Morgunblaðið - 26.06.1930, Síða 9
■OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOB
fluttist af Þingvelli um leið og lögrjetta
og yfirrjettur.
III.
NIÐURLAGNING ALÞINGIS HINS
FORNA.
Það var nokkurn veginn auðráðið,
að Alþingi við Öxará mundi eigi verða
flutt þangað aftur, úr því að það var
einu sinni komið til Reykjavíkur. Á
Þingvelli hefði þurft að reisa nýtt lög-
rjettuhús, og þá lá nær, að reisa það í
Reykjavík eða kaupa þar hús til þing-
halds, sem einnig komst til tals. En
svo kom annað til. Dómaskipun landsins
var mjög óhentug. Alþingi var háð
einu sinni á ári. Þetta skipulag olli
feikna drætti á málum. Dómstigin voru
fjögur, þrjú innlend (hjeraðsdómur
sýslumanna, lögmannsdómur eða lög-
þings, yfirrjettur) og eitt erlent
(hæstirjettur í Danmörku). Hlaut því
afskaplega langur tími að líða frá því
er mál var höfðað og þar til er það
hafði gengið gegnum æðsta dómstól-
inn.
Magnús Ólafsson Stefánssonar stift-
amtmanns — þeir frændur höfðu þá
að heldri manna sið danskað nafn sitt
ogjiefnt sig Stephensen — var þá lög-
maður. Hann var, sem alkunnugt er,
að mörgu leyti maður stórvel gefinn,
gáfaður og lærður vel að þeirra tíma
hætti, starfsmaður í besta lagi, met-
orðagjnrn, fylginn sjer og óvæginn,
ef því var að skifta. Hann var, ásamt
Vibe landfógeta, Stefáni amtmanni
Þórarinssyni — sem líka hafði dansk-
beyglað föðurnafn sitt í „Thorarensen“
— og Grími Thorkclin, skipaður haust-
ið 1799 í nefnd til að íhuga skólamál
landsins og dómsmál. Lagði nefndin
til, að Alþingi, bæði ,,lögþingið“ (lög-
rjetta) og yfirrjettur, yrði algerlega
lagt niður, en í staðinn yrði settur á
stofn landsyfirrjettur, á borð við stifts-
yfirrjettina norsku, sem þá höfðu ver-
ið stofnaðir fyrir skömmu. Fara þeir
nefndarmenn, og þó aðallega Magnús
lögmaður, heldur kuldalegum orðum
um þinghaldið á Þingvelli og þingstað-
inn, og einkum fær yfirrjetturinn, sem
Ólafur gamli stiftamtmaður, faðir
Magnúsar, veitti forstöðu, mjög illa
útreið hjá honum. Kancellí fjelst á til-
lögur nefndarinnar um niðurlagningu
Alþingis við Öxará og stofnun lands-
yfirrjettar í Reykjavík í staðinn. Og
fór það fram, að þingið var alveg lagt
niður árið 1800, eins og kunnugt er.
ALÞINGI 1845—1874.
I. Alþingi endurreist.
Með tilskipun 28. maí 1831 og 15.
maí 1834 varu sett svo nefnd ráðgjaf-
arþing á stofn í Danmörku. Voru þau
tvö, annað á Jótlandi og hitt í Hróars-
keldu. Þing þessi áttu ráðgjafarat-
kvæði um ýms löggjafarmál. Á Hró-
arskelduþingi átti ísland og Færeyjar
að hafa 3 fulltrúa. Var með ísland far-
ið eins og það væri amt í Danmörku, að
öðru en því, að landsmenn kusu eigi
þessa fulltrúa sína, heldur gerði kon-
ungsvaldið það. Islandi var þá, og hafði
lengi verið, stjórnað í Kaupmanna-
höfn, og fóru stjórnarskrifstofurnar
tvær, Kancelli og Rentukammer, með
íslensku málin. íslenskir menn hugðu
margir, sem von var, að landinu 'mundi
lítið gagn standa af afskiftum dansks
ráðgjafarþings af íslenskum málum.
Áhugaleysi þeirra og þekkingarleysi
mundi girða fyrir alla nytsemd af með-
ferð íslenskra mála á dönsku þingi.
Baldvin Einarsson skrifaði þegar
1831 ritling um ráðgjafarþingin dönsku
og um ráðgjafarþing á íslandi. En þó
komst enginn skriður á málið að marki
fyr en 1837. Þá gengust ýmsir merkir
menn fyrir því, að gerðar voru bænar-
skrár til konungs um ráðgjafarþing
hjer á landi. Komust þær sumar til
Kancellis. En róðurinn var þungur, því
að Kancelli taldi það ósæmilegt, að
íslendingar skyldu þá biðja um sjer-
stakt ráðgjafarþing, með því að Frið-
rik 6., sem þá sat á konungsstóli í
Danmörku, hafði lýst yfir því, að hann
mundi eigi gera breytingu á ráðgjafar-
þingunum. Hinsvegar var með kon-
ungsúrskurði 22. ág. 1838 efnt til sam-
komu embættismanfia nokkurra hjer
undir forsæti stiftamtmanns. — Em-
bættismannanefnd þessi hjelt tvisvar
fundi, 1839 og 1841, en var svo lögð
niður.
Friðrik 6. ljetst 8. des. 1839. Var
það happ mikið, bæði Islandi og Dan-
mörku. Til ríkís kom nú Kristján kon-
ungur 8., gáfaður maður og frjáls-
lyndur, miðað við konungmenn þeirra
tíma. Hann gaf út konungsúrskurð 29.
maí 1840, þar sem gerðar voru ráð-
stafanir til þess, að embættismanna-
nefndin íslenska yrði spurð að því,
hvort eigi myndi Islandi heppilegast
að fá ráðgjafarþing á Islandi, hvort það
ætti eigi að heita Alþingi og hvort það
skyldi eiga að heyja á Þingvelli við
Öxará. Nefndin lagði auðvitað til, að
ísland fengi sjerstakt ráðgjafarþing
er Alþingi hjeti. Meiri hluti nefndar-
innar lagði ennfremur til, að þingið
yrði háð í Reykjavík, en minni hlutinn
vildi hafa það á Þingvelli við Öxará.
Deildu menn mjög um þingstaðinn,
sem kunnugt er. En svo fór að lokum,
að Reykjavík var kjörinn þingstaður
Það varð mönnum og mikið ágreinings-
efni, hvernig haga skyldi ákvæðum
um kosningarrjett og kjörgengi til
þingsins o. fl. En svo fór, að tillögur
embættismannanefndarinnar gengu í
flestu fram. Með konungsúrskurði 8.
mars 1843 var loks ákveðið að stofna
ráðgjafarþing á íslandi, og átti þingið
að heita Alþingi. Með tilskipun s. d.
voru settar reglur um kjörgengi og
kosningarrjett og þinghaldið alt. Upp-
haflega átti þingið að koma saman
sumarið 1844, en þess varð eigi kost-
ur, því að stjórnarvöldin í Kaupmanna-
höfn höfðu að venju dregið nauðsynleg-
ar framkvæmdir til undirbúnings þing-
haldinu. Fyrsta ráðgjafarþingið varð
því ekki háð fyr en í júlí 1845.
II. Skipun Alþingis 18U5—187h
og störf.
A. Landinu var þá skift í 19 sýslur
eða lögsagnarumdæmi og Reykjavíkur-
kaupstaður að auki. Var hver sýsla og
Reykjavík kjördæmi sjer og skyldi kjósa
einn alþingismann, og einn til vara, í
hverju þessara kjördæma. Voru þjóð-
kjörnir þingmenn á ráðgjafarþingun-
um því 20, þar til 1857, að Skafta-
fellssýslur urðu 2 kjördæmi. Urðu þá
kjördæmi og þjóðkjömir þingmenn 21.
Og var svo síðan til 1874. Auk þessa
kjöri konungsvaldið alt að því 6 þing-
menn, sem nefndir vóru konungkjöm-
ir. Alls áttu því sæti 26 og síðar 27'
þingmenn á Alþingi. Þess er þó get-
anda, að í Vestmannaeyjum varð eigi
kosinn þingmaður, meðan kosningar-
rj ettarskilyrði Alþingistilskipunarinnar
8. mars 1843 stóðu, því að enginn hafði
þar kosningarrjett. Stóð svo til 1857.
Kjörtímabil þingmanna var 6 ár. Al-
þingi starfaði altaf í einni málstofu
þetta tímabil. Það kom jafnan saman
annað hvert ár, stöku árin, nema 1851.
Þá var þjóðfundurinn haldinn, en Al-
þingi eigi, sem vitað er. Aukaþing var
ekkert haldið á þessu tímabili, en einu
sinni var þing rofið, 1869, og efnt þá
til nýrra kosninga, vegna stjórnardeil
unnar milli Danmerkur og Islands. Á
þessu tímabili voru 14 þing háð, og
þjóðfundurinn að auki, alt regluleg
þing. Aukaþing þektust ekki eftir Alþr
tilsk. 8. mars 1843.
B. Upphaflega áttu þeir einir karl-
menn kosningarrjett, er áttu fasteign
wS minsta kosti 10 hndr. að mati, eða
höfðu lífstíðarábúð á þjóðjörð eða
kirkjujörð, er væri að minsta kosti 20
hndr. að mati, eða ættu húseign, að
minsta lcosti 1000 rbdl. virði, í Reykja
vík eða einhverjum verslunarstaðanna,
sem þá voru. Þessi skilyrði þóttu altof
ófrjálsleg, sem von var. Ákvæðin
Alþtilsk. um kosningarrjett og kjör-
gengi voru sniðin eftir samsvarandi
fyrirmælum í tilsk. um dönsku ráð-
gjafarþingin. — Auk þessara skilyrð
skyldi kjósandi ennfremur vera 25 ára
gamall, hafa óflekkað mannorð, og
hafa forræði á fje sínu.
Kjörgengis-skilyrðin voru hin sömu
sem kosningarrjettar-skilyrðin, að því
viðbættu, að þingmaður skyldi vera 80
ára, hafa haft fasteignaráðin í 2 ár —
>hann var aðeins kjörgengur í því amti,
þar sem fasteign hans var — að hann
skyldi vera kristinnar trúar, þegnDana-
konungs, og hafa átt heima í 5 síðustu
árin í löndum Danákonungs í Norð-
urálfu.
Með tilsk. 6. janúar 1857 voru skil-
yrði kosningarrjettar og kjörgengis
mjög rýmkuð. Nú var eignarhald á
fasteign eða ábúð á jörð eigi lengur
skilyrði. — Nú fengu kosningarrjett
bændur, sem höfðu grasnyt og guldu
gjald til allra stjetta, embættismenn og
þeir, sem tekið höfðu lærdómspróf við
Kaupmannahafnarháskóla eða Presta-
skólann, enda væru þeir eigi hjú, svo
og kaupstaðaborgarar og loks þurra-
búðarmenn, ef þeir greiddu 6 rbdl. til
sveitar sinnar.
Auk þess áttu kjósendur vitan-
lega að fullnægja skilyrðunum um
aldur, mannorð, fjárforræði og eigi
máttu þeir heldur standa í skuld fyrir
þeginn sveitarstyrk. Loks átti kjósandi
að hafa haft heimili í kjördæmi síð-
asta árið fyrir kosningu.
Kjörgengissknlyrðin urðu nú hin
sömu sem kosningarrjettarskilyrðin,
nema þingmannsefni átti að vera 30
ára að aldri, þegn Danakonungs, krist-
innar trúar, og hafa verið 5 ár búsett-
ur í löndum Danákonungs í Norðurálfu,
en eigi þurfti hann að hafa átt heim-
ili í kjördæminu.
Alþingiskosningar voru þá opinber-
ar, og þurftu eigi að fara fram sama
dag um land alt, eins og nú. Kjörstað-
ur var þá einn í hverju kjördæmi, enda
voru kosningar oft mjög báglega sótt-
ar, í samanburði við það, sem nú er.
Á þessu tímabili buðu menn sig eigi
fram til þingsetu, eins og nú, og mátti
því verða, að sá maður yrði fyrir kjöri,
sem alls eigi vildi taka við kosningu.
Alþingi úrskurðaði um kjörgengi og
lögmæti kosninga, eins og nú.
Ef aðalþingmanns misti við, eða
hann forfallaðist, þá tók vara-þingmað
ur sæti.
C. Alþingi kom saman 1. júlí, eða
næsta virkan dag þar á eftir, ef 1.
júlí bar á sunnudag, og skyldi standa
4 vikur. Þingtíminn var þó lengdur,
ef á þurfti að halda. Konungsfulltrúi
setti þingið og sleit því. Þingmálið var
islenska, en þó mátti konungsfulltrúi
tala á dönsku, en þýða átti þá jafn-
harðan ræðu hans. Eftir 1849 — þávarð
Páll amtmaður Melsted konungsfull-
trúi — hjeldu konungsfulltrúar ræður
sínar á íslensku. Fyrstu 2 þingin voru
’';V; /
A ,
Tjaldbúðir á Þingvöllum.
Alþingishúsið
%
0