er bergmál af einni tilfinningu og trú. Alt Iofsyngur lífið, og lífið ert þú, mikli, eilífi andi, sem í öllu og alstaðar býrð. Þinn er mátturinn, þitt er ríkið, þín er öll heimsins dýrð. XI. Brennið þið, vitar. Hetjur styrkar standa við stýrisvöl, en nótt til beggja handa. Brennið þið, vitar. Út við svarta sanda særótið þylur dauðra manna nöfn. Brennið þið, vitar. Lýsið hverjum landa, sem leitar heim — og þráir höfn. ÚI\ BJÓDUM EINAÍ^ BENEDII£Tj3j30NAí;. K v æ ð i. Af Austhimni leiftraði stefnandi stjarna um strandhauðrið mikla, á Norðurveg. Og bjart varð af þyrpingum eldaðra arna, er útver settust, og knaranna leg. Svo fæddist vor saga á skildi og skál. Skeiðarnar mönnuðust vestur um ál. Og ljóðgöfgað Hávanna helgimál hrundi af vörum íslenskra barna. Hafstorðin fagra, með tinda trafið, tók sínum lýði rík og stór. órituð Landnáma geymir grafið hve Garðari kendist hjer land og sjór. Frumvitni týndust. En fest voru ból um fornheitið land. Það var kent við sól: þar jörðin var breidd undir jökulstól, og jafnaðist órasljettan við hafið. Sóley, hún átti ei boð til að brjóta. En búðir og fley smáðu Haralds rjett. Manngreinum trauðla var fallið til fóta. Fullvalda þjóð ljet Alþing sett. Og rómuð var Lögbergs rjettar sögn, þótt ríkti um siðina tómlát þögn, er hofgoðar játtu heilög rögn, hikandi milli skrifta og blóta. Kross reis hjer fyrir. Um berghöggin býli: boðendur trúar þar hafa gist. Ramger og mikil, hin rökkvuðu skýli, raunvitna enn um klerkanna vist. f litverpri dögun sjást landnám tvenn. Leynt fer þó margt handan sögu enn, um bókfellin horfnu og helga menn, sem hafleiðir sóttu, norður um Tíli. Framtíð er skygn. Nú falla hjer slæður. Farandi blys lýsa óminnis húm. Andi blæs nýr á aldnar glæður, sem urpu skímu á Papans rúm. Af hörfandi skuggum er hjúpi svift. Hátt og rjett talar veggjanna skrift. Aldafyrndum skal endurlyft í albjartan dag. Hjer er Saga, sem ræður. — Lífsvæðin nýju norrænum anda námust, viði árblik jd göfgari sið. Á foldirnar vestur, til Furðustranda, feðurnir sóttu kveldáttar mið. Og skipun Islands tók Eiríks láð, ytst undár stjörnu, goðum háð. Aldrei var fregnuð dýrri dáð af djörfung og þreki íslenskra handa. Sólaröld stóð vort stjórnvana ríki, og stálin töluðu dómanna mál. Aleitt það varaði, einkis líki. Óbrotlegt þor merkti dáði og sál. En háfjalla dýrðin hóf þennan lýð að hærri sjón, yfir kynslóða stríð. Nú biður vor æska þess, bjartsýn og fríð, að bölalda svipurinn framliðni víki. — Lífvörður þessa lands er vor saga. Látum ei kulna þá heilögu glóð. Ritfest og bundin í ræðu Braga hún reisir frá dauðanum mann og þjóð. Og skiftist leiksviðin þúsxmdþætt, þrýtur ei minnið Snorra ætt. Sinn varða má hljóta, hvað Fróni er fætt. Sú frægð vor skal uppi um málsins daga. Úí^ LíJÓÐUM JÓHANNEjS AI^ ÚI^ ^ÖTBUM. VII. Sjá, framtíðin ljómar með leyndlardómssvip, — svo lokkandi var hún ei fyr. Vor æska á öndinni stendur við ókunnra hásala dyr. Hún brosir í bamslegri von, — í bardagann leggur hún senn. Hún söng og hún þráði í þúsund ár og þráir og syngur enn. Vor æska er kjarni hins eilífa draums, því óskirnar stefna svo hátt. — En framtíðin guðdómleg gáta, sem gefur hinn sigrandi mátt. I æskunnar óljósu þrá hvert einasta fyrirheit var. Að sjerhverju stórvirki, öld af öld, er upphafið jafnan þar. Að komast æ hærra, æ lengra til lífs, er ljóðið í æskunnar streng. — Og eiga ekki draumarnir allan hvern óspiltan, vaxandi dreng? Eða er ekki útþráin hrein og ástin vort fegursta hrós? Hjá æskunni varðveitist tímans tákn, og táknið er — meira Ijós! Hve dýrðlegt, þá stefnt er í heiðblámans hæð og húminu vísað á bug! Hve bjartar þær vængjuðu vonir og voldugt hið leikandi flug! Því æskan vill sumar og sól — og sigurinn er henni vís. Hún syngur, hún leitar uns sumra fer og sólin úr djúpi rís. Sjá, framtíðin ljómar og laðiar til sín, — svo lokkandi var hún ei fyr. Hvert hjarta af tilhlökkun titrar, við töfrandi, hálfopnar dyr. Hvert orð á sinn eggjandi hljóm, — hvert auga sitt biðjandi tár. Vor syngjandi æska skal sækja fram til sigurs — í þúsund ár!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.